Lífið

Insta-Grammy: Brotin verðlaun, Gucci og BTS

Um helgina fór Grammy verðlaunahátíðin fram og voru stjörnurnar duglegar að deila myndum frá viðburðinum á sínum persónulegu miðlum. Íslendingar áttu góða fulltrúa á hátíðinni sem voru glæsileg á rauða dreglinum.

Lífið

Óskarsvaktin fer yfir hátíðina og eftirmála hennar

Óskarvakt Vísis í ár skipuðu þær Dóra Júlía og Elísabet Hanna. Þær hafa nú tekið saman stærstu mál Óskarsins 2022 og sett þau í svokallaðan uppgjörsþátt, um hátíðina og allt sem henni hefur fylgt. Kjólarnir, tískan, kynnarnir, atvikið sem allir eru að tala um og eftirmálar þess.

Lífið

„Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta“

„Mér finnst afskaplega gott að fjalla um þessa hluti sem við forðumst að tala um,“ segir leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir. Hún glímdi við ófrjósemi í fimm ár áður en hún og Sveinn Geirsson eiginmaður hennar eignuðust tvíburadrengi árið 2012. 

Lífið

Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf

Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017.

Lífið

Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum

Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 

Lífið

Óhugsandi að flytja frá börnunum

Halla Margrét Jóhannesdóttir er 38 ára umsjónarmaður á friðlýstu svæði í Ardeche héraði í Frakklandi. Hún býr þar ásamt börnunum sínum tveimur Eyjulín sem er 8 ára og Ámunda Loup sem er 6 ára.

Lífið

Guðrún Helga Sørtveit á von á öðru barni

Trendnet bloggarinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit á von á sínu öðru barni með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni. Guðrún sagði frá þessum gleðifréttum á Instagram í dag. 

Lífið

Skreytum hús: DIY panelveggur í barnaherbergi

Soffía Dögg Garðarsdóttir stjórnandi Skreytum hús er nýjasti pistlahöfundur Lífsins á Vísi. Soffía Dögg hefur í mörg ár haldið uppi Skreytum hús bloggsíðunni og samnefndum Facebook-hópi og er hún einnig þáttastjórnandi Skreytum hús þáttanna hér á Lífinu á Vísi.

Lífið

Estelle Har­ris er látin

Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 

Lífið

Mikilvægt að elta ástríðuna: „Glamúrinn er takmarkaður í byrjun“

Þið hafið kannski séð hana á bak við búðarborð að gera ljúffengar acai skálar á óþægilega miklum hraða, að pressa hlassþungri stöng með lóðum yfir hausinn á sér niðri í Crossfit Reykjavík, jafnvel á Tiktok rúntinum, Instagram eða á YouTube að sýna okkur af hverju þetta hársprey er snilld. 

Lífið

Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést

„Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein.

Lífið

Opna Sirkus á ný

Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé.

Lífið