Viðskipti erlent

Gjaldþrot fyrirtækja aldrei fleiri í Danmörku

Fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum í Danmörku fór í 581 í febrúar en þau voru 519 í janúar. Samkvæmt frétt á börsen.dk hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri í einum mánuði í landinu frá árinu 1979 þegar byrjað var að taka saman upplýsingar um þau.

Viðskipti erlent

Lukkulegir hjá Lego, annar methagnaður í höfn

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur ástæðu til að fagna. Annað árið í röð varð methagnaður hjá Lego. Á síðasta ári varð hagnaðurinn tæpir 2,9 milljarðar danskra kr. eða um 66 milljarðar kr. fyrir skatta. Fyrra metár var 2008 þegar hagnaðurinn nam 1,85 milljörðum danskra kr.

Viðskipti erlent

Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu

Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar.

Viðskipti erlent

Atvinnulausum fækkar óvænt í Danmörku

Atvinnlausum fækkaði óvænt í Danmörku í janúar og voru þá 118.000 á atvinnuleysisskrá í landinu. Þetta er 4,2% atvinnuleysi en fimm sérfræðingar sem spáðu fyrir um atvinnuleysið á börsen.dk höfðu reiknað með atvinnuleysi upp á 4,5%.

Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum

Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.

Viðskipti erlent

Nissan innkallar hálfa milljón bíla

Nissanverksmiðjurnar þurfa að innkalla hálfa milljón bíla, að langstærstum hluta til í Bandaríkjunum, vegna bilunar í bremsubúnaði og eldsneytismæli. Í tilkynningu frá bílaframleiðandanum segir að Nissan verksmiðjurnar muni gera við þá bíla sem kunni að vera bilaðir. Um sé að ræða vöruflutningabíla og smáflutningabíla. Talsmenn Nissan verksmiðjanna segja að enginn slys hafi orðið vegna þessara bilanna.

Viðskipti erlent

Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið

Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar.

Viðskipti erlent

Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar

Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi.

Viðskipti erlent

Verðfall á hótelgistingum á Norðurlöndunum

Mikið verðfall hefur orðið á hótelgistingum á Norðurlöndunum undanfarið ár. Verðin hafa lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi eða 21%, í Osló er verðlækkunin 19% og í Kaupmannahöfn er nú 13% ódýrara að gista á hóteli en fyrir ári síðan.

Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir auka skortstöður gegn breska pundinu

Breska pundið hefur fallið töluvert í dag og er nú komið í 1,50 á móti dollaranum sem er lægsta gengi pundsins gagnvart dollara undanfarna 10 mánuði. Á sama tíma berast fréttir um að vogunarsjóðir og spákaupmenn hafi aukið mjög skortstöður sínar gegn pundinu.

Viðskipti erlent

Vogunarsjóðir græða grimmt á gríska harmleiknum

Vogunarsjóðir hafa grætt stórar upphæðir á skuldasúpu Grikklands með því að leggja fram tryggingar fyrir þá evrópsku banka sem liggja inni með stórar stöður í gríska hagkerfinu. Sjóðirnir sáu fyrir að þessir banka myndu vilja losa sig úr þessum stöðum og selja grísk skuldabréf sem þeir áttu.

Viðskipti erlent

Apple notaði börn sem vinnuafl

Apple tölvufyrirtækið hefur viðurkennt að börn hafi verið notuð til vinnu í verksmiðjum sem annast samsetningu á Ipod og öðrum tækjum. Að minnsta kosti ellefu fimmtán ára börn unnu slík störf í þrem verksmiðjum á síðasta ári.

Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Warren Buffett

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett tilkynnti um helgina að fjárfestingarfélag hans, Berkshire Hathaway, hefði skilað methagnaði á síðasta ári. Alls nam hagnaðurinn 21,8 milljörðum dollara eða tæplega 2.800 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Meiri hætta stafar af Kaliforníu

Forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase segir að umheiminum stafi muni meiri hætta af efnahagsástandinu í Kaliforníu heldur en efnahagsvandræðum Grikkja. Geti ríkið ekki staðið skil á skuldum sínum geti það haft keðjuverkandi áhrif á önnur ríki Bandaríkjanna og um leið umheiminn. Þetta kom fram í máli forstjórans, Jamie Dimon, á ársfundi fjármálastofnanna á Wall Street í gær.

Viðskipti erlent

Gatorade sparkar Tiger Woods

Það virðist blása hressilega á móti bandaríska kylfingnum Tiger Woods þessa dagana. Orkudrykkjafyrirtækið Gatorade hefur sagt upp auglýsingasamningum við Woods í kjölfar frétta af framhjáhaldi hans.

Viðskipti erlent