Innherji
Tímaspursmál hvenær kaupaukar tengdir sjálfbærni spretta upp í Kauphöllinni
Það er aðeins „tímaspursmál“ hvenær sjálfbærnitengdir kaupaukar verða innleiddir hjá fleiri skráðum félögum í Kauphöllinni. Kaupaukar af þessu tagi hafa rutt sér til rúms á erlendum hlutabréfamörkuðum og viðmælendur Innherja benda á að nýjungar á sviði sjálfbærni berist iðulega til Íslands með nokkurra ára töf.
Prófkjörsslagur Innherja: Ásdís og Karen keppa um oddvitasætið í Kópavogi
Tvær takast á um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Bankið í ofninum: Hvað þarf til að kenna atvinnubílstjórum að keyra?
Það virðist vera lenska hjá hinu opinbera að hlaða stöðugt utan á skilyrðin sem fylgja hinum ýmsu leyfisveitingum.
Sala Mílu var ekki sala á þjóðareign, segir stjórnarformaður Símans
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans, segir að salan á Mílu hafi verið rökrétt í alla staði en „ákveðins misskilnings“ hafi gætt í umræðu um viðskiptin. Til að mynda hafi Síminn ekki verið að selja eignir sem fjármagnaðar voru af ríkinu. Þetta kemur fram í ávarpi stjórnarformannsins í ársskýrslu Símans sem var birt í morgun.
Þjóð í öfgum
Mikil tækifæri eru í vinnslu og sölu orku til Evrópu og jafnvel mætti færa fyrir því rök að á okkur Íslendingum hvíli siðferðisleg skylda sem aðildarland NATÓ að leggja okkar að mörkum til að efla öryggi í álfunni með þeim hætti. Ísland hefur einkum lagt landfræðilega stöðu sína af mörkum til bandalagsins en ástæða er til að velta því upp hvort að framlag Íslands til NATÓ geti einnig tengst orkuöryggi.
Frumvarpið „vonbrigði,“ auka þarf svigrúm til fjárfestinga erlendis „hraðar og meira“
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, meðal annars tveggja af þremur stærstu sjóðunum, gagnrýna að ekki sé gengið lengra í frumvarpsdrögum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um auknar heimildir þeirra til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum.
Forstjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir samkomulagi við ESB um lækkun tolla
Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, kallar eftir því að stjórnvöld nái samkomulagi við Evrópusambandið um tollaívilnanir svo að liðka megi fyrir sölu á uppsjávarafurðum til ríkja innan sambandsins. Þetta kom fram í máli Gunnþórs á uppgjörsfundi Síldarvinnslunnar í gær.
FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið.
Mesta dagsveltan á gjaldeyrismarkaði í sex ár
Heildarveltan á millibankamarkaði gjaldeyri nam 107 milljónum evra, jafnvirði 15,6 milljarða íslenskra króna, síðastliðinn mánudag þegar Seðlabanki Íslands stóð að baki stærstu gjaldeyrissölu sinni á einum degi í að lágmarki þrettán ár til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar.
Rúmlega þrjátíu milljarðar á innlánsreikningum Auðar
Staða innlána hjá Auði, fjármálaþjónusta Kviku, er rúmlega þrjátíu milljarðar króna og viðskiptavinir bankans telja á annan tug þúsunda. Auður vakti mikla athygli við stofnun fyrir þremur árum því hún bauð hæstu mögulegu innlánsvexti.
Skortstöðum fækkaði í takt við hækkanir í Kauphöllinni
Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands bárust 44 tilkynningar um skortstöður í fyrra en til samanburðar bárust 163 slíkar tilkynningar árið 2020. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit 2022 sem Seðlabankinn birti í morgun.
Fortuna Invest vikunnar: Konur og kauphöllin
Fortuna Invest fjalla þessa vikuna um alþjóðlegan baráttudag kvenna sem haldinn var hátíðlegur þann 8. mars síðastliðinn.
Við getum ekki spáð
Þó við horfumst ekki alltaf í augu við það þá erum við líkleg til að ofmeta breytingar til tveggja ára en vanmeta breytingar næsta áratugar. Eitt af því fáa sem við vitum er að breytingar verða meiri og öðruvísi til lengri tíma litið en við gerum ráð fyrir.
Fjárfestar eiga von á 60 milljörðum í arð, gæti virkað sem vítamínsprauta fyrir markaðinn
Hlutabréfafjárfestar eiga von á því að fá samanlagt nærri 60 milljarða króna í sinn hlut í arð og aðrar greiðslur í tengslum við lækkun hlutafjár á komandi vikum frá þrettán félögum í Kauphöllinni. Það er um þrefalt hærri upphæð en skráð fyrirtæki greiddu út í arð til fjárfesta á öllu árinu 2021.
Vægi hlutabréfa „fullmikið“ í efnahagsreikningi Kviku
Þrátt fyrir að lánastarfsemi Kviku banka hafi skilað góðri afkomu í fyrra þá er hún „afskaplega smá í sniðum“ og stendur undir rúmlega 29 prósentum af heildareignum félagsins. Hlutfall efnahagsreiknings Kviku sem fellur undir útlánastarfsemi er þannig vel undir helmingur þess sem gerist hjá viðskiptabönkunum.
Sóttvarnarhótelin kostuðu ríkið rúma fjóra milljarða
Heildarkostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir fjórir milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á vef Alþingis rétt í þessu.
Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða
Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum.
Svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis verður aukið verulega á næstu árum
Heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum verður rýmkað nokkuð á komandi árum þannig að lögbundið hámark erlendra eigna verður fært úr því að mega vera að hámarki 50 prósent af heildareignum sjóðanna upp í 65 prósent. Mun þessi breyting taka gildi í fimmtán jafn stórum skrefum á árunum 2024 til 2038.
Kvika eignastýring skortselur tryggingafélagið VÍS
Sjóðir í rekstri Kviku eignastýringar hafa verið að skortselja VÍS en í byrjun þessarar viku voru þeir með hreina skortstöðu sem nam 0,53 prósentum af útgefnu hlutafé tryggingafélagsins.
Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi
Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland.
Talsmenn hafta hverfa jafnan á öskuhauga sögunnar
Almenningur hér á landi þarf auðvitað ekkert á milligöngu Hafdísar eða hennar líkum að halda vegna kaupa á áfengi eða annarri matvöru. Þeir sem hafa hag af helsinu þurfa hins vegar á henni að halda og vita sem er að „það er bara best að kjósa framsókn“.
Aukið eftirlit með kafbátum við Ísland til að vernda fjarskiptaöryggi
Ísland veitir gistiríkisstuðning vegna kafbátaeftirlits bandalagsríkja sem farið hefur fram við Ísland frá árinu 2014 vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland. Fram hafa komið vísbendingar þess efnis að rússneskir kafbátar hafi komið sér fyrir nálægt sæstrengjum sem liggja frá landinu.
Netverslunarfrumvarp Hildar flaug í gegnum fyrstu umræðu í þinginu
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir umdeildu lagafrumvarpi um netverslun með áfengi í kvöld sem var svo ekkert deilt um. Frumvarpið heimilar netverslun með áfengi. Málið fer nú fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Von Hildar stendur til þess að loksins muni mál tengt auknu frelsi með áfengi ekki daga uppi í nefnd.
Seðlabankinn í þröngri stöðu, gæti þurft að hækka vexti ofan í kreppuverðbólgu
„Allir tapa á þessu ömurlega stríði Pútíns,“ segir Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance, en efnahagshorfur beggja vegna Atlantshafsins eru orðnar mun dekkri en áður eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust fyrir tólf dögum síðan.
Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum
Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta.
Vaxtahækkanir áfram á dagskrá nema stríðið vindi upp á sig
Óljóst er hvort efnahagslegar afleiðingar af stríðinu í Úkraínu, einkum miklar hækkanir á hrávöruverði, muni hægja á vaxtahækkunarferli Seðlabanka Íslands þegar upp er staðið. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, bendir á að verðbólguhorfur hafi versnað umtalsvert og enn sé útlit fyrir að hagvöxtur verði þokkalegur á þessu ári.
Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar
Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal.
Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar
Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri.
Íslensk öryggismál ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins
Vegna Úkraínustríðsins hafa dúkkað upp skoðanir um að þess vegna þurfi að hyggja að nýju að hernaðarlegu öryggi Íslands. Umræða um öryggismál er af hinu góða en þarf að byggja á réttum forsendum. Þá kann hún að valda fólki óþörfu áhyggjum með tali um ógn við Ísland í tengslum við innrásina í Úkraínu og harmleikinn þar.
Dagur í lífi Sigþrúðar: Morgunhani sem vill að fjölskyldan borði saman
Sigþrúður Ármann er atvinnurekandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún vaknar eldsnemma til að hreyfa sig og á það til að sofna í leikhúsum og saumaklúbbum, enda kvöldsvæf með eindæmum. Hún segir enga tvo daga eins hjá sér og vill helst að aðrir eldi kvöldmatinn, því eldamennska er ekki hennar sterkasta hlið.