Viðskipti erlent

Verðlækkanir á hrásykri framundan, sykurbólunni lokið

Verðlækkanir á hrásykri eru framundan og telja sérfræðingar að sykurbólunni sem verið hefur á markaðinum allt síðasta ár sé lokið. Verð á hrásykri náði rúmum 30 sentum á pundið í síðasta mánuði og var það hæsta verð sem fengist hefur síðan í janúar 1981 eða fyrir 29 árum.

Viðskipti erlent

Þýskaland og Sviss á leið í skattastríð

Þýsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhuga sínum á því að taka tilboði tölvusérfræðings sem hefur boðið þeim lista með nöfnun 1.500 Þjóðverja sem eiga leynilega reikninga í svissneskum bönkum. Þetta hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð af hálfu svissneskra stjórnvalda.

Viðskipti erlent

IKEA í stórsókn á danska markaðinum

Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.

Viðskipti erlent

Ráðherra varar við falli UBS bankans í Sviss

Eveline Widmer-Schlumpf dómsmálaráðherra Sviss hefur varað við því að UBS bankinn gæti fallið. Framtíð bankans mun ráðast af viðkvæmum samningaviðræðum sem eru í gangi í Bandaríkjunum í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skattsvikum þar í landi.

Viðskipti erlent

Dr. Doom óttast fasteignabólu í Noregi

Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, betur þekktur sem dr. Doom, óttast að fasteignabóla sé í uppsiglingu í Noregi. Þetta kom fram í ræð sem hann hélt á ráðstefnu í Osló en þangað flaug prófessorinn beint frá Davos í Sviss.

Viðskipti erlent

Sænska öryggislögreglan og FBI stoppuðu söluna á Saab

Í ljós hefur komið að sænska öryggislögereglan og bandaríska alríkislögreglan FBI stoppuðu söluna á Saab í desember s.l. Ástæðan voru tengsl Antonovgroup við skipulagða glæpastarfsemi í Rússlandi. Salan fór síðan fram í þessum mánuði eftir að Antonovgroup var komin úr kaupendahópnum.

Viðskipti erlent

Peugeot innkallar einnig bíla

Franska bílaframleiðslufyrirtækið Peugeot ákvað í gærkvöldi að innkalla tæplega 100 þúsund bifreiðir af gerðinni Peugeot 107s og Citroen C1s. Fyrirtækið gerir þetta af sömu ástæðum og Toyota innkallaði bifreiðar á föstudag eftir að gallar í eldsneytisgjöf komu í ljós. Talið er að kalla þurfi inn fimm þúsund Toyota-bifreiðar hér á landi en allt að 1,8 milljónir bifreiðar í Evrópu vegna þessa.

Viðskipti erlent

Ben Bernanke endurkjörinn seðlabankastjóri

Bandaríska öldungadeildin kaus í dag um hvort Ben S. Bernanke skyldi fá að vera seðlabankastjóri Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bernanke hlaut góða kosningu en 70 öldungardeildarþingmenn vildu hafa hann áfram í embætti en 30 voru á móti.

Viðskipti erlent

Kalla inn 6,5 milljónir bíla

Toyota í Bandaríkjunum hefur innkallað 6,5 milljónir bíla, bæði nýja og notaða, vegna hugsanlegs galla sem veldur því að bensíngjöf þeirra stendur á sér og gæti átt til að festast. Frá þessu er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.

Viðskipti erlent

Stórir danskir bankar fjármagna glæpasamtök

Fleiri af stærstu bönkum Danmerkur hafa lagt fjármagn í fasteignakaup og rekstur þekktra meðlima mótorhjóla/glæpasamtakana Hells Angels og Bandidos. Bankarnir hafa einkum verið duglegir að fjármagna klúbbhús þessara samtaka víða í landinu.

Viðskipti erlent

SAAB loksins selt

Loksins sér fyrir endan á sögunni endalausu um framtíð SAAB, sænska bílaframleiðandans. Bandaríski bílarisinn General Motors staðfesti í dag að SAAB verði selt til hollenska sportbílaframleiðandans Spyker. Í rúmt ár hefur GM reynt að selja sænska fyrirtækið og fyrr í mánuðinum var það gefið út að verksmiðjum SAAB yrði lokað.

Viðskipti erlent

Breskir þingmenn vilja ekki endurtekningu á Icesave

Breskir þingmenn vilja að fjármálaeftirlitinu þar í landi verði færð aukin völd til að fylgjast með fyrirtækjum sem ráðleggja sveitarfélögum að ávaxta sparifé. Þingmennirnir vilja ekki að Icesave endurtaki sig, en sveitarfélög, opinberir aðilar og góðgerðarsamtökum töpuðu nær 200 milljörðum kr. á reikningunum.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur á ný í Bretlandi

Hagfræðingar spá því að tölur fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs, sem birtar verði í dag sýni hagvöxt í fyrsta skipti frá því samdráttarskeið hófst í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi tvöþúsund og átta.

Viðskipti erlent