Menning

Sigurður Guðmundsson gefur listaverk að verðmæti 125 milljóna króna

Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverkagjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí og stendur til 15. ágúst næstkomandi. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni eftir átta ára samfellt sýningarhald.

Menning

Enginn klappaði þegar sýningunni lauk

Á Grímunni í ár var barnasýninginn Kafbátur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur verðlaunuð barnasýning ársins.  Kjartan Darri Kristjánsson, ungur leikari sem kom til starfa í Þjóðleikhúsinu síðasta vetur, var þar valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína sem vélmennið Anon í Kafbáti.

Menning

Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands

Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. 

Menning

Rétt nær að standa við gamalt lof­orð með skáld­­sögu fyrir sjö­tugt

Að fara á eftir­laun getur reynst þeim erfitt sem eru full­frískir og orku­miklir og vilja ekki sitja að­gerða­lausir heilu og hálfu dagana. Gróa Finns­dóttir er ein þeirra en hún deyr ekki ráða­laus og mun nú eftir helgi efna gamalt lof­orð með út­gáfu sinnar fyrstu skáld­sögu rétt fyrir sjö­tíu ára af­mælisdaginn. Þannig leggur hún í leiðinni grunn að nýjum starfs­ferli sínum sem rit­höfundur á eftir­launa­aldrinum.

Menning

Skott­húfu­sprenging í Stykkis­hólmi

Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan var haldin hátíðlega í Stykkishólmi á laugardag. Fyrsti þjóðbúningadagurinn í Norska húsinu var haldinn 2005 og síðan þá hefur gestum hennar farið fjölgandi með ári hverju.

Menning

„Peps“ Persson fallinn frá

Sænski tónlistarmaðurinn Peps Persson er fallinn frá, 74 ára að aldri. Umboðsmaður Perssons segir að hann hafi látist á laugardaginn, eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið.

Menning

Val­gerður bæjar­lista­maður Akra­ness

Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir hlaut titilinn Bæjarlistamaður Akraness árið 2021 en tilkynnt var um niðurstöðu menningar- og safnanefndar á hátíðardagskrá Akraneskaupstaðar af tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga í gær.

Menning

Leitinni að Ídu og Emil í Katt­holti lokið

Listrænir stjórnendur uppsetningar Borgarleikhússins á leiksýningu um Emil í Kattholti hafa nú hitt öll þau tólfhundruð börn sem sóttust eftir því að leika Emil eða litlu systur hans Ídu í uppsetningunni og tekið ákvörðun um hver hreppa hlutverkin.

Menning

Ólöf Nordal útnefnd borgarlistamaður

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Borgarlistamann Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Menning

Tvær sýningar fá sjö til­nefningar til Grímunnar

Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorg­legra en manneskjan hljóta flestar til­nefningar Grímunnar, ís­lensku sviðs­lista­verð­launanna, í ár eða sjö til­nefningar hvor. Næst­flestar til­nefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísa­betu Kristínu Jökuls­dóttur.

Menning

Auður tekur ekki þátt í upp­setningu Rómeó og Júlíu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

Menning

Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar

Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun.

Menning

Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar

Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna.

Menning