VÆB opnar verslun í Kringlunni Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur. Lífið 7.5.2025 14:14
Reyndi við þrjár milljónir Jón Gunnar Vopnfjörð sló rækilega í gegn í Spurningaspretti á laugardaginn á Stöð 2. Lífið 7.5.2025 13:32
Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. Lífið 7.5.2025 12:36
Ný stikla úr GTA VI Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026. Lífið 6.5.2025 17:52
Allt til alls til að kenna björgun mannslífa „Við erum hér að undirbúa æfingar þar sem fólk getur undirbúið sig í allskonar aðstæðum,“ segir Þorsteinn Jónsson hjá HermÍs sem er sameiginlegt færnisetur Háskóla Íslands og Landspítalans. Sindri Sindrason leit við hjá HermÍs fyrir Ísland í dag. Lífið 6.5.2025 16:00
Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Tónlistarfólkið og hjónin, Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, sem landsmenn þekkja vel úr Eurovision-hópnum Daða og gagnamagnið, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Borgarhraun í Hveragerði. Hjónin greiddi 86 milljónir króna fyrir. Lífið 6.5.2025 15:48
Sígild sumarterta að hætti Dana Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Lífið 6.5.2025 14:31
Verzló vann MORFÍs Lið Verzlunarskóla Íslands var hlutskarpast í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í ár. Úrslitin fóru fram á Hilton Nordica-hótelinu á miðvikudag, þar sem Verzló mætti Menntaskólanum við Sund. Lífið 6.5.2025 13:48
Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Í fyrsta þættinum af Stóra Stundin á Stöð 2 var fylgst með fæðingu barns en þau Aníta Rós Tómasdóttir og Smári Kristinsson áttu þá von á sínu þriðja barni. Lífið 6.5.2025 11:30
Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Leikkonan Jennifer Aniston var stödd heima hjá sér þegar maður keyrði bíl gegnum hliðið að heimili hennar í Los Angeles. Öryggisvörður Aniston yfirbugaði manninn, sem er á áttræðisaldri, áður en lögregla kom á vettvang og handtók hann. Lífið 6.5.2025 10:41
Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason, viðskiptastjóri hjá Isavia, eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig í borg ástarinnar, París, þann 2. maí síðastliðinn. Lífið 6.5.2025 09:09
Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Það er óhætt að segja að pörin í Viltu finna milljón hafi fengið skemmtilegt verkefni á dögunum þegar átti að plana skemmtilegt stefnumót með makanum sínum. Stefnumótið mátti ekki kosta meira en fjögur þúsund krónur. Lífið 5.5.2025 18:22
Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Ofurfyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmæli sínu með glæsibrag í New York á dögunum. Á meðal gesta voru nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood, þar á meðal kærastinn hennar, leikarinn Bradley Cooper. Hadid deildi myndum úr veislunni á Instagram-síðu sinni. Lífið 5.5.2025 15:54
Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. Lífið 5.5.2025 15:21
Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eru orðin foreldrar. Parið eignuðust stúlku þann 1. maí síðastliðinn. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 5.5.2025 14:32
Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Maímánuður er genginn í garð með tilheyrandi gleði og hækkandi sól. Stjörnur landsins skinu skært í vikunni, hvort sem það var í boði á Bessastöðum, á auglýsingaskiltum erlendis eða á hlaupum í utanvegahlaupinu Puffin Run í Vestmannaeyjum. Lífið 5.5.2025 10:57
Áttu sturlaða stund á Times Square „Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá. Lífið 5.5.2025 09:39
The Wire og Sopranos-leikari látinn Bandaríski leikarinn Charley Scalies sem þekktur er fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum The Wire og The Sopranos, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést fyrsta dag maímánaðar, en hann hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn um nokkurt skeið. Lífið 5.5.2025 08:33
Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Halldór Armand rithöfundur segist árum saman hafa átt í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig og þegar það hafi breyst hafi allt breyst í skrifum hans. Halldór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa kynnst því á eigin skinni að ákveðnum sjónarmiðum megi helst ekki velta upp í meginstraumsumræðu á Íslandi. Hann óttast þó að viðbrögð við woke-ismanum gæti orðið enn verra en öfga woke. Lífið 5.5.2025 07:00
Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi. Lífið 4.5.2025 23:12
Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og á von á sínu fyrsta barni í haust. Lífið 4.5.2025 20:35
Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. Lífið 4.5.2025 20:04
Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Þórhallur Steingrímsson fór ásamt konu sinni, Mariu Gomes Rodrigues, á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu. Áætlað er að tvær milljónir manna hafi verið viðstödd tónleikana sem fóru fram í gær. Þórhallur varð ekki var við handtökur vegna sprengjutilræða en segir öryggisgæsluna hafa verið gríðarmikla. Lífið 4.5.2025 19:53
Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Sílesk-bandaríski stórleikarinn Pedro Pascal er staddur í Reykjavík. Lífið 4.5.2025 16:15