Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. Innlent 22.8.2025 23:44
Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Hlaupahópurinn HHHC kom til Reykjavíkur í dag eftir að hafa hlaupið fimm maraþon á fimm dögum í jakkafötum. Þeir loka hringnum í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun og þar bætist einn sjö ára í hópinn sem ætlar að hlaupa þrjá kílómetra í jakkafötum. Innlent 22.8.2025 20:52
Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Innlent 22.8.2025 20:27
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. Innlent 22.8.2025 15:12
Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. Innlent 22.8.2025 14:47
Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Þáttastjórnendum útvarpsstöðvarinnar X977 hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri Sýnar segir að um sé að ræða dagskrárbreytingar. Innlent 22.8.2025 14:23
Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri Arctic Fish segir jákvætt að niðurstaða liggi fyrir úr rannsókn Matvælastofnunar, en þrír af ellefu löxum sem greindir voru úr Haukadalsá reyndust vera strokulaxar úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Fyrirtækið líti það alltaf alvarlegum augum þegar lax sleppur úr sjókvíum og vilji vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Innlent 22.8.2025 14:22
Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Innlent 22.8.2025 14:01
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. Innlent 22.8.2025 13:23
Rigning og rok í methlaupi Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Innlent 22.8.2025 13:15
Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Maður sem grunaður var um íkveikju á Akranesi fyrr í mánuðinum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Innlent 22.8.2025 13:07
Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Jökullhlaup er hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Vatnsstaða lónsins er sögð virðast hærri nokkru sinni fyrr. Innlent 22.8.2025 12:03
Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. Innlent 22.8.2025 12:02
Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Atferlisfræðingur segir það algengara en almenningur búist við að foreldrar eigi erfitt með að fá börn til að hætta nota bleyju. Hún býður upp á slíka aðstoð fyrir börn allt að fimmtán ára gömul. Innlent 22.8.2025 11:55
Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Í hádegisfréttum verður leitað viðbragða hjá Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra vegna ástandsins á Gasa. Þar hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst yfir hungursneið af mannavöldum. Innlent 22.8.2025 11:46
Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. Innlent 22.8.2025 11:29
Áfall fyrir RIFF Skipuleggjendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík urðu fyrir því áfalli aðfaranótt miðvikudags að brotist var inn á skrifstofu þeirra við Tryggvagötu og munum stolið. Biðlað er almennings ef einhver getur hjálpað til við að endurheimta munina. Innlent 22.8.2025 10:33
Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt erindisbréf sérstaks samningateymis um uppbyggingu og stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi þannig að það muni einnig ná yfir athafnasvæði Gróðrarstöðvarinnar Markar. Borgin hyggst einnig kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar. Innlent 22.8.2025 08:00
Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust ítrekaðar tilkynningar í gærkvöldi og nótt þar sem tilkynnt var um tvo einstaklinga sem voru að koma sér fyrir í geymslum á opinberri stofnun. Innlent 22.8.2025 06:14
Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga. Innlent 21.8.2025 23:31
Landsmenn allir harmi slegnir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 21.8.2025 22:28
Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Sósíalistaflokkur Íslands er kominn með nýtt húsnæði sem hann deilir með menningarfélaginu MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Flokknum var hent út úr húsnæði sínu í Bolholti í sumar. Innlent 21.8.2025 21:54
„Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina, einu ári eftir að árásin átti sér stað. Innlent 21.8.2025 21:22
Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. Innlent 21.8.2025 19:17