Handbolti

„Þessi pása gerði ÍBV gott“

„Fyrir tímabilið þá leit þetta út fyrir að verða mjög spennandi og skemmtilegt mót, eitt það sterkasta í mörg ár, og maður er bara búinn að bíða í ofvæni í þrjá mánuði eftir því að þetta byrji. Það er líka bara geggjað að byrja á þessari bombu á morgun.“

Handbolti

Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik

Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust.

Handbolti

Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik

„Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta.

Handbolti

Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal

Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM.

Handbolti

Tíu smituðust en nýliðarnir samt mættir á HM

Nýliðar Grænhöfðaeyja ætla ekki að láta kórónuveirusmit sex leikmanna, sem og smit þjálfara og fleiri starfsmanna liðsins, koma í veg fyrir að það spili á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í handbolta, í Egyptalandi.

Handbolti