Færa áhættulán í annað fyrirtæki 10. mars 2011 11:00 Stærsti banki Bandaríkjanna hyggur á hagræðingu. Fréttablaðið/AP Bank of America, einn umsvifamesti banki Bandaríkjanna, íhugar nú að loka einu af hverjum tíu útibúum sínum á næstu árum og færa tæpan helming af áhættusömustu fasteignaútlánunum inn í annað fjármálafyrirtæki, eins konar vondan banka sem mun halda utan um lélegar eignir bankans. Joe Price, forstöðumaður viðskiptabankasviðs Bank of America, segir í samtali við netútgáfu Orlando Business Journal, að helsta ástæðan fyrir lokun útibúanna séu breytingar á viðskiptahegðun, fleiri nýti sér heimabanka en áður. Hann útilokaði hins vegar ekki að útibúum muni fjölga á öðrum markaðssvæðum þar sem viðskiptavinir hafi ekki nýtt sér tæknina í sama mæli eða þar sem útibúa er þörf. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Terry Laughlin, framkvæmdastjóra hjá Bank of America, sem hélt erindi um bankann í New York í vikunni, að ráðist hafi verið í aðgerðina eftir yfirtöku Bank of America á fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial haustið 2008. - jab Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bank of America, einn umsvifamesti banki Bandaríkjanna, íhugar nú að loka einu af hverjum tíu útibúum sínum á næstu árum og færa tæpan helming af áhættusömustu fasteignaútlánunum inn í annað fjármálafyrirtæki, eins konar vondan banka sem mun halda utan um lélegar eignir bankans. Joe Price, forstöðumaður viðskiptabankasviðs Bank of America, segir í samtali við netútgáfu Orlando Business Journal, að helsta ástæðan fyrir lokun útibúanna séu breytingar á viðskiptahegðun, fleiri nýti sér heimabanka en áður. Hann útilokaði hins vegar ekki að útibúum muni fjölga á öðrum markaðssvæðum þar sem viðskiptavinir hafi ekki nýtt sér tæknina í sama mæli eða þar sem útibúa er þörf. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Terry Laughlin, framkvæmdastjóra hjá Bank of America, sem hélt erindi um bankann í New York í vikunni, að ráðist hafi verið í aðgerðina eftir yfirtöku Bank of America á fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial haustið 2008. - jab
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira