Lífið

Marsspá Siggu Kling - Ljónið

Elsku Ljónið mitt, þann sjöunda mars mun svo margt breytast hjá þér og sú orka verður hjá þér í töluverðan tíma. Þetta tengist ástinni, trúnni sem þú hefur og lífinu öllu. Það er eins og þú sért að stíga inn í öðruvísi, betra og hjartanlegra líf en þú hefur. Að sjálfsögðu ekki á einum degi, heldur eitt skref í einu, eina mínútu í senn. Þú finnur að þér hitnar í hjartanu og þú færð svo sterkan skilning á öðru fólki og það þýðir bara að loksins ertu farinn að skilja sjálft þig betur.

Lífið

Marsspá Siggu Kling - Meyjan

Elsku Meyjan mín, þetta tímabil sem er að heilsa þér er þakið sjálfstrausti og blessun. Þú skynjar að það sem þú hefur ástríðu fyrir gefur þér nýja og betri möguleika. Þessi tíðni tengist ástríðu til þess að skapa, ástríðu til kynlífs, ástríðu til þess að elska sjálfan sig alveg sama hvað og ástríðu fyrir ástinni. Það eru svo margir í þínu merki sem mun bókstaflega finnast eins og þeir hreinlega gangi ekki á Jörðinni heldur eins og þeir séu í einhverjum öðrum heimi en þeir voru í, til dæmis í fyrra. Þetta tímabil brestur ekki á fyrr en að alla vega vika er liðin af marsmánuði.

Lífið

Marsspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, láttu ekki villa þér sýn, láttu ekki aðra sannfæra þig um að líf þitt sé verra en þú sérð það. Sú setning sem þú skalt nota er: Þetta reddast. Hafðu það hugfast. Þú ert skemmtilegur, þú elskar frelsi og ert forvitinn. Þú þarft alltaf að þroska og þróa þig til þess að þér finnist veröldin spennandi. Þú heillast af lífinu og öllum þáttum innan þess, láttu nú ekki aukakíló eða grátt hár pirra þig. Því eins og þú ert sterkur og duglegur, þá geta tilgangslausar áhyggjur eyðilagt fyrir þér gleðina.

Lífið

Marsspá Siggu Kling - Steingeitin

Elsku Steingeitin mín, það eru margir sem leggja neikvæðni í orðið rússíbani en rússíbani er upplifun sem er líklega engu lík. Það er svo margt búið að vera að gerast hjá þér undanfarið sem þér hefði vart dottið í hug að þú myndir upplifa. Þú verður í þessum rússíbanaleiðangri þetta árið. Það er ekki hægt að segja að það verði leiðinleg stund, en samt verður það erfitt og illframkvæmanlegt það sem verður á leið þinni. Láttu það ekki pirra andann þinn í eina sekúndu og temdu þér eins mikið æðruleysi og þú mögulega getur.

Lífið

Marsspá Siggu Kling - Sporðdrekinn

Elsku Sporðdrekinn minn, það er heldur betur að lifna við lífið hjá þér. En svo er bara spurning hvort þú viljir sjá það. Þú getur nefnilega líka lokað augunum og leyft þér að standa í drullupolli. Þú ert nefnilega mátturinn til þess að breyta öllu, svo spurðu sjálfan þig núna; hverju vil ég breyta og hvers vegna?

Lífið

Marsspá Siggu Kling - Vatnsberinn

Elsku Vatnsberinn minn, það hafa svo margar tilfinningar þyrlast upp í lífi þínu undanfarið. Það er annað hvort allt algjörlega frábært og þér líður svo vel, eða ekkert er að ganga upp. Og þetta tengist líka fortíð, því þú ert að taka erfiðleika úr fortíð og hugsa um þá núna. En þeir erfiðleikar eiga EKKI heima hjá þér í dag.

Lífið

Marsspá Siggu Kling - Fiskarnir

Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo fjarskalega litríkur og enginn dagur er eins fyrir þá sem njóta þeirrar gæfu að vera með þér. Og þú gætir haft valkvíða yfir því hverskonar persónur eða manneskjur þú vilt hafa í kringum þig. Veldu þær sem að styðja þig og þær sem elska þig raunverulega.

Lífið

Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn

Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn.

Lífið

Wayne Shorter látinn

Bandaríski djasstónlistarmaðurinn Wayne Shorter er látinn 89 ára að aldri. Ferill hans spannaði meira en hálfa öld og átti hann stóran þátt í þróun djassins.

Lífið

Lands­menn andi ró­lega þrátt fyrir opin­berun meintra ó­­­siða

Enginn þarf að missa svefn þó að útlendingum þyki einkennilegt að Íslendingar sjúgi upp í nefið og tali á innsoginu í tíma og ótíma, að mati Alberts Eiríkssonar, matarbloggara og siðameistara. Kurteisisvenjur litist af uppeldi og menningu hverrar þjóðar fyrir sig og sumir siðir geti talist áhugaverð þjóðareinkenni.

Lífið

Björn stýrir besta sjúkra­húsi Evrópu

Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. 

Lífið

Knattspyrnupar eignaðist son

Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur. 

Lífið

Vildi vera fyrst til að birta myndir af syni sínum

Ofurstjarnan, tónlistarkonan og tískumógúllinn Rihanna prýðir forsíðu breska Vogue tímaritsins í mars mánuði ásamt fjölskyldu sinni. Í samtali við Vogue ræðir hún opinskátt um móðurhlutverkið og segir allt annað í lífinu ómerkilegt í samanburði við það.

Lífið

Kenndu grænmetisætu í endurhæfingu að grilla nautalund

Í Íslandi í dag var farið með Jakob Birgisson grínista, grænmetisætu til sex ára, í eins konar endurhæfingu í kjötneyslu hjá einhverjum fremstu grill- og matreiðslumeisturum landsins, sjónvarpskokknum Sigurði Hall og grillmeistaranum Óskari Finnssyni.

Lífið

Harry og Meg­han beðin um að tæma Frog­mor­e-bústaðinn

Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota.

Lífið

Fjallagarpur selur glæsihýsi

Hallgrímur Kristinsson fjallgöngumaður og eiginkona hans, Ólöf Pálsdóttir arkitekt hafa sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu.

Lífið

Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela

Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd.

Lífið