Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli lækkar verulega

Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt gefið eftir frá því í apríl s.l. þegar það náði hámarki á árinu. Í dag er álverðið komið niður í rétt rúma 2.000 dollara á tonnið en í apríl s.l. fór verðið í tæpa 2.800 dollara.

Viðskipti erlent

Írak vinnur með Shell og Mitsubishi

Stjórnvöld í Írak hafa samið við olíufyrirtækið Shell og véla- og farartækjaframleiðandann Mitsubishi um nýtingu á jarðgasauðlindum í sunnaverðu Írak. Samningurinn er talinn vera upp á um 17 milljarða dollara, eða um 2.000 milljarða króna, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Viðskipti erlent

Lánshæfismat Belgíu lækkar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfismatseinkunn Belgíu. Matið lækkar úr AA+ í AA. Niðurstaðan þýðir að það gæti orðið dýrara fyrir ríkissjóð í Belgíu að taka lán í framtíðinni.

Viðskipti erlent

Ungverjaland í ruslflokk

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Ungverjalands niður í ruslflokk. Ástæðan var mikill skuldavandi og veikar vonir um hagvöxt. Þá er enn talin vera mikil óvissa um hvort landið nær að standa á eigin fótum í efnahagslegu tilliti. Frá því að Ungverjar fengu 20 milljarða evra að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur ekki tekist nægilega vel að örva hagkerfi landsins. Nú er jafnvel litið svo á að landið verði að fá neyðaraðstoð á nýjan leik.

Viðskipti erlent

Lánshæfi Belgíu lækkað

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Belgíu. Einkunin var AA+ en er nú AA. S&P hafa áhyggjur af möguleikum landsins til endurfjármögnunar auk þess sem markaðsaðstæður séu erfiðar. Ekkert lát virðist því vera á þeirri svartsýni sem ríkir á evrusvæðinu en S&P metur horfur Belgíu neikvæðar.

Viðskipti erlent

Íbúð í Peking fimmfaldast í verði á sex árum

Mesta húsnæðisbóla allra tíma er í Kína, segja sumir hagfræðingar. Og hún er þegar farin að sýna merki um að hún sé að springa. Tugþúsundir íbúða standa tómar á stórum svæðum. Uppgangurinn í Peking hefur verið ævintýri líkastur á síðustu árum og drifið áfram eitt mesta húsbyggingaskeið í sögu mannkynsins.

Viðskipti erlent

Enn einn rauði dagurinn

Það var rauður dagur beggja vegna Atlantsála í dag. Í Kauphöllinni í New York lækkaði Dow Jones um 2,05%, Nasdaq á 2,43% og S&P 500 lækka um 2,21%.

Viðskipti erlent

Portúgal komið í ruslið

Matsfyrirtækið Fitch ákvað í dag að lækka lánshæfi ríkissjóðs Portúgals niður í ruslflokk. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Staða Portúgals er nú talin afar veik efnhagslega og er almennt álitið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi að aðstoða landið með frekari fjárframlögum.

Viðskipti erlent

Arcadia Group lokar 260 verslunum

Philip Green, forstjóri og stærsti eigandi Arcadia, tilkynnti um það í morgun að Arcadia hygðist loka 260 verslunum á næstu þremur árum. Ástæðan er minnkandi hagnaður. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC féll hagnaður Arcadia saman um 38% milli ára, niður í 133 milljónir punda.

Viðskipti erlent

Warren Buffett er ekki "sósíalisti"

Þátturinn The Young Turks gerði viðbrögð Fox News við hugmynd Warren Buffett, um hækkun skatta á þá ofurríku, að umtalsefni. "Þeir eru að kalla Warren Buffett sósíalista. Hvað næst?" segir Cenk Uygur, stjórnandi þáttarins.

Viðskipti erlent

Kína orðinn stærsti snjallsímamarkaður heims

Kína er orðinn stærsti markaður heims fyrir snjallsíma með um 24 milljónir pantana inn á markað á þriðja ársfjóðungi, á meðan Bandaríkin voru á sama tíma með 23 milljónir. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Viðskipti erlent

Larry Page: Ég er að "springa" úr stolti

Larry Page, annar stofnenda Google og einn stærsti eigandi fyrirtækisins, flutti ræðu fyrir útskriftarnema á heimasvæði sínu í Michigan vorið 2009. Hann fer þar yfir sögu sína og hvernig hún tengist University of Michigan, en foreldrar hans kynntust þar. Ræðan þykir sú besta sem hann hefur flutt, en hann gerir það sjaldan.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Allt á suðupunkti í Suður-Evrópu

Staða efnahagsmála í nær öllum ríkjum í Suður-Evrópu er fjárfestum mikið áhyggjuefni í augnablikinu, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal í dag. Þetta hefur enduspeglast í sífellt hækkandi skuldatryggingaálagi á tíu ára ríkisskuldabréf ríkjanna. Álagið á undanförnum vikum hefur hækkað snarlega og er nú á bilinu 5 til rúmlega 7 prósent.

Viðskipti erlent

Facebook hannar snjallsíma

Samskiptasíðan Facebook hefur nú hafið þróun á sérhönnuðum snjallsíma. Talið er að samskiptasíðan sé nú þegar komin í samstarf við farsímaframleiðandann HTC.

Viðskipti erlent