Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögu­legum leik

Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Kominn úr banni en gleðin enn týnd

Það er ekkert leyndarmál að Jimmy Butler hefur ekki áhuga á að spila meira með Miami Heat. Pat Riley, forseti félagsins, vill hins vegar ekki skipta honum burt og má segja að málið sé í fullkomnum hnút.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki

Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Ár­mann - Hamar/Þór 65-94 | Ár­menningar engin fyrir­staða

Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Er Jokic bara að djóka?

Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets á föstudagskvöldið eftir stutta hvíld vegna meiðsla. Það var þó ekki að sjá á leik hans að hann væri að jafna sig á meiðslum en kappinn bauð upp á þrefalda tvennu eins og svo oft áður.

Körfubolti