Lífið

Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar

Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi.

Tíska og hönnun

Fag­aðilar gefa ó­um­beðin ráð um út­lits­breytingar: „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum.

Lífið

Segist vera orðinn of gamall

Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn.

Lífið

„Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“

„Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau,“ segir Helena Hafþórsdóttir O’Connor, spurð um hvaða samfélagslega málefni hún brennur fyrir.

Lífið

„Ég er auð­vitað ekkert eðli­lega stolt“

„Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ segir sálfræðingurinn Fransiska Björk sem er kona MMA kappans Gunnars Nelson. Fransiska er nýkomin heim frá London með sínum heittelskaða eftir vægast sagt viðburðaríka helgi þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga.

Lífið

Ís­lenska ullin grunnurinn í hönnuninni

Magnea Einarsdóttir hefur síðustu tólf árin hannað og framleitt vörur úr íslenskri ull. Hún hefur í tvígang sett í sölu kápulínur sem eru framleiddar úr íslenskri ull á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að það skipti miklu máli að hægt sé að tryggja rekjanleika varanna. Á sama tíma segir hún það ekki skilgreina íslenska hönnun að hún sé framleidd hér.

Lífið

Morðæði í GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að fremja morð í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn Midnight Murder Club sem gengur út á það að myrða mótspilara sína í drungalegu stórhýsi.

Leikjavísir

Heims­frægir dansarar kenndu nem­endum Brynju Péturs

Brynja Pétursdóttir einn frægasti danskennari landsins segir sitt fólk hafa fagnað vel og innilega þegar hún tilkynnti þeim að von væru á einum frægustu dönsurum í heimi í Hiphop senunni, hollensku systrunum Norah, Yarah og Rosa til Íslands. Þær héldu þriggja daga námskeið hjá Dans Brynju Péturs fyrr í mánuðinum.

Lífið

Hraðfréttaprins fæddur og nefndur

Hjónin Fannar Sveinsson, leikstjóri og sjónvarpsmaður, og eiginkona hans Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur eru orðin þriggja barna foreldrar. Gleðitíðindunum deilir Fannar á Instagram.

Lífið

Níu­tíu prósent Ís­lendinga geti sest í helgan stein fyrir þrí­tugt

Hin 24 ára gamla Íris Líf Stefánsdóttir ætlar að setjast í helgan stein fyrir þrítugt. Hún fór yfir það hvernig hún ætlar að fara að því í Íslandi í dag en Íris hefur slegið í gegn á TikTok þar sem hún veitir ýmiskonar fjármálaráð. Hún segir langflesta Íslendinga geta fetað í hennar fótspor og fer yfir það hvað hún gerir og hvað er á bannlista.

Lífið

Vonar að tæknin taki aldrei yfir inn­sæi og ást­ríðu

„Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hlustaði á hlaðvarp um ADHD þar sem var verið að tala um áhrif samfélagsmiðla á heilann okkar. Það var í raun byrjunin á þessu sköpunarferli,“ segir listakonan Ása Karen Jónsdóttir sem var að opna sýninguna „Á milli þess kunnuglega“ í Gallerí Kontór.

Menning

Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar

Afmælisfögnuðir, árshátíðir og bjartir vetrardagar einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við Icelandair, Festi og BioEffect héldu stórar árshátíðir. 

Lífið

Dreymir um að verða rit­höfundur

„Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið

Eld­borg breyttist í vél­rænt hel­víti

Segja má að aukaverkanirnar af tónleikunum á föstudagskvöldið séu þríþættar. Einstaklingar hafa greint frá myrkri framtíðarsýn, eins konar tónlistarútópíu þar sem aðeins orgel ogþungarokk fá að hljóma.

Gagnrýni

Af hverju talar Ás­laug Arna um „smjörklípu­menn“?

Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni.

Lífið

Kvenna­at­hvarfið á allra vörum

Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“.

Lífið

Fann ástina á Prikinu

„Það er stórkostlegt að vera faðir, það stórkostlegasta sem hefur komið fyrir mig. Ég man bara ekkert hvernig lífið mitt var áður en ég átti barn,“ segir rapparinn Birnir sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Átta Dalvíkingar grófu sig í snjó­hús í hamfaraveðri

„Við áttuðum okkur á að við urðum að reyna að grafa okkur inn í snjóhús. En snjórinn var grjótharður. Við vorum með skóflu og ísaxir og byrjuðum að höggva og moka. Ef við hefðum ekki gert það hefðu einhverjir af okkur drepist þarna fljótlega. Þetta tók átta klukkutíma,“ segir Haukur Gunnarsson, björgunarsveitarmaður í áhrifaríku viðtali í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar.

Lífið

Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Kefla­vík

Glanni glæpur, Stína símalína, Nenni Níski, Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, bæjarstjórinn og sjálfur íþróttaálfurinn er nú mætt til Keflavíkur þar sem leikritið um Glanna glæp í Latabæ er sýnt í Frumleikhúsinu við góðar viðtökur.

Lífið