Djúpstæður klofningur hálfri öld eftir alræmt valdarán Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 15:14 Stuðningsmaður Salvadors Allende heldur mynd af honum á lofti á viðburði til minningar um valdaránið í Santiago í gær. Vísir/EPA Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet. Í tæp þrjátíu ár áður en dagsetningin 11. september varð að samheiti fyrir hörmungar í hugum heimsbyggðarinnar með hryðjuverkaárásunum í New York skipaði dagurinn sérstakan og dökkan sess í hugum Sílemanna. Þann dag árið 1973 frömdu herforingjar valdarán gegn Salvador Allende, fyrsta sósíalistanum til þess að ná kjöri sem forseti Suður-Ameríkuríkisins. Allende svipti sig lífi frekar en að vera tekinn höndum á meðan herinn gerði loftárás á forsetahöllina í höfuðborginni Santiago. Herforingjastjórn Pinochet, sem naut velþóknunar bandarískra stjórnvalda sem vildu koma í veg fyrir að kommúnistar næðu völdum í heimsálfunni, stýrði landinu með járnhnefa í vel á tvo áratugi. Mannréttindasamtök í Síle telja að fleiri en 40.000 manns hafi ýmist verið teknir af lífi af pólitískum ástæðum, látnir hverfa, fangelsaðir eða pyntaðir. Pólitískum föngum var meðal annars varpað út úr þyrlum á flugi. AP-frétastofan segir að í það minnsta 200.000 Sílemenn hafi farið í útlegð. Á sama tíma bjó Síle við meiri stöðugleika og efnahagslega velsæld en nágrannalöndin undir stjórn Pinochet sem framfylgdi frjálshyggju í efnahagsmálum á sama tíma og hún takmarkaði borgaraleg réttindi fólks. Salvador Allende (standandi í bíl) með Augusto Pinochet (á hestbaki) sér við hlið í maí árið 1972. Allende skaut sig til bana með AK-47-riffli sem hann fékk að gjöf frá Fidel Castro Kúbuforseta þegar herinn gerði áhlaup á forsetahöllina 11. september árið 1973.AP Jafn klofin og á nokkrum tíma eftir einræðið Þrátt fyrir hörmungarnar sem Pinochet leiddi yfir stóran hluta þjóðar sinnar á hann sér enn marga verjendur í sílesku samfélagi. Gabriel Boric forseti, sem er aðdáandi Allende, vildi minnast tímamótanna með stórum viðburðum en hlaut dræmar undirtektir frá pólitískum andstæðingum og mörgum kjósendum. Þannig segir Reuters-fréttastofan að nýleg skoðanakönnun hafi sýnt að sextíu prósent svarenda hefðu ekki viljað að mikið væri gert úr hálfrar aldar afmæli valdaránsins. Næstum því fjórir af hverjum tíu sögðust aðallega kenna stjórn Allende sjálfs um valdaránið. Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fjarhægrimaðurinn José Antonio Kast, er blyðgunarlaus stuðningsmaður Pinochet sem lést árið 2006. „Klofningur er eins útbreiddur og hann hefur nokkru sinni verið frá því að lýðræðið var endurreist,“ segir Christán Valdivieso, forstöðumaður ráðgjafarfyrirtækis, við Reuters. Lýðræði var komið aftur á í Síle árið 1990 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu tveimur árum fyrr. Pinochet hershöfðingi (í skikkju) við heimili sitt í Santiago daginn eftir að hann lifði af morðtilræði árið 1986. Pinochet var yfirmaður hersins í átta ár eftir að hann lét af völdum og var þingmaður eftir það. Hann þurfti aldrei að svara fyrir glæpi sína þó að ýmsir meðstjórnendur hans hafi síðan verið dæmdir fyrir voðaverk.AP/Marco Ugarte Vonast til þess að finna fórnarlömb sem er enn saknað Boric, sem fæddist meira en áratug eftir valdaránið, á að stýra minningarathöfn í forsetahöllinni í dag. Von er á þjóðarleiðtogum eins og Alberto Fernández, forseta Argentínu, og Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkós, til Santiago vegna þess. „Það eru sumir sem vilja að við flettum blaðsíðunni, að við gleymum fortíðinni. En björt framtíð er ekki möguleg án minningar og sannleika,“ sagði Boric nýlega. Forsetinn kynnti nýlega áætlun um að reyna að finna á annað þúsund fórnarlamba einræðisstjórnarinnar sem enn er saknað. Það er í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Síle leggja upp í slíkan leiðangur. Gaby Rivera er forseti samtaka ættingja fanga sem voru látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. Hún varð vitni að því þegar Luis faðir hennar var handtekinn árið 1975. Fjölskylda hennar hefur fengið misvísandi upplýsingar um örlög hans, meðal annars að líki hans hafi verið kastað út í sjó. „Þessi dagsetning er okkur sár, en einnig von vegna þess að núna sjáum við að það birtir aðeins til. Við vitum ekki hvort við náum einhvern tímann fram fullu réttlæti en það sem við verðum að gera er að komast að því sanna, að komast að því hvar þau eru,“ segir Rivera við Reuters. Chile Mannréttindi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Í tæp þrjátíu ár áður en dagsetningin 11. september varð að samheiti fyrir hörmungar í hugum heimsbyggðarinnar með hryðjuverkaárásunum í New York skipaði dagurinn sérstakan og dökkan sess í hugum Sílemanna. Þann dag árið 1973 frömdu herforingjar valdarán gegn Salvador Allende, fyrsta sósíalistanum til þess að ná kjöri sem forseti Suður-Ameríkuríkisins. Allende svipti sig lífi frekar en að vera tekinn höndum á meðan herinn gerði loftárás á forsetahöllina í höfuðborginni Santiago. Herforingjastjórn Pinochet, sem naut velþóknunar bandarískra stjórnvalda sem vildu koma í veg fyrir að kommúnistar næðu völdum í heimsálfunni, stýrði landinu með járnhnefa í vel á tvo áratugi. Mannréttindasamtök í Síle telja að fleiri en 40.000 manns hafi ýmist verið teknir af lífi af pólitískum ástæðum, látnir hverfa, fangelsaðir eða pyntaðir. Pólitískum föngum var meðal annars varpað út úr þyrlum á flugi. AP-frétastofan segir að í það minnsta 200.000 Sílemenn hafi farið í útlegð. Á sama tíma bjó Síle við meiri stöðugleika og efnahagslega velsæld en nágrannalöndin undir stjórn Pinochet sem framfylgdi frjálshyggju í efnahagsmálum á sama tíma og hún takmarkaði borgaraleg réttindi fólks. Salvador Allende (standandi í bíl) með Augusto Pinochet (á hestbaki) sér við hlið í maí árið 1972. Allende skaut sig til bana með AK-47-riffli sem hann fékk að gjöf frá Fidel Castro Kúbuforseta þegar herinn gerði áhlaup á forsetahöllina 11. september árið 1973.AP Jafn klofin og á nokkrum tíma eftir einræðið Þrátt fyrir hörmungarnar sem Pinochet leiddi yfir stóran hluta þjóðar sinnar á hann sér enn marga verjendur í sílesku samfélagi. Gabriel Boric forseti, sem er aðdáandi Allende, vildi minnast tímamótanna með stórum viðburðum en hlaut dræmar undirtektir frá pólitískum andstæðingum og mörgum kjósendum. Þannig segir Reuters-fréttastofan að nýleg skoðanakönnun hafi sýnt að sextíu prósent svarenda hefðu ekki viljað að mikið væri gert úr hálfrar aldar afmæli valdaránsins. Næstum því fjórir af hverjum tíu sögðust aðallega kenna stjórn Allende sjálfs um valdaránið. Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fjarhægrimaðurinn José Antonio Kast, er blyðgunarlaus stuðningsmaður Pinochet sem lést árið 2006. „Klofningur er eins útbreiddur og hann hefur nokkru sinni verið frá því að lýðræðið var endurreist,“ segir Christán Valdivieso, forstöðumaður ráðgjafarfyrirtækis, við Reuters. Lýðræði var komið aftur á í Síle árið 1990 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu tveimur árum fyrr. Pinochet hershöfðingi (í skikkju) við heimili sitt í Santiago daginn eftir að hann lifði af morðtilræði árið 1986. Pinochet var yfirmaður hersins í átta ár eftir að hann lét af völdum og var þingmaður eftir það. Hann þurfti aldrei að svara fyrir glæpi sína þó að ýmsir meðstjórnendur hans hafi síðan verið dæmdir fyrir voðaverk.AP/Marco Ugarte Vonast til þess að finna fórnarlömb sem er enn saknað Boric, sem fæddist meira en áratug eftir valdaránið, á að stýra minningarathöfn í forsetahöllinni í dag. Von er á þjóðarleiðtogum eins og Alberto Fernández, forseta Argentínu, og Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkós, til Santiago vegna þess. „Það eru sumir sem vilja að við flettum blaðsíðunni, að við gleymum fortíðinni. En björt framtíð er ekki möguleg án minningar og sannleika,“ sagði Boric nýlega. Forsetinn kynnti nýlega áætlun um að reyna að finna á annað þúsund fórnarlamba einræðisstjórnarinnar sem enn er saknað. Það er í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Síle leggja upp í slíkan leiðangur. Gaby Rivera er forseti samtaka ættingja fanga sem voru látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. Hún varð vitni að því þegar Luis faðir hennar var handtekinn árið 1975. Fjölskylda hennar hefur fengið misvísandi upplýsingar um örlög hans, meðal annars að líki hans hafi verið kastað út í sjó. „Þessi dagsetning er okkur sár, en einnig von vegna þess að núna sjáum við að það birtir aðeins til. Við vitum ekki hvort við náum einhvern tímann fram fullu réttlæti en það sem við verðum að gera er að komast að því sanna, að komast að því hvar þau eru,“ segir Rivera við Reuters.
Chile Mannréttindi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira