Viðskipti erlent

Örlög Portúgals ráðast á morgun

Margir telja að Portúgal rambi nú á barmi þjóðargjaldþrots en örlög landsins munu væntanlega ráðast á morgun. Þá ætla portúgölsk stjórnvöld að bjóða út fimm og tíu ára ríkisskuldabréf. Fari vextirnir af tíu ára bréfunum yfir 7% í útboðinu eru allar líkur á að Portúgalir kasti handklæðinu í hringinn og leiti ásjár ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Viðskipti erlent

Fjárfesting dróst saman

Hagvöxtur í ríkjunum sextán sem mynda evrusvæðið varð minni á þriðja fjórðungi síðasta árs en spáð hafði verið. Það dró úr fjárfestingu og neysla almennings jókst minna en spár gerðu ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Járnblendiverksmiðjan í kínverska eigu

Viðskipti með hlutabréf í norska iðnaðarrisanum Orkla voru stöðvuð um tíma í kauphöllinni í Osló í morgun. Þetta gerðist eftir að Orkla staðfesti samningaviðræður við kínverska félagið China National Bluestar um kaup þess á Elkem, þar á meðal járnblendiverksmiðju þess á Grundartanga.

Viðskipti erlent

DuPont gerir 740 milljarða tilboð í Danisco

Bandaríski efnarisinn DuPont hefur gert 6,3 milljarða dollara eða rúmlega 740 milljarða kr. tilboð í danska matvælafyrirtækið Danisco. Danisco framleiðir m.a. ýmis aukaefni og ensím til matvælagerðar og segir DuPont að framleiðsla Danisco passi vel við starfsemi sína.

Viðskipti erlent

Rífandi gangur hjá House of Fraser

Rífandi gangur var í jólaversluninni hjá bresku tískuverslunarkeðjunni House of Fraser. Salan jókst um 8,5% á síðustu fimm vikunum fyrir jólin miðað við sama tímabil árið áður. John King forstjóri keðjunnar segir að ef veðrið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði mátt mæla aukninguna í tveggja stafa tölu.

Viðskipti erlent

Borguðu þó nokkra milljarða fyrir Hotel D´Angleterre

Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum.

Viðskipti erlent

Óveðrið gæti kostað flugfélagið marga milljarða króna

Óveðrið í Bretlandi og víðar í Evrópu í desember gæti hafa kostað British Airwyas 50 milljónir sterlingspunda. Farþegum á vegum flugfélagsins fækkaði verulega miðað við sama tíma fyrir ári, vegna snjókomu og íss. Hundruð flugferða á vegum BA var aflýst og mörgum flugvöllum í Bretlandi, Evrópu og Norður Ameríku var lokað. Farþegar á vegum flugfélagsins voru 2,1 milljón nú í desember en voru 2,4 milljónir fyrir ári.

Viðskipti erlent

Matvælaverð aldrei hærra

Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, samkvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar uppþot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat.

Viðskipti erlent

Telur evruna lifa af

Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsamstarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum.

Viðskipti erlent

Útflutningur jókst um 20 prósent

Verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi jókst sjöunda árið í röð í fyrra og nam þá um 1.100 milljörðum íslenskra króna sem er um 20 prósenta aukning frá 2009. Frakklands- og Rússlandsmarkaðir eru stærstu útflutningsmarkaðir norsks sjávarútvegs.

Viðskipti erlent

Konur eyða átta mánuðum af ævi sinni í að finna besta "dílinn"

Meðalkonan í Bretlandi eyðir átta mánuðum á lífi sínu í það að finna góðan "díl" í verslunum. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós en í henni voru verslunarvenjur 4000 kvenna rannsakaðar í þaula. Að meðaltali eyðir kona um 20 mínútum í að skoða föt í hverri verslunarferð og flestar konur fara í fataverslanir átta sinnum í mánuði, samkvæmt rannsókninni.

Viðskipti erlent

Flóðin í Ástralíu hafa áhrif á stálframleiðslu heimsins

Hin gríðarmiklu flóð sem verið hafa í Queensland í Ástralíu síðustu daga geta haft áhrif á stálverð í heiminum til langs tíma. Ástæðan er sú að framleiðsla hefur stöðvast í stórum hluta kolanáma héraðsins en kol úr námunum eru notuð til þess að keyra helming allra stálvera heimsins. Sérfræðingar segja þó enn of snemmt að spá fyrir um áhrif flóðanna, það fari eftir hve lengi þau munu standa.

Viðskipti erlent