Gullæði ríkir í Danmörku 4. mars 2011 08:35 Hið himinháa heimsmarkaðsverð á gulli hefur leitt til þess að gullæði er runnið á Dani. Þeir keppast nú við að finna gamla skartgripi, úr og erfðagripi sem þeir selja hjá gullkaupendum í Danmörku. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar er haft eftir Rebecca Falck eigenda Falck Guld að þar á bæ hafi fjöldi ánægðra viðskipta vina komið með gamla gullgripi sína og gengið á brott með hundruð þúsunda kr. í vasanum. Falck Guld sérhæfir sig í að kaupa gull og silfur frá almenningi og endurselja það. Rebecca Falck segir að fjöldi viðskiptavina hafi margfaldast á undanförnum vikum og mánuðum. Hvað silfur varðar segir Rebecca að enn sé engin aukning á sölu erfðagripa úr silfri en hún er viss um að sú aukning sé rétt handan við hornið. „Silfur hefur verið að hækka í verði undanfarna daga og ef sú þróun heldur áfram er ég viss um að við munum merkja áhrifin á því,“ segir Rebecca Falck. Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hið himinháa heimsmarkaðsverð á gulli hefur leitt til þess að gullæði er runnið á Dani. Þeir keppast nú við að finna gamla skartgripi, úr og erfðagripi sem þeir selja hjá gullkaupendum í Danmörku. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar er haft eftir Rebecca Falck eigenda Falck Guld að þar á bæ hafi fjöldi ánægðra viðskipta vina komið með gamla gullgripi sína og gengið á brott með hundruð þúsunda kr. í vasanum. Falck Guld sérhæfir sig í að kaupa gull og silfur frá almenningi og endurselja það. Rebecca Falck segir að fjöldi viðskiptavina hafi margfaldast á undanförnum vikum og mánuðum. Hvað silfur varðar segir Rebecca að enn sé engin aukning á sölu erfðagripa úr silfri en hún er viss um að sú aukning sé rétt handan við hornið. „Silfur hefur verið að hækka í verði undanfarna daga og ef sú þróun heldur áfram er ég viss um að við munum merkja áhrifin á því,“ segir Rebecca Falck.
Mest lesið Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira