Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki búið að kostnaðarmeta að fullu nýja kjarasamninga við kennara. Hún segir sveitarfélögin vel ráða við rekstur grunnskóla en þau hafi hins vegar ekki stutt nægilega vel við kennara síðustu tvo áratugi. Innlent 26.2.2025 21:42
Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Fólki var sýnilega létt á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar deiluaðilar náðu loksins saman um kjarasamning eftir langa og stranga baráttu. Á þessu fimm mánaða tímabili hafa verkföll skollið á í skólum sem komu til kasta Félagsdóms, kennarar hafa mótmælt seinagangi og virðingarleysi og sumir tóku af skarið og hreinlega sögðu upp. Rjúkandi vöfflur sem móttökustjóri Ríkissáttasemjara hristi fram úr erminni voru þeim mun ljúffengari eftir allt erfiðið. Innlent 26.2.2025 20:01
Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Mennta- og barnamálaráðherra segist vona að kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög verði til þess að kennarar fari að treysta stjórnvöldum að nýju. Ný verði að gefa kennurum meiri aðstoð innan skólastofunnar. Innlent 26.2.2025 19:42
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. Innlent 26.2.2025 17:48
Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og utanríkisráðuneytið, halda í dag málþing um öryggis- og varnarmál á Íslandi. Þar munu utanríkisráðherra og tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar ræða helstu áskoranir Íslands í alþjóðamálum og hvernig megi tryggja öryggi landsins. Innlent 26.2.2025 15:01
Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar munu opna að fullu aftur í Grindavík mánudaginn 10. mars. Innlent 26.2.2025 14:50
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Þorsteinn Skúli Sveinsson, frambjóðandi til formanns VR segir skýringar Ragnars Þórs Ingólfssonar, um hvers vegna hann þáði sex mánaða biðlaun frá félaginu eftir að hann tók sæti á Alþingi, hjákátlegar. Allir fjórir frambjóðendur til formanns VR eru sammála um að ekki sé við hæfi að fráfarandi formaður þiggi biðlaun þegar viðkomandi hefur þegar gengið í önnur störf. Stjórn VR hefur þegar tekið ákvörðun um breytingar á skilyrðum fyrir greiðslu biðlauna. Innlent 26.2.2025 14:29
Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli. Innlent 26.2.2025 14:20
Tekur varaformannsslaginn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í embætti varaformanns flokksins. Innlent 26.2.2025 14:00
Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi. Innlent 26.2.2025 13:52
Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Innlent 26.2.2025 13:07
Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Innlent 26.2.2025 11:57
Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. Innlent 26.2.2025 11:41
Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. Innlent 26.2.2025 11:19
Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. Innlent 26.2.2025 11:03
Vilja hvalkjöt af matseðlinum Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum. Innlent 26.2.2025 10:35
Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi virðist ekki geta fullyrt að Íslendingar sem eru með kynsegin skráningu í vegabréfinu sínu lendi ekki í vandræðum við komuna til Bandaríkjanna. Innlent 26.2.2025 08:35
Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga eftir slagsmál í miðbænum í nótt. Þá var einn handtekinn eftir að nágrannar höfðu tilkynnt hvorn annan nokkrum sinnum. Innlent 26.2.2025 07:01
Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar. Innlent 26.2.2025 07:01
Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Hópur sem segir sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision skorar á RÚV að beita sér fyrir því að KAN, ísraelska ríkisfjölmiðlinum, verði vikið úr Eurovision árið 2025. Hópurinn sendi bréf á útvarpsstjóra í vikunni. Tæp fjögur þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael er leyft að taka þátt. Innlent 26.2.2025 06:46
„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. Innlent 26.2.2025 06:46
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. Innlent 26.2.2025 01:07
Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. Innlent 25.2.2025 23:21
Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. Innlent 25.2.2025 22:09