Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Bikarúrslitaleikur karla fer fram á föstudagskvöldið á Laugardalsvellinum en þarna eru ekki bara Valur og Vestri að mætast heldur einnig dönsku bræðurnir Patrick og Jeppe Pedersen. Íslenski boltinn 20.8.2025 06:31
KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ. Íslenski boltinn 19.8.2025 15:30
Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ „Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana. Íslenski boltinn 19.8.2025 12:34
Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn 19.8.2025 08:33
Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn 18.8.2025 14:45
Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Einn allra besti fótboltaleikur ársins fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar FH vann loksins sigur á gervigrasi, 5-4 gegn sjálfum Íslandsmeisturum Breiðabliks. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 18.8.2025 12:49
„Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Máni Pétursson flutti þrumuræðu í Subway Tilþrifunum í gærkvöld og sagði það sorglega stöðu að Stjarnan hefði talið sig þurfa að kaupa þrjá útlendinga inn í fótboltalið sitt á skömmum tíma. Nú hlyti krafan að vera Íslandsmeistaratitill í haust, annars væri um misheppnaða tilraun að ræða. Íslenski boltinn 18.8.2025 12:33
Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Eftir að hafa daðrað við fallbaráttu er FH komið í baráttu um að vera í efri helmingi Bestu deildar karla eftir gott gengi í síðustu leikjum. Það er ekki síst framherjanum Sigurði Bjarti Hallssyni að þakka en hann hefur verið óstöðvandi að undanförnu. Íslenski boltinn 18.8.2025 11:31
Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Íslenski boltinn 18.8.2025 10:30
„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:46
Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 21:32
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins. Íslenski boltinn 17.8.2025 18:32
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Víkingur kom til baka eftir gríðarlegt svekkelsi í Kaupmannahöfn og batt þar að auki enda á fimm leikja hrinu sínu án deildarsigurs þegar liðið sótti þrjú stig í viðureign sinni við ÍA í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á ELKEM-vellinum á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 17.8.2025 17:16
Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Afturelding og KA skildu jöfn í frábærum knattspyrnuleik að Varmá í dag. KA liðið leiddi 0-1 í hálfleiknum, en eftir fimm mörk og eitt varið víti þá var niðurstaðan 3-3 jafntefli, í leik þar sem báðum liðum fannst þau eiga stigin þrjú skilin. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:16
Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Íslenski boltinn 17.8.2025 18:36
Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar Þór vann afar dýrmætan 1-0 sigur gegn ÍR í Breiðholti í dag. Óhætt er að segja að toppbaráttan í Lengjudeildinni í fótbolta sé núna í algjörum hnút. Íslenski boltinn 17.8.2025 18:05
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:53
Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Eftir að hafa verið ósigraðir í fyrstu sautján leikjum sínum í Lengjudeild karla tapaði Njarðvík fyrir Þrótti, 2-3, á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 17.8.2025 16:30
Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Stjarnan tók á móti Vestra í 19. umferð Bestu deildar karla á Samsungvellinum í Garðabæ í dag. Heimamenn fóru með sigur af hólmi í hörkuleik sem endaði 2-1, og tryggðu sér þar með dýrmæt þrjú stig í efri hluta deildarinnar. Íslenski boltinn 17.8.2025 13:16
Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið ÍBV gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir topplið Vals, 4-1, í 19. umferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 7. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 17.8.2025 13:16
Aðlögunar krafist eftir U-beygju Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 17.8.2025 09:00
Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Breiðablik er Mjólkurbikarmeistarar eftir 3-2 sigur á FH á Laugardalsvellinum eftir jafnan og æsispennandi úrslitaleik. Breiðablik hefur tapað síðustu þremur úrslitaleikjum í bikarnum stóð uppi sem sigurvegari í dag. Íslenski boltinn 16.8.2025 15:03
Fáar spilað leik á þessum velli „Mér líður rosalega vel og þetta er eitthvað sem við erum búnar að vera bíða eftir síðan við unnum undanúrslitaleikinn,“ segir Arna Eiríksdóttir fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag. Íslenski boltinn 16.8.2025 12:00
„Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Spennan hefur verið að magnast jafnt og þétt,“ segir Agla María Albertsdóttir fyrirliði Blika, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH sem fram fer á Laugardalsvelli í dag klukkan fjögur. Íslenski boltinn 16.8.2025 09:02
„Allt er þegar þrennt er“ „Ég er bara að hugsa um eitt núna og það er að vinna bikarinn,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Íslenski boltinn 15.8.2025 17:31
Allar tilfinningarnar í gangi „Maður er bara auðmjúkur, ánægður, tilhlökkun og spenntur og maður er að upplifa allar tilfinningarnar, en að sama skapi einbeittur á verkefnið,“ segir Guðni Eiríksson þjálfari FH sem mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu klukkan fjögur á Laugardalsvelli á morgun. Íslenski boltinn 15.8.2025 15:45