Innlent Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Innlent 18.9.2025 17:41 „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Erlendir menn hafa að sögn lögreglu verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem þeir þykjist safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Innlent 18.9.2025 16:20 BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Innlent 18.9.2025 15:46 Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan. Innlent 18.9.2025 15:41 Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Innlent 18.9.2025 15:06 Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Innlent 18.9.2025 14:19 Innan við helmingur segist trúaður Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu. Innlent 18.9.2025 14:16 Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi. Innlent 18.9.2025 14:10 „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Mennta- og barnamálaráðherra segist ekki láta umræðu um málfar, enskukunnáttu og hæfni í starfi á sig fá. Hann segir af og frá að hann nenni ekki að setja sig inn í hlutina, ummæli þess efnis sem vakið hafa mikla athygli hafi verið á misskilningi byggð. Hann hafi meint að hann nenni ekki fortíðinni. Innlent 18.9.2025 14:01 Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar Innlent 18.9.2025 13:25 „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Hagfræðingur hjá viðskiptaráði segir olíuleit á Drekasvæðinu ekki fullreynda þó að rannsóknir hafi staðið yfir frá 1985. Olíufundur gæti skilað ævintýralegum ávinningi að hans mati. Umhverfis orku og loftslagsráðherra bendir á að fyrri leyfishafar hafi skilað inn leyfi þar sem verulega litlar líkur voru taldar á olíufundi Innlent 18.9.2025 13:19 Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Innlent 18.9.2025 13:17 Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt. Innlent 18.9.2025 12:49 Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp um breytingar á alls kyns aldurstakmörkunum í lögum. Þau vilja meðal annars færa áfengiskaupaaldur niður um tvö ár í átján ára. Innlent 18.9.2025 12:48 Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Í hádegisfréttum verður rætt við mennta- og barnamálaráðherra sem boðar stórtækar breytingar á skipulagi framhaldsskólanna. Innlent 18.9.2025 11:40 Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kjötvinnsla í vöruhúsinu að Álfabakka 2a skuli ekki háð umhverfismati. Innlent 18.9.2025 11:32 Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga. Innlent 18.9.2025 11:21 Stefnir í að forystan verði óbreytt Allt bendir til að forysta Viðreisnar verði óbreytt eftir landsþing flokksins sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík um helgina. Innlent 18.9.2025 11:00 Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. Innlent 18.9.2025 10:50 Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í Fossvogi svo hægt verði að hefja byggingu á nýju geðsviði Landspítalans á auðri lóð við hlið gamla Borgarspítalans. Áætlað er að byggingin verði 24 þúsund fermetrar og uppbyggingin kosti um 22,2 milljarða. Innlent 18.9.2025 10:20 Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Íbúar á Stöðvarfirði þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn, þar sem öll sýni „komu vel út“ eftir sýnatöku á þriðjudag. Frá þessu greinir í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 18.9.2025 08:51 Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. Innlent 18.9.2025 08:51 „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Innlent 18.9.2025 06:48 Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Um það bil 5.000 íbúðir voru á sölu í upphafi septembermánaðar en um er að ræða tvöföldun frá upphafi árs 2023. Þar af voru nýjar íbúðir um 2.000 en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga. Innlent 18.9.2025 06:46 Ógnaði öðrum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað. Innlent 18.9.2025 06:30 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Skjálfti af stærðinni 3,6 mældist við Vestari Skaftárketil í Vatnajökli rétt eftir miðnætti í nótt. Einn eftirskjálfti af stærðinni 0,8 fylgdi í kjölfarið. Innlent 18.9.2025 06:20 Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Innlent 17.9.2025 23:33 Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. Innlent 17.9.2025 23:04 Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Innlent 17.9.2025 21:32 Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Innlent 17.9.2025 21:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Innlent 18.9.2025 17:41
„Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Erlendir menn hafa að sögn lögreglu verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem þeir þykjist safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Innlent 18.9.2025 16:20
BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Innlent 18.9.2025 15:46
Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan. Innlent 18.9.2025 15:41
Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Innlent 18.9.2025 15:06
Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Innlent 18.9.2025 14:19
Innan við helmingur segist trúaður Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu. Innlent 18.9.2025 14:16
Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi. Innlent 18.9.2025 14:10
„Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Mennta- og barnamálaráðherra segist ekki láta umræðu um málfar, enskukunnáttu og hæfni í starfi á sig fá. Hann segir af og frá að hann nenni ekki að setja sig inn í hlutina, ummæli þess efnis sem vakið hafa mikla athygli hafi verið á misskilningi byggð. Hann hafi meint að hann nenni ekki fortíðinni. Innlent 18.9.2025 14:01
Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar Innlent 18.9.2025 13:25
„Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Hagfræðingur hjá viðskiptaráði segir olíuleit á Drekasvæðinu ekki fullreynda þó að rannsóknir hafi staðið yfir frá 1985. Olíufundur gæti skilað ævintýralegum ávinningi að hans mati. Umhverfis orku og loftslagsráðherra bendir á að fyrri leyfishafar hafi skilað inn leyfi þar sem verulega litlar líkur voru taldar á olíufundi Innlent 18.9.2025 13:19
Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Innlent 18.9.2025 13:17
Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt. Innlent 18.9.2025 12:49
Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp um breytingar á alls kyns aldurstakmörkunum í lögum. Þau vilja meðal annars færa áfengiskaupaaldur niður um tvö ár í átján ára. Innlent 18.9.2025 12:48
Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Í hádegisfréttum verður rætt við mennta- og barnamálaráðherra sem boðar stórtækar breytingar á skipulagi framhaldsskólanna. Innlent 18.9.2025 11:40
Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kjötvinnsla í vöruhúsinu að Álfabakka 2a skuli ekki háð umhverfismati. Innlent 18.9.2025 11:32
Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga. Innlent 18.9.2025 11:21
Stefnir í að forystan verði óbreytt Allt bendir til að forysta Viðreisnar verði óbreytt eftir landsþing flokksins sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík um helgina. Innlent 18.9.2025 11:00
Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. Innlent 18.9.2025 10:50
Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í Fossvogi svo hægt verði að hefja byggingu á nýju geðsviði Landspítalans á auðri lóð við hlið gamla Borgarspítalans. Áætlað er að byggingin verði 24 þúsund fermetrar og uppbyggingin kosti um 22,2 milljarða. Innlent 18.9.2025 10:20
Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Íbúar á Stöðvarfirði þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn, þar sem öll sýni „komu vel út“ eftir sýnatöku á þriðjudag. Frá þessu greinir í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 18.9.2025 08:51
Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. Innlent 18.9.2025 08:51
„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Innlent 18.9.2025 06:48
Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Um það bil 5.000 íbúðir voru á sölu í upphafi septembermánaðar en um er að ræða tvöföldun frá upphafi árs 2023. Þar af voru nýjar íbúðir um 2.000 en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga. Innlent 18.9.2025 06:46
Ógnaði öðrum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað. Innlent 18.9.2025 06:30
3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Skjálfti af stærðinni 3,6 mældist við Vestari Skaftárketil í Vatnajökli rétt eftir miðnætti í nótt. Einn eftirskjálfti af stærðinni 0,8 fylgdi í kjölfarið. Innlent 18.9.2025 06:20
Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Innlent 17.9.2025 23:33
Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. Innlent 17.9.2025 23:04
Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Innlent 17.9.2025 21:32
Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Innlent 17.9.2025 21:26