„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. apríl 2024 07:01 Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. „En ég hef alltaf haft þá reglu að ef mér finnst þetta skemmtilegt og ég er að fíla þetta, þetta er eitthvað sem kemur frá mér hverju sinni, þá er þetta rétt alveg sama hvað gerist svo. Sama hvað hlustendum finnst.“ Hér má sjá viðtalið við GDRN í heild sinni: Klippa: Einkalífið - GDRN Verður að geta haldið í sjálfa sig „Mín aðal áhersla í mínum tónlistarferli er að ég verð að geta haldið í mig. Ég legg mikla áherslu á að reyna að halda mínu persónulega lífi út af fyrir mig. Það er bara svo mikilvægt. Um leið og maður gefur eitthvað út hefur fólk skoðanir á því, sama hvort það sé jákvætt eða neikvætt. Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á, eins og mitt persónulega líf, fjölskyldan mín og allt þetta. Fjölskyldan mín er það sem heldur mér á jörðinni, gefur mér tilgang í lífinu og innblástur. Þetta er jörðin mín og það sem heldur mér niður á jörðinni.“ GDRN sendi nýverið frá sér plötuna Frá mér til þín og vann hana ásamt Þormóði Eiríkssyni. Platan einkennist af berskjölduðum og stundum beinskeyttum textum. Hún verður með útgáfutónleika í Hörpu 11. maí næstkomandi. „Ég held að allir tengi við þetta sem gera einhvers konar list að þá ertu að búa til út frá þínu innra lífi og tilfinningum. Svo gefurðu þér líka ákveðið skáldafrelsi til að taka einhverja tilfinningu, sama hvort það sé gleði, sorg, ástarsorg, gremja eða hvað það er, og svo býrðu til einhvers konar söguþráð út frá því. Það þarf ekki endilega að vera satt og ekki endilega að vera út frá þér. Sum lögin þarna eru 100% samin til einhvers en sum eru bara í raun gef ég mér smá skáldaleyfi út frá einhverri tilfinningu.“ GDRN segir að um leið og hún sendi lögin frá sér hafi hún enga stjórn á því hvernig fólk túlkar þau. Vísir/Vilhelm Góð sálfræðimeðferð að semja lag um tilfinningarnar Aðspurð hvort það nýtist henni vel að vinna úr tilfinningum sínum í gegnum tónlist segir hún: „Þetta er mjög góð sálfræðimeðferð, að ná að skrifa tilfinningar sínar niður og búa til lag um það. Ég mæli með ef fólk vantar útrás. Svo þegar það er búið er ákveðinn léttir og gaman að geta sett þetta í einhvers konar form. Allt í einu er þetta komið með sjálfstætt líf. Svo kemur hinn parturinn sem er að gefa þetta út. Þá hugsar maður ætli fólk haldi þetta og hitt, sem er kannski ekki endilega raunin. Og þá kannski les það í þessar tilfinningar, alvöru eða tilbúnar, eitthvað annað en maður meinti. En það er líka bara partur af því að vera listamaður. Þú gefur þetta út og þá er þetta ekki lengur þitt, því maður fattar að þegar að fólk hlustar á tónlist þá hlustar það út frá sjálfu sér og getur tengt þetta við sínar tilfinningar. Þetta er undarlegt starf, að vera tónlistarkona.“ Fann ekki fyrir stressi við útgáfu Á síðastliðnum árum hefur GDRN náð miklum árangri í tónlistarheiminum, unnið til fjölda verðlauna og komið víða fram. Þó að það geti verið erfitt að leyfa áliti annarra ekki að ná til sín segist hún stöðugt finna að það hafi minna vægi. Móðurhlutverkið hafi meðal annars hjálpað til við það. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið stressuð að gefa þetta út, því ég vissi bara hvað ég hafði gaman að því að gera þetta og hvað mér finnst þetta skemmtilegt. Ég er eiginlega bara búin að vera spennt að fá að spila þetta fyrir fólk. Það eru náttúrulega fjögur ár síðan ég gaf út þessa síðustu sólóplötu þannig að það er líka mikil spenna að fá að flytja eitthvað nýtt á sviði. Það er líka eitt sem fær sitt eigið líf. Fyrst þegar þú ert að byrja þarftu að finna hvernig lagið virkar á sviði og út í sal, hvernig fólk tekur á móti því. Svo á ákveðnum tímapunkti ertu komin í svo gott samband við lagið og getur leyft þér alls konar. Ég er ótrúlega spennt fyrir því ferli öllu, að fá nýtt efni í hendurnar og sjá það vaxa og dafna á sviði.“ GDRN hlakkar til að flytja nýju tónlistina sína á sviði. Vísir/Vilhelm Stundum erfitt að vera sín eigin framleiðsla Hún segir að það sé sömuleiðis óumflýjanlegt að efast stundum um sjálfa sig. „Það að vera listamaður er bara þetta, að gera eitthvað og hugsa ég er búin að leysa gátur lífsins með þessu eina lagi. Svo gerir maður eitthvað sem gengur eitthvað illa og maður fer á koddann og hugsar bara af hverju er ég að þessu, ég er hætt, ég vil ekki gera þetta lengur. En þetta er auðveldara eftir því sem maður heldur áfram. Þetta er líka bara ákveðinn hringur. Ég er í raun með fyrirtæki sem er ég. Ég þarf að selja mig, mína persónu og mína tónlist, og eins og í öllum bissness er þetta upp og niður. Fólk tekur stundum mjög vel í það sem maður er að gera og stundum ekki eins. Það er erfitt stundum að vera sín eigin framleiðsla og sín eigin vara. Maður er alltaf að henda sjálfum sér fram og segja sjáðu þetta, hlustaðu á þetta, kauptu þetta. Þetta er ótrúleg kúnst, að finna jafnvægið. Mitt haldreipi í þessu öllu saman er að halda mínu persónulega fyrir mig, þar sem ég get líka munað hver ég er og hlaðið batteríin mín í því sem gerir mig raunverulega að mér. Þannig heldur maður fótunum á jörðinni.“ View this post on Instagram A post shared by GDRN (@eyfjord) „Óendanleg hamingja, ást og ný sýn á lífið“ Guðrún Ýr og sambýlismaður hennar Árni Steinn eignuðust frumburð sinn Steinþór Jóhann í júlí 2021. Aðspurð segir hún að móðurhlutverkið hafi opnað nýja vídd á lífinu. „Maður skilur ekki alveg fyrr en maður gengur í gegnum það að eignast barn. Þarna opnast bara dyr sem maður vissi ekki að væru til. Þessi óendanlega hamingja og ást og ný sýn á lífið. Ég man eftir að hafa fengið hann í fangið hugsaði ég bara ég trúi ekki að allir verði til svona, þetta er ótrúlegt. Ég sá bara þessar manneskjur í kringum mig og hugsaði vá allir voru börn á einhverjum tímapunkti. Náttúrulega mjög fyndnar og áhugaverðar tilfinningar sem eru þarna fyrst um sinn. En mér finnst þetta bara hafa gert mig sterkari í sjálfri mér og hafa veitt mér styrk í því hvað ég vil raunverulega í lífinu. Mér finnst móðurhlutverkið bara hafa búið til meiri innblástur fyrir mig. Mér er meira sama um það sem fólki finnst. Kannski þess vegna er ég ekki búin að vera stressuð fyrir þessari plötu því að mér er eiginlega alveg sama þó að einhverjum finnist þetta ekki flott því þetta kemur bara frá mér. Ég er ótrúlega stolt af þessu verkefni og ég er ótrúlega stolt af því að hafa náð að gera í rauninni tvær plötur eftir að ég eignaðist barn,“ segir Guðrún Ýr en hún gaf sömuleiðis út sönglagaplötu í fyrra ásamt Magnúsi Jóhanni og fylgdi henni eftir með tónleikum og giggum, með tæplega ársgamalt barn. „Virðing mín fyrir foreldrum sem eru að gera flotta hluti er bara orðin óendanleg því að á sama tíma og mann langar að vera til staðar þarf maður líka að sinna sér og þeim boltum sem maður er að reyna að halda á lofti.“ Einkalífið Ástin og lífið Barnalán Tónlist Menning Tengdar fréttir „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„En ég hef alltaf haft þá reglu að ef mér finnst þetta skemmtilegt og ég er að fíla þetta, þetta er eitthvað sem kemur frá mér hverju sinni, þá er þetta rétt alveg sama hvað gerist svo. Sama hvað hlustendum finnst.“ Hér má sjá viðtalið við GDRN í heild sinni: Klippa: Einkalífið - GDRN Verður að geta haldið í sjálfa sig „Mín aðal áhersla í mínum tónlistarferli er að ég verð að geta haldið í mig. Ég legg mikla áherslu á að reyna að halda mínu persónulega lífi út af fyrir mig. Það er bara svo mikilvægt. Um leið og maður gefur eitthvað út hefur fólk skoðanir á því, sama hvort það sé jákvætt eða neikvætt. Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á, eins og mitt persónulega líf, fjölskyldan mín og allt þetta. Fjölskyldan mín er það sem heldur mér á jörðinni, gefur mér tilgang í lífinu og innblástur. Þetta er jörðin mín og það sem heldur mér niður á jörðinni.“ GDRN sendi nýverið frá sér plötuna Frá mér til þín og vann hana ásamt Þormóði Eiríkssyni. Platan einkennist af berskjölduðum og stundum beinskeyttum textum. Hún verður með útgáfutónleika í Hörpu 11. maí næstkomandi. „Ég held að allir tengi við þetta sem gera einhvers konar list að þá ertu að búa til út frá þínu innra lífi og tilfinningum. Svo gefurðu þér líka ákveðið skáldafrelsi til að taka einhverja tilfinningu, sama hvort það sé gleði, sorg, ástarsorg, gremja eða hvað það er, og svo býrðu til einhvers konar söguþráð út frá því. Það þarf ekki endilega að vera satt og ekki endilega að vera út frá þér. Sum lögin þarna eru 100% samin til einhvers en sum eru bara í raun gef ég mér smá skáldaleyfi út frá einhverri tilfinningu.“ GDRN segir að um leið og hún sendi lögin frá sér hafi hún enga stjórn á því hvernig fólk túlkar þau. Vísir/Vilhelm Góð sálfræðimeðferð að semja lag um tilfinningarnar Aðspurð hvort það nýtist henni vel að vinna úr tilfinningum sínum í gegnum tónlist segir hún: „Þetta er mjög góð sálfræðimeðferð, að ná að skrifa tilfinningar sínar niður og búa til lag um það. Ég mæli með ef fólk vantar útrás. Svo þegar það er búið er ákveðinn léttir og gaman að geta sett þetta í einhvers konar form. Allt í einu er þetta komið með sjálfstætt líf. Svo kemur hinn parturinn sem er að gefa þetta út. Þá hugsar maður ætli fólk haldi þetta og hitt, sem er kannski ekki endilega raunin. Og þá kannski les það í þessar tilfinningar, alvöru eða tilbúnar, eitthvað annað en maður meinti. En það er líka bara partur af því að vera listamaður. Þú gefur þetta út og þá er þetta ekki lengur þitt, því maður fattar að þegar að fólk hlustar á tónlist þá hlustar það út frá sjálfu sér og getur tengt þetta við sínar tilfinningar. Þetta er undarlegt starf, að vera tónlistarkona.“ Fann ekki fyrir stressi við útgáfu Á síðastliðnum árum hefur GDRN náð miklum árangri í tónlistarheiminum, unnið til fjölda verðlauna og komið víða fram. Þó að það geti verið erfitt að leyfa áliti annarra ekki að ná til sín segist hún stöðugt finna að það hafi minna vægi. Móðurhlutverkið hafi meðal annars hjálpað til við það. „Það kom mér á óvart hvað ég var lítið stressuð að gefa þetta út, því ég vissi bara hvað ég hafði gaman að því að gera þetta og hvað mér finnst þetta skemmtilegt. Ég er eiginlega bara búin að vera spennt að fá að spila þetta fyrir fólk. Það eru náttúrulega fjögur ár síðan ég gaf út þessa síðustu sólóplötu þannig að það er líka mikil spenna að fá að flytja eitthvað nýtt á sviði. Það er líka eitt sem fær sitt eigið líf. Fyrst þegar þú ert að byrja þarftu að finna hvernig lagið virkar á sviði og út í sal, hvernig fólk tekur á móti því. Svo á ákveðnum tímapunkti ertu komin í svo gott samband við lagið og getur leyft þér alls konar. Ég er ótrúlega spennt fyrir því ferli öllu, að fá nýtt efni í hendurnar og sjá það vaxa og dafna á sviði.“ GDRN hlakkar til að flytja nýju tónlistina sína á sviði. Vísir/Vilhelm Stundum erfitt að vera sín eigin framleiðsla Hún segir að það sé sömuleiðis óumflýjanlegt að efast stundum um sjálfa sig. „Það að vera listamaður er bara þetta, að gera eitthvað og hugsa ég er búin að leysa gátur lífsins með þessu eina lagi. Svo gerir maður eitthvað sem gengur eitthvað illa og maður fer á koddann og hugsar bara af hverju er ég að þessu, ég er hætt, ég vil ekki gera þetta lengur. En þetta er auðveldara eftir því sem maður heldur áfram. Þetta er líka bara ákveðinn hringur. Ég er í raun með fyrirtæki sem er ég. Ég þarf að selja mig, mína persónu og mína tónlist, og eins og í öllum bissness er þetta upp og niður. Fólk tekur stundum mjög vel í það sem maður er að gera og stundum ekki eins. Það er erfitt stundum að vera sín eigin framleiðsla og sín eigin vara. Maður er alltaf að henda sjálfum sér fram og segja sjáðu þetta, hlustaðu á þetta, kauptu þetta. Þetta er ótrúleg kúnst, að finna jafnvægið. Mitt haldreipi í þessu öllu saman er að halda mínu persónulega fyrir mig, þar sem ég get líka munað hver ég er og hlaðið batteríin mín í því sem gerir mig raunverulega að mér. Þannig heldur maður fótunum á jörðinni.“ View this post on Instagram A post shared by GDRN (@eyfjord) „Óendanleg hamingja, ást og ný sýn á lífið“ Guðrún Ýr og sambýlismaður hennar Árni Steinn eignuðust frumburð sinn Steinþór Jóhann í júlí 2021. Aðspurð segir hún að móðurhlutverkið hafi opnað nýja vídd á lífinu. „Maður skilur ekki alveg fyrr en maður gengur í gegnum það að eignast barn. Þarna opnast bara dyr sem maður vissi ekki að væru til. Þessi óendanlega hamingja og ást og ný sýn á lífið. Ég man eftir að hafa fengið hann í fangið hugsaði ég bara ég trúi ekki að allir verði til svona, þetta er ótrúlegt. Ég sá bara þessar manneskjur í kringum mig og hugsaði vá allir voru börn á einhverjum tímapunkti. Náttúrulega mjög fyndnar og áhugaverðar tilfinningar sem eru þarna fyrst um sinn. En mér finnst þetta bara hafa gert mig sterkari í sjálfri mér og hafa veitt mér styrk í því hvað ég vil raunverulega í lífinu. Mér finnst móðurhlutverkið bara hafa búið til meiri innblástur fyrir mig. Mér er meira sama um það sem fólki finnst. Kannski þess vegna er ég ekki búin að vera stressuð fyrir þessari plötu því að mér er eiginlega alveg sama þó að einhverjum finnist þetta ekki flott því þetta kemur bara frá mér. Ég er ótrúlega stolt af þessu verkefni og ég er ótrúlega stolt af því að hafa náð að gera í rauninni tvær plötur eftir að ég eignaðist barn,“ segir Guðrún Ýr en hún gaf sömuleiðis út sönglagaplötu í fyrra ásamt Magnúsi Jóhanni og fylgdi henni eftir með tónleikum og giggum, með tæplega ársgamalt barn. „Virðing mín fyrir foreldrum sem eru að gera flotta hluti er bara orðin óendanleg því að á sama tíma og mann langar að vera til staðar þarf maður líka að sinna sér og þeim boltum sem maður er að reyna að halda á lofti.“
Einkalífið Ástin og lífið Barnalán Tónlist Menning Tengdar fréttir „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00