Viðskipti erlent Daewo staðfestir að Mærsk hafi pantað 10 risaflutningaskip Skipasmíðastöðin Daewo í Suður Kóreu hefur nú staðfest að danska skipafélagið Mærsk Line hefur pantað 10 risavaxin flutningaskip hjá stöðinni. Viðskipti erlent 21.2.2011 09:26 Danskir bankastjórar í raun ósnertanlegir Rannsókn sem Jyllands Posten hefur gert á dönsku bönkunum leiðir í ljós að bankastjórar þeirra eru í raun ósnertanlegir. Viðskipti erlent 21.2.2011 07:31 Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 19.2.2011 09:11 Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Viðskipti erlent 18.2.2011 14:52 Dularfull DSB lest var gjöf til Gaddafi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB. Viðskipti erlent 18.2.2011 10:11 Álverðið yfir 2.500 dollurum frá mánaðarmótum Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist yfir 2.500 dollurum á tonnið frá síðustu mánaðarmótum. Raunar fór það hæst í tæpa 2.560 dollara í síðustu viku. Í dag stendur verðið í 2.505 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 18.2.2011 09:10 Frakkar leggja hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur sem liggja undan frönsku Rívierunni. Snekkjurnar eru í eigu milljarðamæringsins Boris Beresovskij en hald var lagt á þær að kröfu stjórnvalda í Rússlandi. Viðskipti erlent 18.2.2011 08:44 The Economist: Þýska undrið Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi“ og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Viðskipti erlent 17.2.2011 20:00 ISS í dönsku kauphöllina, stærsta skráningin í 16 ár Hreingerningarisinn ISS verður skráður í dönsku kauphöllina á næstunni og verður þar um að ræða stærstu nýskráningu félags á síðustu 16 árum í Danmörku. Talið er að núverandi eigendur ISS fái um 13,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 280 milljarða kr. í sinn hlut. Viðskipti erlent 17.2.2011 13:10 Sjálfsmynd eftir Andy Warhol seld á tvo milljarða Sjaldgæf sjálfsmynd eftir Andy Warhol seldist á uppboði hjá Christie´s í London fyrir 10,8 milljónir punda eða rétt rúmlega tvo milljarða kr. Viðskipti erlent 17.2.2011 08:42 Sjö látnir víkja í fyrra Fjármálaeftirlit Danmerkur krafðist þess sjö sinnum á síðasta ári að yfirmanni í fjármálageiranum yrði vikið úr starfi, að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Þrír í þessum hópi voru bankastjórar og hafa nú allir horfið til annarra starfa, eftir því sem Berlingske hefur eftir Fjármálaeftirlitinu ytra. Eftirlitið fékk í júlíbyrjun í fyrra auknar heimildir til að knýja á um breytingar hjá fjármálafyrirtækjum í tilvikum þar sem vafi lék á hæfi stjórnenda. Viðskipti erlent 16.2.2011 18:00 Lars von Trier selur þekktan húsbíl sinn Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur sett þekktan húsbíl sinn til sölu á eBay. Leikstjórinn vill fá 150.000 dollara eða 17,5 milljónir kr. fyrir gripinn þótt hann sé orðinn meir en tíu ára gamall. Viðskipti erlent 16.2.2011 14:40 Mærsk hefur lært að lifa með mafíunni í New York Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Viðskipti erlent 16.2.2011 10:58 Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. Viðskipti erlent 16.2.2011 10:08 Hagnaður móðurfélags Norðuráls 7 milljarðar í fyrra Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 60 milljóna dollara eða um 7 milljarða kr. hagnaði á síðasta ári. Þetta er gífurlegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 206 milljónum dollara. Viðskipti erlent 16.2.2011 09:17 Moody´s lækkar lánshæfið hjá fimm dönskum bönkum Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir hjá fimm dönskum bönkum í framhaldi af gjaldþroti Amagerbanken. Meðal þeirra eru Danske Bank og FIH bankinn sem var áður í íslenskri eigu. Viðskipti erlent 16.2.2011 08:18 Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Viðskipti erlent 15.2.2011 10:57 Magma tapaði milljarði á öðrum ársfjórðungi Magma Energy skilaði tapi upp á 9,1 milljón dollara eða ríflega milljarði kr. eftir skatta og afskriftir á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs félagsins en fjórðungnum lauk um áramótin. Þetta er töluvert verri niðurstaða en á sama tímabili árið áður þegar tapið nam 5,2 milljónum dollara. Viðskipti erlent 15.2.2011 10:05 Hrunadansinn við Tchenguiz bræður kostaði 370 milljarða Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni.“ Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.2.2011 10:00 Rómantískir kapitalistar eða er þetta tilviljun? Hinn 14. febrúar er yfirleitt góður dagur fyrir blómasala og konfektbúðir enda um Valintínusadaginn að ræða. Þessi dagur virðist einnig vera dagur þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum. Viðskipti erlent 14.2.2011 14:49 Obama ætlar að skera niður um 1.100 milljarða dollara Barack Obama bandaríkjaforseti hefur kynnt fjárlög sín fyrir árið 2012. Í þeim boðar forsetinn að ríkisútgjöldin verði skorin niður um 1.100 milljarða dollara eða um 130.000 milljarða kr. á næstu tíu árum. Repúblikanar segja þetta ekki nægilega mikinn niðurskurð. Viðskipti erlent 14.2.2011 13:02 Flótti Mubaraks olli verðlækkunum á olíu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra undanfarnar tíu vikur. Verð á WTI olíunni í New York er komið niður í 85,6 dollara á tunnuna og hefur ekki verið lægra síðan 10. nóvember. Ástæðan fyrir þessu er flótti Hosni Mubarak forseta Egyptalands úr embætti sínu fyrir helgina. Viðskipti erlent 14.2.2011 12:08 Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 14.2.2011 10:36 Ofurútgáfa af Range Rover kostar 50 milljónir Range Rover verksmiðjurnar munu í næsta mánuði kynna nýja útgáfu jeppans sem ber heitið Range Rover Autobiography Ultimate Edition. Þessi ofurútgáfa af jeppanum verður aðeins smíðuð í 500 klæðskerasaumuðum eintökum og reikna má með að kominn götuna á Íslandi kosti gripurinn yfir 50 milljónir kr. Viðskipti erlent 14.2.2011 10:06 Bretar vilja frysta eigur Mubaraks Skorað hefur verið á bresk stjórnvöld að frysta allar eigur Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hann á í Bretlandi. Breski fréttavefurinn Daily Mail segir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, leiti nú að miklum verðmætum sem Mubarak og fjölskylda hans komu út úr Egyptalandi í tíð þrjátíu ára Viðskipti erlent 14.2.2011 09:57 Stjórn Amagerbanken kærð til lögreglunnar Jens Hintze, hluthafi í Amagerbanken, hefur kært stjórn bankans til lögreglunnar. Hintze tapaði rúmlega 127.000 dönskum kr. eða um 2,7 milljón kr. á gjaldþroti Amagerbanken. Viðskipti erlent 14.2.2011 09:32 Boeing kynnir nýja Júmbó þotu Boeing flugvélaverksmiðjurnar kynntu nýja gerð af Júmbó þotum um helgina, rúmlega 40 árum frá því að fyrsta Júmbó þotan fór á loft. Með nýju þotunni ætla stjórnendur Boeing að reyna að vinna aftur þann dýrðarljóma sem lék um fyrstu Júmbó þoturnar. Viðskipti erlent 14.2.2011 09:08 Kaupþing eignast aflandsfélög Tchenguiz bróður Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 14.2.2011 08:36 Opinbert: Kína siglir framúr Japan Japan hefur tapað stöðu sinni sem annað stærsta efnahagsveldi heimsins. Kína hefur nú tekið þá stöðu opinberlega, þ.e. samkvæmt hagtölum, en þrálátar fréttir hafa birst á seinni part síðasta árs að þetta væri í raun staðan. Viðskipti erlent 13.2.2011 19:23 Gífurlegar hópuppsagnir framundan hjá Nokia Gífurlegar hópuppsagnir eru framundan hjá Nokia í framhaldi af umfangsmiklum samstarfssamningi sem fyrirtækið hefur gert við Microsoft. Um er að ræða að fleiri þúsund manns muni missa vinnu sina að því er segir í frétt um málið á business.dk. Viðskipti erlent 11.2.2011 14:37 « ‹ 236 237 238 239 240 241 242 243 244 … 334 ›
Daewo staðfestir að Mærsk hafi pantað 10 risaflutningaskip Skipasmíðastöðin Daewo í Suður Kóreu hefur nú staðfest að danska skipafélagið Mærsk Line hefur pantað 10 risavaxin flutningaskip hjá stöðinni. Viðskipti erlent 21.2.2011 09:26
Danskir bankastjórar í raun ósnertanlegir Rannsókn sem Jyllands Posten hefur gert á dönsku bönkunum leiðir í ljós að bankastjórar þeirra eru í raun ósnertanlegir. Viðskipti erlent 21.2.2011 07:31
Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 19.2.2011 09:11
Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Viðskipti erlent 18.2.2011 14:52
Dularfull DSB lest var gjöf til Gaddafi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB. Viðskipti erlent 18.2.2011 10:11
Álverðið yfir 2.500 dollurum frá mánaðarmótum Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist yfir 2.500 dollurum á tonnið frá síðustu mánaðarmótum. Raunar fór það hæst í tæpa 2.560 dollara í síðustu viku. Í dag stendur verðið í 2.505 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 18.2.2011 09:10
Frakkar leggja hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur sem liggja undan frönsku Rívierunni. Snekkjurnar eru í eigu milljarðamæringsins Boris Beresovskij en hald var lagt á þær að kröfu stjórnvalda í Rússlandi. Viðskipti erlent 18.2.2011 08:44
The Economist: Þýska undrið Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi“ og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Viðskipti erlent 17.2.2011 20:00
ISS í dönsku kauphöllina, stærsta skráningin í 16 ár Hreingerningarisinn ISS verður skráður í dönsku kauphöllina á næstunni og verður þar um að ræða stærstu nýskráningu félags á síðustu 16 árum í Danmörku. Talið er að núverandi eigendur ISS fái um 13,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 280 milljarða kr. í sinn hlut. Viðskipti erlent 17.2.2011 13:10
Sjálfsmynd eftir Andy Warhol seld á tvo milljarða Sjaldgæf sjálfsmynd eftir Andy Warhol seldist á uppboði hjá Christie´s í London fyrir 10,8 milljónir punda eða rétt rúmlega tvo milljarða kr. Viðskipti erlent 17.2.2011 08:42
Sjö látnir víkja í fyrra Fjármálaeftirlit Danmerkur krafðist þess sjö sinnum á síðasta ári að yfirmanni í fjármálageiranum yrði vikið úr starfi, að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Þrír í þessum hópi voru bankastjórar og hafa nú allir horfið til annarra starfa, eftir því sem Berlingske hefur eftir Fjármálaeftirlitinu ytra. Eftirlitið fékk í júlíbyrjun í fyrra auknar heimildir til að knýja á um breytingar hjá fjármálafyrirtækjum í tilvikum þar sem vafi lék á hæfi stjórnenda. Viðskipti erlent 16.2.2011 18:00
Lars von Trier selur þekktan húsbíl sinn Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur sett þekktan húsbíl sinn til sölu á eBay. Leikstjórinn vill fá 150.000 dollara eða 17,5 milljónir kr. fyrir gripinn þótt hann sé orðinn meir en tíu ára gamall. Viðskipti erlent 16.2.2011 14:40
Mærsk hefur lært að lifa með mafíunni í New York Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Viðskipti erlent 16.2.2011 10:58
Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. Viðskipti erlent 16.2.2011 10:08
Hagnaður móðurfélags Norðuráls 7 milljarðar í fyrra Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 60 milljóna dollara eða um 7 milljarða kr. hagnaði á síðasta ári. Þetta er gífurlegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 206 milljónum dollara. Viðskipti erlent 16.2.2011 09:17
Moody´s lækkar lánshæfið hjá fimm dönskum bönkum Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir hjá fimm dönskum bönkum í framhaldi af gjaldþroti Amagerbanken. Meðal þeirra eru Danske Bank og FIH bankinn sem var áður í íslenskri eigu. Viðskipti erlent 16.2.2011 08:18
Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Viðskipti erlent 15.2.2011 10:57
Magma tapaði milljarði á öðrum ársfjórðungi Magma Energy skilaði tapi upp á 9,1 milljón dollara eða ríflega milljarði kr. eftir skatta og afskriftir á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs félagsins en fjórðungnum lauk um áramótin. Þetta er töluvert verri niðurstaða en á sama tímabili árið áður þegar tapið nam 5,2 milljónum dollara. Viðskipti erlent 15.2.2011 10:05
Hrunadansinn við Tchenguiz bræður kostaði 370 milljarða Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni.“ Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr. Viðskipti erlent 15.2.2011 10:00
Rómantískir kapitalistar eða er þetta tilviljun? Hinn 14. febrúar er yfirleitt góður dagur fyrir blómasala og konfektbúðir enda um Valintínusadaginn að ræða. Þessi dagur virðist einnig vera dagur þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum. Viðskipti erlent 14.2.2011 14:49
Obama ætlar að skera niður um 1.100 milljarða dollara Barack Obama bandaríkjaforseti hefur kynnt fjárlög sín fyrir árið 2012. Í þeim boðar forsetinn að ríkisútgjöldin verði skorin niður um 1.100 milljarða dollara eða um 130.000 milljarða kr. á næstu tíu árum. Repúblikanar segja þetta ekki nægilega mikinn niðurskurð. Viðskipti erlent 14.2.2011 13:02
Flótti Mubaraks olli verðlækkunum á olíu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra undanfarnar tíu vikur. Verð á WTI olíunni í New York er komið niður í 85,6 dollara á tunnuna og hefur ekki verið lægra síðan 10. nóvember. Ástæðan fyrir þessu er flótti Hosni Mubarak forseta Egyptalands úr embætti sínu fyrir helgina. Viðskipti erlent 14.2.2011 12:08
Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 14.2.2011 10:36
Ofurútgáfa af Range Rover kostar 50 milljónir Range Rover verksmiðjurnar munu í næsta mánuði kynna nýja útgáfu jeppans sem ber heitið Range Rover Autobiography Ultimate Edition. Þessi ofurútgáfa af jeppanum verður aðeins smíðuð í 500 klæðskerasaumuðum eintökum og reikna má með að kominn götuna á Íslandi kosti gripurinn yfir 50 milljónir kr. Viðskipti erlent 14.2.2011 10:06
Bretar vilja frysta eigur Mubaraks Skorað hefur verið á bresk stjórnvöld að frysta allar eigur Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hann á í Bretlandi. Breski fréttavefurinn Daily Mail segir að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, The Serious Fraud Office, leiti nú að miklum verðmætum sem Mubarak og fjölskylda hans komu út úr Egyptalandi í tíð þrjátíu ára Viðskipti erlent 14.2.2011 09:57
Stjórn Amagerbanken kærð til lögreglunnar Jens Hintze, hluthafi í Amagerbanken, hefur kært stjórn bankans til lögreglunnar. Hintze tapaði rúmlega 127.000 dönskum kr. eða um 2,7 milljón kr. á gjaldþroti Amagerbanken. Viðskipti erlent 14.2.2011 09:32
Boeing kynnir nýja Júmbó þotu Boeing flugvélaverksmiðjurnar kynntu nýja gerð af Júmbó þotum um helgina, rúmlega 40 árum frá því að fyrsta Júmbó þotan fór á loft. Með nýju þotunni ætla stjórnendur Boeing að reyna að vinna aftur þann dýrðarljóma sem lék um fyrstu Júmbó þoturnar. Viðskipti erlent 14.2.2011 09:08
Kaupþing eignast aflandsfélög Tchenguiz bróður Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 14.2.2011 08:36
Opinbert: Kína siglir framúr Japan Japan hefur tapað stöðu sinni sem annað stærsta efnahagsveldi heimsins. Kína hefur nú tekið þá stöðu opinberlega, þ.e. samkvæmt hagtölum, en þrálátar fréttir hafa birst á seinni part síðasta árs að þetta væri í raun staðan. Viðskipti erlent 13.2.2011 19:23
Gífurlegar hópuppsagnir framundan hjá Nokia Gífurlegar hópuppsagnir eru framundan hjá Nokia í framhaldi af umfangsmiklum samstarfssamningi sem fyrirtækið hefur gert við Microsoft. Um er að ræða að fleiri þúsund manns muni missa vinnu sina að því er segir í frétt um málið á business.dk. Viðskipti erlent 11.2.2011 14:37