Lífið

Hljómahöllin fagnar 10 ára af­mæli með opnu húsi

Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram.

Lífið

Blue Lights: Fljúgandi start

Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni.

Gagnrýni

„Sjálfs­traustið er besti fylgihluturinn“

Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Glæsi­legt rað­hús Ragn­heiðar til sölu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Lífið

Draumurinn kýldur niður í Eng­landi og Sví­þjóð

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur átti sér lengst af þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta. Fátt annað komst að og hann fór sem unglingur út til Svíþjóðar og Englands til reynslu. Þar var draumurinn hinsvegar kýldur niður og honum sagt að hann væri of lítill.

Lífið

Hlær að sögu­sögnunum um eigin ó­léttu í Eyja­hafi

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt.

Lífið

Verður aftur lag­lega ljóskan Elle Woods

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti.

Bíó og sjónvarp

Gafst ekki upp

Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson gefst ekki upp þó á móti blási. Hann sló í gegn með hönnunarfyrirtæki sínu JÖR sem hann stofnaði ásamt Gunnari Erni Petersen fyrir nokkrum árum.

Lífið

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 

Lífið

Fyrsta fjölskyldufrí Enoks og Birgittu með snáðann

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og Enok Vatnar Jónsson athafnamaður nutu lífsins á Spáni yfir páskana. Um var að ræða fyrsta fjölskyldufrí parsins með litla stráknum þeirra sem fæddist í febrúar.

Lífið

SENSAI í Hag­kaup í 30 ár

Árið 1994 hóf Hagkaup að stækka snyrtivöruverslun sína í Hagkaup Kringlunni sem þá var á annari hæð Kringlunnar. Það sama ár hóf Hagkaup að selja SENSAI snyrtivörur frá Japan. Það má segja að vörumerkið hafi náð að heilla íslenska neytendur frá fyrstu kynnum.

Lífið samstarf

Svar Ís­lands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn

Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp

Bubbi er bílakrotarinn Blanksy

Huldulistamaðurinn Blanksy svipti af sér hulunni í kvöld eftir að hafa krotað skilaboð á auglýsingaskilti, eignir áhrifavalda og ýmislegt fleira undanfarna daga. Bubbi Morthens er maðurinn á bakvið lambhúshettuna.

Lífið

Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn.

Lífið