Tíska og hönnun

Kvenleg útkoma Andersen og Lauth - sjáðu myndirnar

Andersen & Lauth sýndi haust og vetrarlínu sína 2013 á Reykjavik Fashion Festival í Hörpu í gær. Þetta er í fjórða sinn sem tískuhátíðin er haldin og þótti hún takast einstakega vel í ár. Fjöldi virtra blaðamanna, bloggara og stílista í tískuheiminum voru viðstaddir sýningarnar sem voru hver annari glæsilegri. Hér má skoða myndirnar sem teknar voru af Andersen & Lauth sýningunni.

Tíska og hönnun

Hönnunarverðlaun Fhi afhent í fyrsta sinn

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Kjarvalsstöðum í gær þegar Hönnunarverðlaun Félags húsgagna- og innanhússarkitekta voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlegt tækifæri. Verðlaunaflokkarnir voru; Heimili, Þjónusta, Afþreying og Húsgögn.

Tíska og hönnun

RFF fór vel af stað

Reykjavík Fashion Festival fór vel af stað, en tískuhátíðin var formlega sett af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í Gyllta salnum á Hótel Borg í gærkvöldi.

Tíska og hönnun

Tískuvaka í miðbænum

Í tilefni af Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars verður haldin svokölluð Tískuvaka í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Tískuvakan er haldin að erlendri fyrirmynd, en margir kannast við Fashion's Night Out sem haldin er samhliða stóru tískuvikunum í New York og London.

Tíska og hönnun

Reykjavík Fashion Festival hefst í kvöld

Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.

Tíska og hönnun

Cara sigrar tískuheiminn

Cara Delevingne hefur verið afar áberandi síðustu misseri, en hún hafði í nógu að snúast við að ganga sýningarpallana fyrir alla helstu hönnuði heims á tískuvikunum.

Tíska og hönnun

Ný fatalína 66°norður og Munda frumsýnd á RFF

66°norður og fatahönnuðurinn Mundi kynna "Snow Blind", nýja fatalínu sem frumsýnd verður á Reykjavík Fashion Festival eða RFF. Þessi nýja fatalína tvinnar saman hugarheim Munda og tækniþekkingu 66°NORÐUR. Afrakstur samstarfsins er útivistarfatnaður sem er engu öðru líkur en viðeigandi við öll tækifæri.

Tíska og hönnun

Tískan á götunum

Stóru tískuvikurnar eru nú yfirstaðnar og búið að leggja línurnar fyrir tískustrauma næsta árs. Tískusýningarnar einskorðast þó ekki við sýningapallana því þær fara einnig fram á götum úti. Stílistar, ritstjórar, innkaupastjórar og bloggarar mæta í sínu allra fínasta pússi á sýningarnar og ljósmyndarar keppast við að smella af þeim myndum. Fréttablaðið tók saman brot af því besta frá götutískunni.

Tíska og hönnun