Viðskipti erlent

Þekktur danskur lögmaður ákærður fyrir peningaþvætti

Hinn rúmlega sextugi danski lögmaður Jeffery Galmond hefur verið ákærður í Þýskalandi fyrir peningaþvætti. Upphæðin sem um ræðir samsvarar 17 milljörðum króna en þetta fé vaskaði Galmond fyrir Leonid Reiman fyrrum símamálaráðherra Rússlands í gegnum ýmis skúffufyrirtæki víða um heiminn.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu snarlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarlækkað á síðustu dögum eða um allt að 5%. Þannig hefur Brent olían lækkað úr tæpum 110 dollurum á tunnuna og niður í tæpa 105 dollara og bandaríska léttolían hefur lækkað úr 100 dollurum á tunnuna og niður í 95 dollara.

Viðskipti erlent

Amazon svarar gagnrýni

Uppfærsla á stýrikerfi Kindle Fire, einum helsta keppinauti spjaldtölvunnar iPad, er væntanleg. Talsmaður vefverslunarinnar Amazon staðfesti þetta í dag en spjaldtölvan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með persónuupplýsingar notenda sinna.

Viðskipti erlent

Danskur sjávarútvegur réttir verulega úr kútnum

Danskur sjávarútvegur hefur rétt verulega úr kútnum á þessu ári. Þannig hafa tekjur sjávarútvegsins árin 2010 og 2011 aukist um 50% miðað við árin á undan og eru orðnar um 3 milljarðar danskra króna eða yfir 60 milljarðar króna það sem af er þessu ári.

Viðskipti erlent

Minni aukning í smásölu en búist var við

Smásala í Bandaríkjunum jókst ekki eins mikið og búist hafi verið við samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Smásalan jókst um 0,2% en greinendur höfðu spá 0,5% aukningu, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Viðskipti erlent

Modern Warfare 3 er vinsælli en Avatar

Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 er vinsælasta afþreyingarvara allra tíma. Framleiðandi tölvuleiksins, Activision, tilkynnti í daga að sölutekjur Modern Warfare 3 hefðu náð einum milljarði dollara á 16 dögum. Kvikmyndin Avatar náði því takmarki á 17 dögum.

Viðskipti erlent

Danir gætu átt 6.000 milljarða í olíusjóði

Danska ríkið gæti átt 300 milljarða danskra króna eða yfir 6.000 milljarða króna í þjóðarsjóði ef stjórmvöld í Danmörku hefðu farið sömu leið og Norðmenn árið 1996 og stofnað sérstakan olíusjóð um hagnaðinn af olíuvinnslunni í Norðursjó.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter

Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swebank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði greinina.

Viðskipti erlent

Samkomulag um endurbætur í Evrópu skiptu engu

Þrátt fyrir samkomulag 26 þjóða af 27 á Evrópusambandssvæðinu, sem miðar að því að auka stöðugleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, virðast fjárfestar enn hræddir um að vandamálin séu enn óleyst. Þar helst miklar skuldir þjóðríkja, einkum í Suður-Evrópu, og veikir innviðir fjármálastofnanna.

Viðskipti erlent

Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga.

Viðskipti erlent

Innanmein Indónesíu

Indonesía vex hraðar en flest önnur hagkerfi heimsins. Íbúum fjölgar jafnt og þétt og og fyrirtækjunum sömuleiðis. Eitt af verstu hindrunum fyrir hagkerfi landsins er þó innanmein. Spilling.

Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í niðursveiflu

Markaðir í Evrópu hófu daginn með niðursveiflu. Þetta bendir til að fjárfestar í Evrópu séu ekki jafnbjartsýnir og fjárfestar í Asíu á að samkomulagið á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina sé nægilegt til að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

Rússi gripinn við að smygla smjöri til Noregs

Norski tollurinn stoppaði Rússa með ólöglegt smjör á landamærunum við Svíþjóð í bænum Svinesund um helgina. Rússinn ætlaði að smygla 90 kílóum af smjöri til Noregs í flutningabíl sínum en komst ekki undan árvökulum augum norskra tollvarða.

Viðskipti erlent

Toyota dregur úr hagnaðarspám

Japanski bifreiða- og vélaframleiðandinn Toyota hefur dregið úr væntingum um hagnað með yfirlýsingu um að hann verði að líkindum helmingi minni en áætlað var. Einkum er það vegna áhrifa af flóðunum í Tælandi á framleiðslu í landinu.

Viðskipti erlent

Nick Clegg ósáttur við David Cameron

Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi og aðstoðarforsætisráðherra, segist ósáttur við þá ákvörðun Davids Cameron forsætisráðherra, að taka ekki þátt í samkomulagi Evrópusambandsþjóða sem miðar að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu.

Viðskipti erlent