Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spila um Forsetabikarinn á HM

Handboltalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar úrslitaleik næsta laugardag um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Póllandi. Strákarnir okkur komust í úrslitaleikinn með öruggum 32-38 sigri gegn heimamönnum.

Handbolti
Fréttamynd

Á­kvæði í samningi Andra tengt brott­hvarfi föður hans

Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýska­landi, getur ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Andri Már Rúnars­son leik­maður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, vann nokkuð öruggan sautján marka sigur á Mexíkó, 41-24, á HM tuttugu og eins árs landsliða í Póllandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum

Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Rúmeníu í fyrsta leik sínum á HM U21-landsliða í handbolta, í dag. Enn er þó allt opið varðandi það að komast áfram í milliriðla mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir bestur í annað sinn

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg, var í annað sinn á ferlinum valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Hann var einnig valinn bestur árið 2023 þegar Magdeburg stóð uppi sem Evrópumeistari líkt og í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir og Ómar Ingi Evrópu­meistarar

Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg er Evrópumeistari í annað sinn á síðustu þremur árum eftir sigur á Füchse Berlín í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru frábærir í leiknum.

Handbolti