Innherji
Launaskrið ríkisforstjóra fékk blessun frá bankaráðsformanni
Það hefur gerst oftar einu sinni og oftar en tvisvar að rausnarlegar launahækkanir til handa háttsettum embættismönnum og ríkisforstjórum hleypi illu blóði í vinnumarkaðinn og kyndi þannig undir launahækkanir. Þetta er þrálátt og í senn hvimleitt vandamál fyrir atvinnulífið sem á mikið undir því að umsamdar hækkanir endurspegli hversu mikil verðmæti eru raunverulega til skiptanna.
Anna Hrefna aðstoðarframkvæmdastjóri og Páll Ásgeir forstöðumaður hjá SA
Anna Hrefna Ingimundardóttir, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tók við starfinu í dag.
Áslaug Hulda þiggur ekki sætið í Garðabæ
Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem sóttist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ á dögunum, ætlar ekki að þiggja annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Innherja.
Kísilverið á Bakka réttum megin við núllið eftir hækkanir á verði kísilmálms
Kísilverið á Bakka skilaði jákvæðri rekstarafkomu í fyrra eftir „uppörvandi frammistöðu“ á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu þýska félagsins PCC, sem er aðaleigandi kísilversins.
„Djúpstæð óánægja“ meðal lífeyrissjóða, innlend eignasöfn gætu orðið ósjalfbær
Ef það verða of miklar hömlur á fjárfestingar lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum þá er hætta á því að stórir sjóðir „neyðast til að fjárfesta í innlendum eignum umfram það sem þeir telja æskilegt“ út frá hagsmunum sinna sjóðfélaga. Við það skapast „talsverð hætta á ruðningsáhrifum og bólumyndun á innlendum eignamarkaði sem getur leitt til þess að innlend eignasöfn lífeyrissjóða verði að einhverju leyti ósjálfbær til framtíðar.“
Nýsköpunarfyrirtækið Curio metið á fjóra milljarða við kaup Marels í fyrra
Marel greiddi 408 milljónir króna þegar félagið bætti við sig um 10,7 prósenta hlut í íslenska hátæknifyrirtækinu Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, í byrjun síðasta árs en eftir þau kaup fór Marel með helmingshlut. Miðað kaupverðið á þeim hlut var Curio því verðmetið á samtals rúmlega 3,8 milljarða króna í viðskiptunum.
Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum
Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita.
Marel borgaði yfir fimm milljarða fyrir hátæknifyrirtækið Völku
Áætlað kaupverð Marels á íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað, er samtals vel á sjötta milljarð króna. Tilkynnt var um kaup Marels á fyrirtækinu um mitt síðasta ár en þau kláruðust undir lok nóvembermánaðar eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gefið samþykki sitt fyrir samruna félaganna.
Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis „mjög jákvætt skref“
Seðlabanki Íslands telur að áform fjármála- og efnahagsráðherra um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum í áföngum allt fram til ársins 2038 séu „mjög jákvætt skref“. Það sé ljóst að þegar ferðaþjónustan tekur við sér af fullum krafti þá „munum við þurfa á lífeyrissjóðunum að halda við að kaupa þann gjaldeyri“ sem mun streyma til landsins.
Dagur í lífi Nönnu: Mikill aðdáandi to-do lista
Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Húsheildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Henni finnst best að byrja daginn á að svitna og fátt notalegra en að elda kvöldmat heima á kvöldin. Hádeginu ver hún helst með vinum og leggur á ráðin.
Þörf fyrir skrifstofur hefur ekki minnkað eftir faraldurinn, segir forstjóri Regins
Kórónuveirufaraldurinn hafði ekki marktæk áhrif á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði eða að minnsta kosti ekki eftir húsnæði sem uppfyllir auknar kröfur fyrirtækja og starfsfólks um gæði. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins.
Almennir fjárfestar orðnir „ansi sjóaðir“
Örvar Snær Óskarsson, sjóðstjóri Eldgjár, blandaðs sjóðs á vegum Kviku eignastýringar, býst ekki við því að hræringar síðustu vikna á hlutabréfamarkaði muni fæla almenna fjárfesta frá markaðinum. Hann gerir ráð fyrir að áform um nýskráningar á þessu ári muni ganga eftir en þær hafa verið einn stærsti drifkrafturinn að baki aukinni þátttöku almennra fjárfesta.
Bankið í ofninum: Leigubíla saknað á djamminu
Það heyrast hrakfallasögur úr miðborginni hverja helgi. Vandamálið er ekki að það þurfi að draga fólk af djamminu, heldur lendir það í því að verða innlyksa á djamminu og komast hvergi.
Hispurslaus kveðja Baldvins
Nýjan tón mátti merkja í hispurslausu ávarpi Baldvins Þorsteinssonar, fráfarandi stjórnarformanns Eimskips, í ársskýrslu Eimskips sem kynnt var fyrir aðalfund félagsins í gær.
Stórtækra aðgerða þörf af hálfu spítalans til að mæta kostnaðarhækkunum
Ef ekki er gripið til stórtækra aðgerða af hálfu Landspítala og heilbrigðiskerfisins í víðara samhengi er því spáð að vinnuaflsþörf muni aukast um um það bil 36 prósent og kostnaður um um það bil 90 prósent í náinni framtíð.
VÍS vill breikka tekjustoðir félagsins og „horfir til tækifæra á markaði“
VÍS hefur að „undanförnu haft til skoðunar möguleika til útvíkkunar á ýmiskonar fjármálatengdri starfsemi sem fellur vel“ að tryggingafélaginu.
Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda
Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið.
Tölvuþrjótur sendi 400 tilhæfulausa reikninga í nafni Orra Vignis
Um 400 einstaklingar tengdir framkvæmdastjóra Frumherja fengu senda tilhæfulausa reikninga í nafni hans nú í morgun. Bíræfinn einstaklingur bjó til reikning í nafni framkvæmdastjórans. Yfirmaður netöryggisráðgjafar hjá Deloitte segist merkja aukningu í veiðipóstum sem beint er að stjórnendum fyrirtækja.
Fortuna Invest vikunnar: Hversu vel fylgdist þú með viðskiptafréttum?
Í þetta sinn athuga Fortuna Invest hversu vel lesendur Innherja fylgdust með viðskiptafréttum í vikunni.
Skaðabótaskylda ríkisins vegna sóttvarnaraðgerða?
Ljóst er að heilbrigðiskerfið verður að aðlaga sig að verkefnum sínum en ekki samfélagið að heilbrigðiskerfinu. Í því samhengi er eðlilegt að velta því upp hvort rétt sé að líta á mögulegt álag á heilbrigðiskerfið sem málefnalega ástæðu fyrir skerðingu á stjórnarskrárvörðum réttindum landsmanna. Með öðrum orðum, hvort stjórnvöld geti notað vanrækslu á lögbundinni skyldu sinni til að réttlæta inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi landsmanna.
Veitingastaðir fá hvert höggið á fætur öðru á kostnaðarhliðinni
Mjög margir veitingastaðir eru í erfiðri stöðu um þessar mundir eftir að hafa glímt við hverja áskorunina á fætur annarri á síðustu tveimur árum. Miklar launahækkanir, í bland við hækkun aðfangaverðs, munu að öllu óbreyttu fara beint út í verðlagið eða leiða til frekari hagræðingaraðgerða. Þetta segir Gunnar Örn Jónsson, annar eigenda veitingastaðarins XO.
Hrein framvirk gjaldeyrisstaða stækkaði um 139 milljarða frá byrjun árs 2021
Á síðasta ári mátti greina aukinn áhuga viðskiptavina hjá bönkunum á því að verja sig fyrir styrkingu krónunnar. Sést það bæði á framvirki stöðu bankanna í erlendum gjaldmiðli og fjölda samninga og mótaðila í slíkum samningum. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabanki Íslands birti í morgun.
Það er hægt að eiga varasjóð þótt heimilið skuldi húsnæðislán
Raunveruleikinn er sá að skuldlaus heimili eru jafn sjaldgæf og skuldlaus fyrirtæki. Það eru bara einhyrningar eða erfðaprinsar og -prinsessur, ekki ég eða þú. Þannig þarf að eiga varasjóð þótt það séu skuldir á efnahagsreikningi heimilisins. Fjölskyldan þarf að eiga 5 til 6 mánaða útborguð laun á reikningi sem er aðgengilegur innan 3 til 6 mánaða.
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“
Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“
Enn „töluverður kraftur“ í kortaveltu heimila
Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 82,3 milljörðum króna og jókst um 13 prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er álíka vöxtur og var í janúar. Ef litið er aftur til febrúar 2020 nemur aukningin 4,5 prósentum. Þetta má lesa úr nýbirtum kortaveltugögnum Seðlabanka Íslands.
Hafa „hert róðurinn“ til að semja við ESB um lækkun tolla á sjávarafurðum
Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum „hert róðurinn“ varðandi kröfu um bætt aðgengi fyrir íslenskar sjávarafurðir að mörkuðum innan Evrópusambandsins og haldið á lofti kröfu um fulla fríverslun fyrir sjávarafurðir. Þetta kemur fram í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Innherja.
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár
Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu.
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“
Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu.
Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða „ekkert síður áhættusamar,“ meiri sveiflur í ávöxtun
Raunávöxtun erlendra eigna íslensku lífeyrissjóðanna hefur sveiflast meira heldur en innlendra á árunum 2000 til 2020. Það skýrist að hluta til af því að vægi skuldabréfa, sem flöktir að jafnaði minna en hlutabréfa, er hátt í innlendum eignum sjóðanna en í tilfelli erlendu eignanna er hlutfall hlutabréfa talsvert meira.
Einar Egils og Guðjón til Skots
Leikstjórarnir Guðjón Jónsson og Einar Egilsson hafa gengið til liðs við framleiðslufyrirtækið Skot Productions.