Viðskipti erlent

Norðmenn ætla ekki að bora í Norðurpólinn

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn.

Viðskipti erlent

Draghi ýjar að fjárinnspýtingu

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn.

Viðskipti erlent

Aðdáendur endurgera Half-Life

Bandaríski tölvuleikjaframleiðandinn Valve tilkynnti um helgina að uppfærð útgáfa af tölvuleiknum Half-Life væri væntanlega í þessum mánuði. Síðustu átta ár hafa aðdáendur Half-Life unnið að uppfærslunni en Valve gaf út sérstök forrit sem einstaklingar gátu notað til að endurforrita leikinn.

Viðskipti erlent

Iceland Foods ræður nýjan viðskiptastjóra

Breska verslunarkeðjan Iceland Foods hefur ráðið fyrrverandi sölustjóra Aldi, Paul Foley, sem alþjóðlegan viðskiptastjóra fyrirtækisins. Foley mun sjá um útflutningsþjónustu Iceland Foods, ITEX, ásamt því að hafa umsjá með verslunum fyrirtækisins í Tékklandi.

Viðskipti erlent

Kallar eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna

Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils.

Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa Airbus vélar fyrir 420 milljarða

Kínversk stjórnvöld hafa gengið frá samningi við flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á 50 flugvélum fyrir um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur um 420 milljörðum krónum. Gengið var frá kaupunum á fundi sem skipulagður var í tengslum við opinbera tveggja daga heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til Kína.

Viðskipti erlent

Eiffel turninn er verðmætasta mannvirki Evrópu

Mannvirki sem trekkja að ferðamenn geta verið fjárhagslega mikils virði sem slík. Ítalskir talnaspekúlantar tóku sig til á dögunum og reiknuðu út fjárhagslegt virði nokkurra helstu mannvirkja heims. Þar trónir Eiffel turninn á toppnum, en turninn er 67 billjóna króna virði miðað við frétt Túrista.is.

Viðskipti erlent

Meðstofnandi Facebook losar sig við hlutabréf

Dustin Moskovitz, meðstofnandi Facebook og fyrrverandi herbergisfélagi Mark Zuckerberg, seldi í dag 450 þúsund bréf í samskiptamiðlinum. Moskovitz fékk 8.7 milljónir dollara í sinn hlut fyrir bréfin eða það sem nemur tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Antony Jenkins ráðinn forstjóri Barclays

Antony Jenkins hefur verið ráðinn nýr forstjóri breska bankans Barclays. Bob Daimond, fyrrum forstjóri bankans, sagði starfi sínu lausu eftir að bankinn viðurkenndi stórfelld lögbrot sem snéru að fölsun vaxtaálags á skuldir bankans. Bankinn greiddi 290 milljónir punda, tæplega 56 milljarða króna, í sekt til breska fjármálaeftirlitsins vegna málsins.

Viðskipti erlent

Eyjafjallajökull? - Google skilur nú íslensku

Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika.

Viðskipti erlent