Íslenski boltinn

Fréttamynd

Á góðum stað fyrir mikil á­tök

„Ég held það sé gríðarlega mikilvægt að mæta í þessa Evrópuleiki þegar liðið er fullt af sjálfstrausti og á góðu róli bæði í deild og bikar,“ segir Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, í aðdraganda Evrópuleiks kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Búnir að vera á smá hrak­hólum“

„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ás­geir og Hrannar heiðruðu Jota

Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Varð full­orðinn úti

Óskar Borgþórsson segist vera spenntur fyrir komandi tímum hjá Víkingi. Hann segist hafa lært að verða fullorðinn úti í Noregi þegar hann var í atvinnumennskunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“

KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár.

Íslenski boltinn