„Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 18:54 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. Vísir/Stefán Margir gengu ósáttir út af hitafundi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagi gerir athugasemdir við fundarstjórn en formaðurinn segir miður að einhverjir hafi ekki komist inn á fundinn. Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira