Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Hálkuaðstæður voru á Reykjavegi í Biskupstungum þegar bíll valt í gærkvöldi. Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans. Innlent 14.12.2025 13:37
Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Kona var flutt á slysadeild á Selfossi eftir að ekið var á hana í Hveragerði um klukkan tíu í gærmorgun. Konan var á rafhlaupahjóli þegar bíl var ekið á hana við gatnamót Breiðumerkur og Sunnumerkur. Innlent 14.12.2025 13:31
270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Íbúum í Ölfusi hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu átta árum og eru nú komnir á fjórða þúsund. Í dag eru 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn. Innlent 14.12.2025 13:06
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. Innlent 13.12.2025 23:28
Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á Reykjavegi í Biskupstungum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 13.12.2025 22:54
Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Stein Olav Romslo eru sigurvegarar forprófkjörs Hallveigar – ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Bjarnveig Birta fékk 268 atkvæði og Stein Olav Romslo 260 atkvæði. Innlent 13.12.2025 22:06
„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni. Innlent 13.12.2025 21:30
Eldur í íbúð við Snorrabraut Slökkvilið var kallað út í kvöld klukkan 19:44 vegna bruna í íbúð við Snorrabraut. Engin slys urðu á fólki en tjón á íbúð sem eldur var í og annarri vegna vatnstjóns. Innlent 13.12.2025 20:59
Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Hjalti Vignisson, eigandi veitingastaðarins 2Guys við Hlemm, segist alltaf standa með þeirra ákvörðun starfsfólks síns að neita einstaklingi um þjónustu með hakakross á andlitinu. Innlent 13.12.2025 20:18
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. Innlent 13.12.2025 20:16
Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var hafnað í íbúakosningu sem fór fram 28. nóvember – 13. desember 2025. Innlent 13.12.2025 19:07
Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026. Innlent 13.12.2025 18:53
Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Hugbúnaðarverkfræðingur sem starfaði hjá stærsta vefþjónustufyrirtæki heims segir mikilvægt að Íslendingar geti geymt tölvugögn innanlands út frá öryggissjónarmiðum. Hann hefur ásamt góðum hópi unnið að slíkri lausn. Innlent 12.12.2025 23:01
Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar hafa verið fluttar um set í húsnæði Fangelsismálastofnunar eftir að mygla fannst í húsnæðinu í sumar. Bæjarstjóri er ánægður með nýtt húsnæði og sér ný tækifæri í því gamla. Innlent 13.12.2025 15:11
Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Innlent 13.12.2025 15:02
Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. Innlent 13.12.2025 14:43
Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk. Innlent 13.12.2025 12:59
Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk. Innlent 13.12.2025 11:49
Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. Innlent 13.12.2025 11:48
Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þingheimur fundar í dag, laugardag, en þingfundadögum í desember var fjölgað í upphafi mánaðar sökum anna. Innlent 13.12.2025 10:51
Þau fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna. Innlent 13.12.2025 10:27
Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Við skipulagt umferðareftirlit veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli bíl sem forðaðist eftirlitið. Lögreglan fór á eftir ökumanninum sem hljóp úr bílnum og faldi sig. Ökumaðurinn reyndist kona og fannst að lokum, og reyndist hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, en sagðist hafa hræðst hið sýnilega eftirlit lögreglu. Fór hún sína leið eftir samtal við lögreglu. Innlent 13.12.2025 08:29
Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst ekki beita sér fyrir auknum sveigjanleika vegna tilhögunar fæðingarorlofs þótt hennar persónulega skoðun sé að ríkisvaldið ætti að sleppa forræðishyggjunni í þeim efnum. Þá sé ekki einhugur í ríkisstjórninni í málaflokknum. Innlent 12.12.2025 21:03
Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Óprúttnum aðilum, sem gerðu tölvuárás á kerfi Grundarheimila í vikunni, tókst að afrita viðkvæmar persónuupplýsingar um skjólstæðinga áður en árásin uppgötvaðist. Meðal þeirra gagna voru upplýsingar um heilsufar, sem tengjast umönnun og veittri heilbrigðisþjónustu á heimilunum. Innlent 12.12.2025 20:18