Verðhækkanir á kaffi gætu farið úr böndunum 29. apríl 2011 09:45 Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á heimsmarkaðinum og nú lítur út fyrir að þær gætu farið úr böndunum. Mikið úrhelli í Brasilíu og Kólombíu ásamt hættu á frosti í Brasilíu valda því að kaffibaunir gætu hækkað um 40%. Verð á kaffibaunum hefur þegar hækkað um 24% frá áramótum. Verð á Arabica baunum á markaðinum í New York fór í 3 dollara á pundið í gærdag og er það hæsta verð á þessum baunum í 14 ár. Rodrigo Costa aðstoðarforstjóri Newedge segir í samtali við Bloomberg að ef frost skellur á í Brasilíu á næstu dögum gæti staðan á kaffimarkaðinum orðið óbærileg. Hópur sérfræðinga sem Bloomberg ræddi við um þróunina á kaffimarkaðinum telur að ef frost skellur á í Brasilíu þannig að stór hluti uppskerunnar þar fari forgörðum muni verð á kaffibaunum hækka um 40% í framhaldinu. Miklar rigningar þar að undanförnu hafa þegar skaðað uppskeruna. Þetta er ekki góðar fréttir fyrir Íslendinga. Íslendingar eru í hópi mestu kaffineytenda í heiminum. Raunar deilda þeir öðru sætinu með Norðmönnum en báða þessar þjóðir nota tæp 10 kíló á kaffi á mann á hverju ári. Finnar eru í efsta sæti en þarlendis eru notuð 12 kíló af kaffi á mann árlega. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á heimsmarkaðinum og nú lítur út fyrir að þær gætu farið úr böndunum. Mikið úrhelli í Brasilíu og Kólombíu ásamt hættu á frosti í Brasilíu valda því að kaffibaunir gætu hækkað um 40%. Verð á kaffibaunum hefur þegar hækkað um 24% frá áramótum. Verð á Arabica baunum á markaðinum í New York fór í 3 dollara á pundið í gærdag og er það hæsta verð á þessum baunum í 14 ár. Rodrigo Costa aðstoðarforstjóri Newedge segir í samtali við Bloomberg að ef frost skellur á í Brasilíu á næstu dögum gæti staðan á kaffimarkaðinum orðið óbærileg. Hópur sérfræðinga sem Bloomberg ræddi við um þróunina á kaffimarkaðinum telur að ef frost skellur á í Brasilíu þannig að stór hluti uppskerunnar þar fari forgörðum muni verð á kaffibaunum hækka um 40% í framhaldinu. Miklar rigningar þar að undanförnu hafa þegar skaðað uppskeruna. Þetta er ekki góðar fréttir fyrir Íslendinga. Íslendingar eru í hópi mestu kaffineytenda í heiminum. Raunar deilda þeir öðru sætinu með Norðmönnum en báða þessar þjóðir nota tæp 10 kíló á kaffi á mann á hverju ári. Finnar eru í efsta sæti en þarlendis eru notuð 12 kíló af kaffi á mann árlega.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira