Lífið

Nick Cave til Ís­lands

Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. 

Tónlist

Full­orðin og feimin: Átta góð ráð

Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum.

Áskorun

„Lífið verður gott þar til ég dey“

„Þegar ég horfi til baka þá hefur undirmeðvitundin mín aldrei klikkað þó ég hafi ekki alltaf haft vit á því að hlusta á hana,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og lögfræðingur. Hún segir líf hennar hafi breyst til hins betra eftir að hún fór að standa betur með sjálfri sér og hlustað á undirmeðvitundina sem hefur varað hana við aðstæðum og einstaklingum.

Lífið

Á golfsett en bíður eftir réttum kennara

Líney Sif Sandholt starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að reka hreingerningafyrirtækið LS-þrif. Hún lýsir sjálfri sér sem þrjóskri, metnaðarfullri og jákvæðri konu sem elskar að ferðast og skapa minningar með börnunum sínum tveimur.

Makamál

Finna enn gríðar­lega sterk á­hrif Eurovision-myndarinnar

Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka.

Bíó og sjónvarp

Fönguðu hamingjuna og liðin augna­blik á ströndinni á Tenerife

„Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu.

Lífið

Fékk lifur úr pabba sínum sex mánaða gömul

„Ég hef svo margt jákvætt að segja um reynsluna og hef hingað til reynt að einblína á það en það fylgja alltaf neikvæðar tilfinningar sem þarf líka að fá að vinna úr,” segir Sigríður Björk Bragadóttir en dóttir hennar, Úlfey Minevera fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Misheppnuð ígræðsla í Svíþjóð átti eftir að enda með því að faðir hennar, Finnbogi Hans Sævarsson, lagðist undir hnífinn og gaf dóttur sinni hluta af sinni lifur. Úlfey var á þessum tíma einungis sex mánaða og leiða má líkur að því að hún sé einn af yngstu lifrarþegunum hér á landi.

Lífið

Hljómahöllin fagnar 10 ára af­mæli með opnu húsi

Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram.

Lífið

Blue Lights: Fljúgandi start

Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni.

Gagnrýni

„Sjálfs­traustið er besti fylgihluturinn“

Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Glæsi­legt rað­hús Ragn­heiðar til sölu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Lífið

Draumurinn kýldur niður í Eng­landi og Sví­þjóð

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur átti sér lengst af þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta. Fátt annað komst að og hann fór sem unglingur út til Svíþjóðar og Englands til reynslu. Þar var draumurinn hinsvegar kýldur niður og honum sagt að hann væri of lítill.

Lífið

Hlær að sögu­sögnunum um eigin ó­léttu í Eyja­hafi

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt.

Lífið

Verður aftur lag­lega ljóskan Elle Woods

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti.

Bíó og sjónvarp

Gafst ekki upp

Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson gefst ekki upp þó á móti blási. Hann sló í gegn með hönnunarfyrirtæki sínu JÖR sem hann stofnaði ásamt Gunnari Erni Petersen fyrir nokkrum árum.

Lífið

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 

Lífið