Innlent

Ís­land frum­stætt saman­borið við Noreg

Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag.

Innlent

Kinn­hestur frá Ingvari E. Sigurðs­syni í til­efni af nýjum bjór

Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari.

Innlent

Til­kynnt um par að slást

Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að.

Innlent

Norskir kafarar og dular­fullur hraðbankaþjófnaður

Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent

Hús­leit á heimili þekkts brotamanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag.

Innlent

Hraðari af­lögun í Krýsu­vík en áður

Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður.

Innlent

Þess sem stýrir rann­sókn að á­kveða lengd símabanns fanga

Sá sem stýrir sakamálarannsókn ræður því hvort og þá hversu lengi gæsluvarðhaldsfangar sæta símabanni. Þetta segir fangelsismálastjóri, almennt um aðgang sakborninga að símum í fangelsum. Þá hafi lögregla heimild til að hlusta á samtölin sem fangar eiga í fangelsissíma þó það sé afar sjaldgæft að það sé gert.

Innlent

Kanna starfs­hætti, verk­lag og að­stæður

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári.

Innlent

Vöknuðu með rottu upp í rúmi

Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið.

Innlent

Notuðu gröfu til að brjótast inn í hrað­banka

Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi.

Innlent

„Réttu spilin og réttu vopnin“

Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. 

Innlent

„Það er hetja á Múlaborg“

Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar.

Innlent

Hringir dag­lega í brotaþola og lykilvitni

Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma.

Innlent

Stjórn­völd þurfi að bregðast við veðmálavandanum

Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum.

Innlent