Áformar að styrkja fjárhagsstöðuna eftir helmingslækkun á Marel
Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu.
Tengdar fréttir
Stokkað upp í stjórn stærsta fjárfestingafélags landsins
Á aðalfundi Eyris Invest fyrr í þessum mánuði var Kristín Pétursdóttir, sem hefur lengst af starfað í fjármálageiranum og var um tíma stjórnarformaður Kviku banka, kjörin ný inn í stjórn fjárfestingafélagsins.
Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu
Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst.
Stærsta sjóðastýringarfyrirtæki heims keypti í Marel fyrir á fjórða milljarð
Vísitölusjóðir bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Vanguard keyptu nánast öll þau bréf í Marel sem voru seld í sérstöku lokunaruppboði í Kauphöllinni síðasta föstudag í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu.