„Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 18:54 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. Vísir/Stefán Margir gengu ósáttir út af hitafundi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagi gerir athugasemdir við fundarstjórn en formaðurinn segir miður að einhverjir hafi ekki komist inn á fundinn. Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira