Lizzo segir ásakanir um fitusmánun vera ósannar Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 13:21 Grammy-verðlaunahafinn Lizzo á BottleRock Napa Valley tónlistarhátíðinni sem fram fór í maí á þessu ári. Ap/Invision/Amy Harris Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi. Í yfirlýsingu segir tónlistarkonan síðustu daga hafa verið „átakanlega erfiða og hún fundið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.“ „Yfirleitt vel ég að bregðast ekki við ósönnum ásökunum en þessar eru eins lygilegar og þær hljóma og of svívirðilegar til láta ósvarað,“ kemur fram í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Instagram. Dansararnir Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez hafa höfðað mál gegn Lizzo, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtæki Lizzo sem nefnist Big Grrrl Big Touring (BGBT). Í gögnum málsins er minnst á kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Lizzo er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Hin meinta frelsissvipting snýr að því að öryggisvörður hafi meinað Davis að yfirgefa svæði eftir hitafund með Lizzo þar sem Davis var sagt upp störfum. Öryggisvörðurinn hafi viljað leita að upptöku í síma hennar sem hún tók á fyrri fundi. Ásakanir um meinta fitusmánun Lizzo hafa vakið athygli í ljósi þess að hún hefur verið ötul talskona fyrir jákvæðri líkamsímynd. Lögsóknin inniheldur einnig ásakanir um trúarlega og kynþáttalega áreitni og mismunun af hendi dansfyrirliðans og stjórnendum framleiðslufyrirtækisins sem er jafnframt sakað um að hafa haft af dönsurunum laun. Telur spurningar Lizzo hafa verið dulin leið til að velta upp þyngd hennar Í yfirlýsingu sinni segir Lizzo að ásakanirnar komi frá fyrrverandi starfsfólki sem hafi verið tjáð að hegðun þeirra á tónleikaferðalagi væri óviðeigandi og ófagmannleg. Þetta hafi dansararnir viðurkennt opinberlega og vísar að öllum líkindum til þess að í lögsókninni er talað um að starfsfólk framleiðslufyrirtækisins hafi skammað dansara fyrir „ólíðandi og vanvirðandi“ hegðun án þess að tilgreina nánar hver sú hegðun var. Að sögn dansararanna voru þær sagðar vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar hafi verið notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna. Hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Þá heldur einn dansaranna því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Taki líkamsvirðingu alvarlega „Ég er ekki hér til að mála mig sem fórnarlamb en ég veit að ég er ekki það illmenni sem fólk og fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af síðustu daga,“ skrifar Lizzo. „Það er ekkert sem tek jafn alvarlega og sú virðing sem við konur eigum skilið í þessum heimi. Ég veit hvernig það er að vera líkamssmánuð á hverjum degi og myndi aldrei nokkurn tímann gagnrýna eða segja upp starfsmanni vegna þyngdar þeirra.“ Yfirlýsingu Lizzo má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Nánar má lesa um ásakanirnar í fyrri frétt Vísis og frétt BBC. Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. 2. ágúst 2023 10:59 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Í yfirlýsingu segir tónlistarkonan síðustu daga hafa verið „átakanlega erfiða og hún fundið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.“ „Yfirleitt vel ég að bregðast ekki við ósönnum ásökunum en þessar eru eins lygilegar og þær hljóma og of svívirðilegar til láta ósvarað,“ kemur fram í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Instagram. Dansararnir Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez hafa höfðað mál gegn Lizzo, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtæki Lizzo sem nefnist Big Grrrl Big Touring (BGBT). Í gögnum málsins er minnst á kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Lizzo er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Hin meinta frelsissvipting snýr að því að öryggisvörður hafi meinað Davis að yfirgefa svæði eftir hitafund með Lizzo þar sem Davis var sagt upp störfum. Öryggisvörðurinn hafi viljað leita að upptöku í síma hennar sem hún tók á fyrri fundi. Ásakanir um meinta fitusmánun Lizzo hafa vakið athygli í ljósi þess að hún hefur verið ötul talskona fyrir jákvæðri líkamsímynd. Lögsóknin inniheldur einnig ásakanir um trúarlega og kynþáttalega áreitni og mismunun af hendi dansfyrirliðans og stjórnendum framleiðslufyrirtækisins sem er jafnframt sakað um að hafa haft af dönsurunum laun. Telur spurningar Lizzo hafa verið dulin leið til að velta upp þyngd hennar Í yfirlýsingu sinni segir Lizzo að ásakanirnar komi frá fyrrverandi starfsfólki sem hafi verið tjáð að hegðun þeirra á tónleikaferðalagi væri óviðeigandi og ófagmannleg. Þetta hafi dansararnir viðurkennt opinberlega og vísar að öllum líkindum til þess að í lögsókninni er talað um að starfsfólk framleiðslufyrirtækisins hafi skammað dansara fyrir „ólíðandi og vanvirðandi“ hegðun án þess að tilgreina nánar hver sú hegðun var. Að sögn dansararanna voru þær sagðar vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar hafi verið notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna. Hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Þá heldur einn dansaranna því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Taki líkamsvirðingu alvarlega „Ég er ekki hér til að mála mig sem fórnarlamb en ég veit að ég er ekki það illmenni sem fólk og fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af síðustu daga,“ skrifar Lizzo. „Það er ekkert sem tek jafn alvarlega og sú virðing sem við konur eigum skilið í þessum heimi. Ég veit hvernig það er að vera líkamssmánuð á hverjum degi og myndi aldrei nokkurn tímann gagnrýna eða segja upp starfsmanni vegna þyngdar þeirra.“ Yfirlýsingu Lizzo má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Nánar má lesa um ásakanirnar í fyrri frétt Vísis og frétt BBC.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. 2. ágúst 2023 10:59 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. 2. ágúst 2023 10:59