Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. Lífið 27.8.2025 07:02
Skiptir stærðin raunverulega máli? Það er algeng mýta að stærra typpi sé ávísun á betra kynlíf. Typpastærð getur verið mikið áhyggjuefni hjá karlmönnum þar sem þeir óttast að standa sig ekki í stykkinu og fullnægja bólfélaga sínum. Lífið 26.8.2025 22:04
Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Ásmundarsalur fylltis af lífi og lit þegar þrjár sýningar af dansverkinu Venus fóru fram við frábærar undirtektir núna í ágúst. Verkið, sem er eftir danshöfundana Önnu Guðrún Tómasdóttur og Bjarteyju Elínu Hauksdóttur, þorir að ögra, ýkja og spyrja stórra spurninga um eðli kyns og líkama. Lífið 26.8.2025 20:01
Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Listamannsferill Þuríðar Sigurðardóttur spannar sex áratugi. Lífið 26.8.2025 12:00
Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Fyrsta stiklan fyrir aðra seríu grínþáttanna Bannað að hlæja er komin á Vísi. Í þáttunum býður Auðunn Blöndal 25 fyndnum einstaklingum í fimm ólík matarboð og kemst einn áfram í hverjum þætti í lokamatarboð. Eina reglan er: það er bannað að hlæja. Lífið 26.8.2025 11:15
Dansinn dunaði á Menningarnótt Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni. Lífið 26.8.2025 10:02
Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. Lífið 26.8.2025 09:28
Lil Nas X laus gegn tryggingu Bandaríska rapparanum Lil Nas X hefur verið sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna. Lífið 26.8.2025 07:48
„Blessaður, þú ert með heilaæxli“ „Ég er alls ekki að leitast eftir vorkunn heldur langar mig bara að vekja athygli á því að fólk þarf að finna sínar leiðir og ég fann mína,“ segir Atli Þór Sigurðsson sem var að gefa út plötuna Heilakvel. Atli greindist með heilaæxli í fyrra og syngur um reynsluna. Lífið 26.8.2025 07:04
Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni. Lífið 25.8.2025 23:29
Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman hefur sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 78 fermetrar að stærð á þriðju hæð í litlu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1940. Ásett verð er 69,9 milljónir. Lífið 25.8.2025 20:00
Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Bandaríski rapparinn Lil Nas X hefur verið ákærður fyrir fjögur brot á alríkislögum. Hann var handtekinn fyrir helgi á meðan hann ráfaði um götur Los Angeles-borgar á nærfötunum og í kúrekastígvélum. Lífið 25.8.2025 19:45
Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari, deilir hér einfaldri uppskrift af ljúffengum hafra- og bananaklöttum sem er tilvalinn kostur í nestisboxið hjá krökkunum eða sem sætur biti með kaffinu. Lífið 25.8.2025 18:01
Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. Lífið 25.8.2025 15:02
Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, segir að hegðun unnusta síns, Benedikts Bjarnasonar tölvunarfræðings, hafi vakið hjá henni grun um að hann myndi biðja hennar þegar þau voru í ferðalagi í Mexíkó síðastliðinn apríl. Lífið 25.8.2025 14:55
„Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Met var slegið í söfnun áheita í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en yfir 320 milljónir króna hafa safnast til hinna ýmsu málefna. Sá efsti á lista hlaupara safnaði yfir þremur milljónum fyrir styrktarsjóð vegna endurhæfingar sonar síns. Lífið 25.8.2025 13:31
Fagurkeri selur miðbæjarperlu Ofurskvísan Elma Dís Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Play og lífskúnstner með meiru, hefur sett bjarta og fallega íbúð sína á Frakkastíg á sölu. Íbúðin er tæpir 67 fermetrar og ásett verð er tæpar 70 milljónir. Lífið 25.8.2025 13:01
„Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Hjálmar Örn Jóhannsson grínisti segist vera að upplifa æskudrauminn með því að vinna við að tala um enska boltann og skemmta fólki. Hann segist þakklátur fyrir öll tækifærin sem hann hafi fengið, en á sama tíma virki lífið þannig að maður verði að endurnýja sig með reglulegum hætti til að fá ekki leið á hlutum. Lífið 25.8.2025 12:00
Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær. Lífið 25.8.2025 11:03
Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Liðin helgi var viðburðarík og lífleg hjá stjörnum landsins. Hlauparar reimuðu á sig skóna fyrir Reykjavíkurmaraþonið og mannlífið iðaði þegar Menningarnótt var haldin hátíðleg með fjölbreyttri dagskrá. Að auki loguðu samfélagsmiðlar af ást og rómantík í brúðkaupum helginnar. Þá klæddust fjölmargir bleikum fötum um helgina og heiðruðu minningu Bryndísar Klöru. Lífið 25.8.2025 10:07
Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Bikarmeistarar Vestra fengu konunglegar móttökur á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þegar þeir komu heim eftir frækinn sigur á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Lífið 24.8.2025 22:50
Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hljóp berfættur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og kom í mark á tæplega sjö klukkutímum með illa farnar tær. Lífið 24.8.2025 15:05
Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Tónlistarmennirnir Pétur Ben, Gunni Hilmars úr Sycamore Tree og Frosti Logason og Frosti Gringo úr hljómsveitinni Mínus tóku allir pásu í miðju tíu kílómetra hlaupi í gær til að halda tónleika. Þeir fluttu lagið „Kings of the underpass“ sem samið var um Loft Gunnarsson sem lést árið 2012. Lífið 24.8.2025 14:00
Skúli hannaði hof fyrir Grímu Brúðkaup Skúla Mogensen athafnamanns og Grímu Bjargar Thorarensen innanhúshönnuðar fór fram í hofi sem Skúli hafði hannað sérstaklega fyrir brúðkaupið. Lífið 24.8.2025 11:47