Einhleypir þokkasveinar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2025 09:00 Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi sett saman lista yfir glæsilega einhleypa þokkasveina. Með hækkandi sól og lengri dögum færist léttleiki í lífið, og hjörtun slá örar. Sumarið getur verið fullkomið tækifæri til að kynnast nýju fólki, daðra og mögulega finna ástina. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi sett saman lista yfir glæsilega einhleypa þokkasveina sem gætu vel stolið hjarta þínu í sumar. Stefán Einar Stefánsson- 41 árs Stefán hefur stimplað sig inn í huga og hjarta margra í gegnum skjáinn í þættinum Spursmál og er óneitanlega umdeildur. Hann er ekki bara glæsilegur heldur einnig sérfróður um kampavín, maður sem kann að lyfta glasi við rétt tækifæri. Stefán Einar fer um víðan völl á persónulegum nótum í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - 36 ára Miðbæjarprinsinn og eigandi Priksins Geoff er sjarmerandi kúltúrkarl sem þekkir takt íslensks menningarlífs eins og lófann á sér. Hann er með nefið fyrir réttu stemningunni, augun á smáatriðunum – og hjartað á réttum stað. Aron Már Ólafsson -32 ára Aron er einn huggulegasti leikari landsins, þekktur fyrir leik í þáttum eins og Verbúðinni, Svörtum söndum, Ófærð og Venjulegu fólki. Aron var meðal fyrstu samfélagsmiðlastjarnanna á Íslandi og vakti athygli með fyndnum Snapchat-innslögum árið 2015. Einhleypur, sjarmerandi og með húmorinn upp á tíu – Aron er einfaldlega draumur í dós. Aron Már Ólafsson.Vísir/Vilhelm Hektor Bergmann - 20 ára Hektor spilar með knattspyrnufélaginu ÍA á Akranesi. Hann er sonur Ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur og fyrrverandi knattspyrnukappans Garðars Gunnlaugssonar. Það er því ekki furða að hann hafi fengið knattspyrnuhæfileikana og útlitið í sængurgjöf. Sannkallaður gæðadrengur! Ragnar Jónasson rithöfundur - 49 ára Rithöfundurinn Ragnar Jónasson veit hvernig á að halda lesendum við efnið, og hver veit nema næsta saga verði rómantísk? Einhleypur og vel lesinn, með ástríðu fyrir bókmenntum og norrænum dulúðleika. Glæpasagnahöfundurinn vinsæli er ekki bara meistari spennunnar, hann er líka einhleypur. Ragnar Jónasson Jón Davíð Davíðsson - 37 ára Jón Davíð er athafnamaður sem hefur áhrif – hvort sem hann er að opna nýjan stað eða leiða nýja bylgju í menningarlífinu. Með Húrra Reykjavík, Flatey, Yuzu, Auto og Nínu hefur hann breytt landslagi Reykjavíkur á ótrúlega hátt. Einhleypur, stílhreinn og með skýra framtíðarsýn – maður sem fer ekki bara með straumnum heldur skapar hann sjálfur. Magnús Leifsson leikstjóri - 42 ára Magnús, margverðlaunaður leikstjóri, sem er þekktastur er fyrir tónlistarmyndbönd sín og samstarf við margt okkar þekktasta tónlistarfólk. Undanfarið hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir þættina Draumahöllin, þar sem Saga Garðars og Steindi Jr. fara með aðalhlutverkin. Magnús er ekki bara á lausu, heldur líka á flugi! Jóhann Kristófer Stefánsson - 32 ára Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og maðurinn á bak við Æði-seríurnar fimm. Forvitni og innsæi einkenna hann, sem gerir honum kleift að vera alltaf með á nótunum. Hann hefur einstaka hæfileika til að laða fólk að sér, en heldur einkalífi sínu utan við sviðsljósið. Vilhelm Gunnarsson Arnór Sigurðsson - 25 ára Arnór, sem er landsliðsmaður íslenska karlalandsliðsins, þykir með huggulegri piparsveinum landsins. Skarpir kjálkar og seiðandi augnaráð heilla hverja dömuna á fætur annarri. Hann er óhræddur við að gefa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum innsýn inn í líf sitt, innan sem utan vallarins. Arnór er í toppformi, með góða nærveru og hjarta sem mögulega er á lausu. Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö.Malmö FF Danni Deluxe - 39 ára Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, eða Danni Deluxe. Ljóshærði sjarmurinn með blíða brosið og taktinn á hreinu. Hann byrjaði að snúa plötur aðeins þrettán ára gamall og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi æ síðan. Danni spilar reglulega á helstu klúbbum landsins og var einnig meðlimur í rappsveitinni Bæjarins Bestu, ásamt Dóra DNA og Kjartani Atla Kjartanssyni. Flóni - 27 ára Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, heillar með sínu blíða brosi og töffaralega klæðaburði. Rapparinn Flóni er nýverið kominn úr sambandi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. FlóniVilhelm Gunnarsson Ástin og lífið Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson- 41 árs Stefán hefur stimplað sig inn í huga og hjarta margra í gegnum skjáinn í þættinum Spursmál og er óneitanlega umdeildur. Hann er ekki bara glæsilegur heldur einnig sérfróður um kampavín, maður sem kann að lyfta glasi við rétt tækifæri. Stefán Einar fer um víðan völl á persónulegum nótum í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - 36 ára Miðbæjarprinsinn og eigandi Priksins Geoff er sjarmerandi kúltúrkarl sem þekkir takt íslensks menningarlífs eins og lófann á sér. Hann er með nefið fyrir réttu stemningunni, augun á smáatriðunum – og hjartað á réttum stað. Aron Már Ólafsson -32 ára Aron er einn huggulegasti leikari landsins, þekktur fyrir leik í þáttum eins og Verbúðinni, Svörtum söndum, Ófærð og Venjulegu fólki. Aron var meðal fyrstu samfélagsmiðlastjarnanna á Íslandi og vakti athygli með fyndnum Snapchat-innslögum árið 2015. Einhleypur, sjarmerandi og með húmorinn upp á tíu – Aron er einfaldlega draumur í dós. Aron Már Ólafsson.Vísir/Vilhelm Hektor Bergmann - 20 ára Hektor spilar með knattspyrnufélaginu ÍA á Akranesi. Hann er sonur Ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur og fyrrverandi knattspyrnukappans Garðars Gunnlaugssonar. Það er því ekki furða að hann hafi fengið knattspyrnuhæfileikana og útlitið í sængurgjöf. Sannkallaður gæðadrengur! Ragnar Jónasson rithöfundur - 49 ára Rithöfundurinn Ragnar Jónasson veit hvernig á að halda lesendum við efnið, og hver veit nema næsta saga verði rómantísk? Einhleypur og vel lesinn, með ástríðu fyrir bókmenntum og norrænum dulúðleika. Glæpasagnahöfundurinn vinsæli er ekki bara meistari spennunnar, hann er líka einhleypur. Ragnar Jónasson Jón Davíð Davíðsson - 37 ára Jón Davíð er athafnamaður sem hefur áhrif – hvort sem hann er að opna nýjan stað eða leiða nýja bylgju í menningarlífinu. Með Húrra Reykjavík, Flatey, Yuzu, Auto og Nínu hefur hann breytt landslagi Reykjavíkur á ótrúlega hátt. Einhleypur, stílhreinn og með skýra framtíðarsýn – maður sem fer ekki bara með straumnum heldur skapar hann sjálfur. Magnús Leifsson leikstjóri - 42 ára Magnús, margverðlaunaður leikstjóri, sem er þekktastur er fyrir tónlistarmyndbönd sín og samstarf við margt okkar þekktasta tónlistarfólk. Undanfarið hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir þættina Draumahöllin, þar sem Saga Garðars og Steindi Jr. fara með aðalhlutverkin. Magnús er ekki bara á lausu, heldur líka á flugi! Jóhann Kristófer Stefánsson - 32 ára Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og maðurinn á bak við Æði-seríurnar fimm. Forvitni og innsæi einkenna hann, sem gerir honum kleift að vera alltaf með á nótunum. Hann hefur einstaka hæfileika til að laða fólk að sér, en heldur einkalífi sínu utan við sviðsljósið. Vilhelm Gunnarsson Arnór Sigurðsson - 25 ára Arnór, sem er landsliðsmaður íslenska karlalandsliðsins, þykir með huggulegri piparsveinum landsins. Skarpir kjálkar og seiðandi augnaráð heilla hverja dömuna á fætur annarri. Hann er óhræddur við að gefa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum innsýn inn í líf sitt, innan sem utan vallarins. Arnór er í toppformi, með góða nærveru og hjarta sem mögulega er á lausu. Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö.Malmö FF Danni Deluxe - 39 ára Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, eða Danni Deluxe. Ljóshærði sjarmurinn með blíða brosið og taktinn á hreinu. Hann byrjaði að snúa plötur aðeins þrettán ára gamall og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi æ síðan. Danni spilar reglulega á helstu klúbbum landsins og var einnig meðlimur í rappsveitinni Bæjarins Bestu, ásamt Dóra DNA og Kjartani Atla Kjartanssyni. Flóni - 27 ára Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, heillar með sínu blíða brosi og töffaralega klæðaburði. Rapparinn Flóni er nýverið kominn úr sambandi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. FlóniVilhelm Gunnarsson
Ástin og lífið Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira