Innlent

Veit loksins hvers virði hann er

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í áramótaávarpi sínu í dag að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu fyrir forsetakosningar í sumar. Margir landsmenn segjast munu sakna Guðna en aðrir segja ákvörðunina engu skipta.

Innlent

Hjónin hafi á­kveðið að verja lífinu á annan hátt

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“

Innlent

Vaktin: Hvað gerir Guðni?

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun tilkynna það í nýársávarpi sínu klukkan 13, hvort hann hyggist bjóða sig fram á ný til embættis forseta Íslands. Guðni hefur setið í forsetastól frá árinu 2016 en þegar hefur verið greint frá tveimur sem íhuga að bjóða sig fram til forseta. 

Innlent

Hádegisfréttir á Bylgjunni

Svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni í nótt. Enginn leitaði þó á bráðamóttöku vegna áhrifa hennar. Við förum yfir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Dagur gerir upp borgarstjóratíðina

Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 

Innlent

Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun

Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags. 

Innlent

Grindvíkingurinn er maður ársins

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Innlent

„Þú ert búin að vera svo orð­ljót síðustu mánuðina“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tókust á um störf ríkisstjórnarinnar í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem nú er í gangi. Þá deildu þau um hvort Inga hefði verið orðljót undanfarið.

Innlent

Svan­hildur ekki einn af nánustu vinum Bjarna

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrir skipun sína á Svanhildi Hólm Valsdóttur í sendiherrastöðu í Bandaríkjunum í Kryddsíldinni á Stöð 2. Hann sagði gagnrýni á skipunina ekki koma sér á óvart, en Svanhildur hefur starfað með Bjarna um margra ára skeið. Hann vill þó meina að hún sé ekki náinn vinur sinn, en þó vinur.

Innlent

Ára­mótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrar­bakka en engin í Kópa­vogi

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur.

Innlent

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti víða á höfuðborgarsvæðinu í ár. Þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir svekkjandi að geta ekki kvatt gamla árið með brennu. Við ræðum við íbúa Kópavogs og Hafnarfjarðar í hádegisfréttum á Stöð 2.

Innlent

Svona horfir þú á Krydd­síld

Það verður nóg um að vera í dag á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar að Kryddsíld hefst klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2. 

Innlent

Með inn­kaupa­kerru á miðri ak­braut og sagðist taka styðstu leið

Tilkynnt var um mann með innkaupakerru á miðri akbraut en þegar lögregla ræddi við hann kvaðst hann vera að taka stystu leið á áfangastað og að göngustígar væru ófærir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en maðurinn sagðist jafnframt ætla að koma sér af akbrautinni.

Innlent