Viðskipti erlent

Chromebook Pixel er fyrsta sanna Google-tækið

Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú.

Viðskipti erlent

Búast við lítilsháttar samdrætti á evrusvæðinu

Búist er við því að hagkerfið á evrusvæðinu muni dragast lítillega saman á þessu ári, samkvæmt spá framkvæmdastjórnarinnar Evrópusambandsins. Þetta sagði Olli Rehn, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, þegar hann kynnti efnahagsspá evruríkjanna. Talið er að samdrátturinn muni nema 0,3 prósentum en áður var talið að hagvöxtur yrði 0,1%. Aftur á móti gerir framkvæmdastjórnin ráð fyrir því að hagvöxtur verði 0,7 prósent á evrusvæðinu á síðasta ársfjórðungi.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar skarpt

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarin sólarhring. Verðið á Brent olíunni er komið undir 115 dollara á tunnuna. Fyrir tveimur dögum stóð verðið hinsvegar í 118 dollurum á tunnuna og hefur því lækkað um tæp 3%.

Viðskipti erlent