Innlent Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.12.2024 18:02 Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Svonefndur stjörnumyrkvi varð þegar tunglið gekk fyrir Mars á miðvikudagsmorgun. Áhugastjörnuljósmyndari náði mynd af myrkvanum frá Kópavogi. Annað tækifæri til að berja sjónarspilið augum gefst strax í febrúar. Innlent 20.12.2024 15:38 Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. Innlent 20.12.2024 15:32 Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 20.12.2024 14:46 Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Innlent 20.12.2024 12:43 „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. Innlent 20.12.2024 12:32 Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Innlent 20.12.2024 12:25 Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. Innlent 20.12.2024 12:12 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 20.12.2024 11:42 Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn. Innlent 20.12.2024 11:38 Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. Innlent 20.12.2024 11:34 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. Innlent 20.12.2024 09:45 Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Ríflega 150 milljóna króna styrkur sem Reykjavíkurborg fékk frá Evrópusambandinu verður nýttur til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Hann er hluti af stærri styrk sem Umhverfisstofnun hlaut vegna innleiðingar vatnaáætlunar á Íslandi. Innlent 20.12.2024 09:23 Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma. Innlent 20.12.2024 09:22 Vill að stjórn FH fari frá Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Innlent 20.12.2024 08:52 Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Öll lendum við stundum í veseni. Skrifum óvart niðrandi hluti um konur á bloggsíðu eða krotum á myndir af kunningjum okkar í einhverri skólabyggingu úti á landi. Innlent 20.12.2024 07:01 Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Innlent 20.12.2024 06:35 Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sögð verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Innlent 20.12.2024 06:29 Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkamsárásar þar sem grunaður árásarmaður var handtekinn. Innlent 20.12.2024 06:13 Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu. Innlent 19.12.2024 23:19 Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. Innlent 19.12.2024 22:00 Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. Innlent 19.12.2024 21:10 Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. Innlent 19.12.2024 19:03 Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar og munu kynna stjórnarsáttmála um helgina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í Valkyrjunum svokölluðu sem tilkynntu þetta á blaðamannafundi á sjötta tímanum. Innlent 19.12.2024 18:23 Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Innlent 19.12.2024 17:50 Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Slökkvilið af mörgum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um korter í fimm vegna mikils reyks í Ísafoldarverksmiðju við Suðurhraun í Hafnarfirði. Innlent 19.12.2024 16:50 Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Innlent 19.12.2024 16:31 Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Hann verður kynntur þingflokkum á morgun. Formennirnir þrír áætla að ein þeirra fari svo á fund forseta í kjölfarið til að staðfesta skipan ráðuneyta og þannig verði búið að mynda nýja ríkisstjórn um helgina. Innlent 19.12.2024 16:23 Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá magni þeirra fíkniefna sem embættið hefur haldlagt á Keflavíkurflugvelli. Burðardýr beita öllum brögðum virðist vera, til að koma efnunum á göturnar, þar á meðal með því að koma þeim fyrir í pakkningum fyrir asíska núðlusúpu. Innlent 19.12.2024 16:09 Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. Innlent 19.12.2024 13:14 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.12.2024 18:02
Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Svonefndur stjörnumyrkvi varð þegar tunglið gekk fyrir Mars á miðvikudagsmorgun. Áhugastjörnuljósmyndari náði mynd af myrkvanum frá Kópavogi. Annað tækifæri til að berja sjónarspilið augum gefst strax í febrúar. Innlent 20.12.2024 15:38
Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. Innlent 20.12.2024 15:32
Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 20.12.2024 14:46
Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Innlent 20.12.2024 12:43
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. Innlent 20.12.2024 12:32
Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Innlent 20.12.2024 12:25
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. Innlent 20.12.2024 12:12
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 20.12.2024 11:42
Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn. Innlent 20.12.2024 11:38
Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. Innlent 20.12.2024 11:34
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. Innlent 20.12.2024 09:45
Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Ríflega 150 milljóna króna styrkur sem Reykjavíkurborg fékk frá Evrópusambandinu verður nýttur til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Hann er hluti af stærri styrk sem Umhverfisstofnun hlaut vegna innleiðingar vatnaáætlunar á Íslandi. Innlent 20.12.2024 09:23
Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma. Innlent 20.12.2024 09:22
Vill að stjórn FH fari frá Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Innlent 20.12.2024 08:52
Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Öll lendum við stundum í veseni. Skrifum óvart niðrandi hluti um konur á bloggsíðu eða krotum á myndir af kunningjum okkar í einhverri skólabyggingu úti á landi. Innlent 20.12.2024 07:01
Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Innlent 20.12.2024 06:35
Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sögð verða forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Innlent 20.12.2024 06:29
Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkamsárásar þar sem grunaður árásarmaður var handtekinn. Innlent 20.12.2024 06:13
Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu. Innlent 19.12.2024 23:19
Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. Innlent 19.12.2024 22:00
Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. Innlent 19.12.2024 21:10
Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. Innlent 19.12.2024 19:03
Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar og munu kynna stjórnarsáttmála um helgina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í Valkyrjunum svokölluðu sem tilkynntu þetta á blaðamannafundi á sjötta tímanum. Innlent 19.12.2024 18:23
Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Innlent 19.12.2024 17:50
Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Slökkvilið af mörgum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um korter í fimm vegna mikils reyks í Ísafoldarverksmiðju við Suðurhraun í Hafnarfirði. Innlent 19.12.2024 16:50
Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Innlent 19.12.2024 16:31
Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Hann verður kynntur þingflokkum á morgun. Formennirnir þrír áætla að ein þeirra fari svo á fund forseta í kjölfarið til að staðfesta skipan ráðuneyta og þannig verði búið að mynda nýja ríkisstjórn um helgina. Innlent 19.12.2024 16:23
Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá magni þeirra fíkniefna sem embættið hefur haldlagt á Keflavíkurflugvelli. Burðardýr beita öllum brögðum virðist vera, til að koma efnunum á göturnar, þar á meðal með því að koma þeim fyrir í pakkningum fyrir asíska núðlusúpu. Innlent 19.12.2024 16:09
Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. Innlent 19.12.2024 13:14