Viðskipti erlent

Ullarskortur yfirvofandi vegna flóðanna í Ástralíu

Ullarskortur er yfirvofandi í heiminum vegna flóðanna í vestanverðri Ástralíu. Flóðin í Queensland ásamt flóðum og þurrkum á öðrum sauðfjárræktarsvæðum landsins gera það að verkum að yfirvöld hafa dregið verulega úr áætlunum um ullarframleiðsluna í ár.

Viðskipti erlent

Goldman Sachs hættir við Facebooksölu

Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Evrulönd á krossgötum

Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s.

Viðskipti erlent

Bono hagnast um tugi milljarða á Facebook

Ef nýlega kaup Goldman Sachs og Digital Sky Technologies (DST) á hlut í samskiptavefnum Facebook gefa rétta mynd af markaðsvirði vefsins er ljóst að Bono, hinn litríki söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, hefur hagnast um tugi milljarða kr.

Viðskipti erlent

Fitch setur lánshæfi Grikklands í ruslflokk

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur ákveðið að setja lánshæfiseinkunn Grikklands í ruslflokk eða BB+ með neikvæðum horfum. Þar með fylgir Fitch í fótspor Moody´s og Standard & Poor´s sem einnig eru með lánshæfieinkunn landsins í ruslflokki.

Viðskipti erlent

Eignarhald ATP ógnar framtíð FIH bankans

Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans.

Viðskipti erlent

Danskur tóbaksrisi í milljarðakaupum vestan hafs

Danski tóbaksrisinn Skandinavisk Tobakskompagni (STG) hefur keypt Lane Ltd. eitt af dótturfélögum Reynolds í Bandaríkjunum fyrir rúmlega 200 milljónir dollara eða um 23 milljarða kr. Með kaupunum verður STG leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á vindlum, smávindlum og píputóbaki í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum

Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum.

Viðskipti erlent

Eigandi IKEA er auðugasti íbúi Sviss

Ingvar Kamprad eigandi IKEA er auðugasti íbúi Sviss samkvæmt nýjum lista sem tímaritið Bilanz hefur tekið saman um 300 auðugustu íbúa landsins. Samkvæmt Bilanz nemur auður Kamprad 38 milljörðum svissneskra franka eða sem svarar til tæplega 4.600 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Dressmann og Rolling Stones í eina sæng

Norska herrafatakeðjan Dressmann og hljómsveitin Rolling Stones hafa náð samkomulagi um samstarf sín í millum. Þar að auki hefur Dressmann látið hanna nýtt lógó og ætlar að breyta innréttingum í verslunum sínum.

Viðskipti erlent

Norrænn markaður styður vöxtinn

Útflutningur frá Eistlandi nam 860 milljónum evra (132,4 milljörðum króna) í nóvember síðastliðnum samkvæmt bráðabirgðatölum eistnesku hagstofunnar. Aukning frá fyrra ári nemur 48 prósentum að því er fram kemur í umfjöllun Baltic Business News.

Viðskipti erlent

Portúgal slapp fyrir horn í bili

Það heppnaðist hjá stjórnvöldum í Portúgal að sleppa fyrir horn í ríkisskuldabréfaútboði sínu í morgun. Það var dýrkeypt en vextirnir sem fengust voru þó undir 7% sem gert hefðu skuldir landsins ósjálfbærar.

Viðskipti erlent