Viðskipti erlent Madoff eyðir útivistinni í félagskap mafíuforingja Stórsvindlarinn Bernhard Madoff afplánar lífstíðardóm sinn í breiðum hópi glæpamanna en útivistinni innan múranna eyðir hann í félagsskap mafíuforingjans Carmine John Persisco Jr. sem er núverandi höfuð Colombio-fjölskyldunnar þrátt fyrir að sitja bakvið lás og slá. Viðskipti erlent 16.11.2009 11:20 Fasteignaverð í Danmörku hækkar í fyrsta sinn í þrjú ár Eftir að hafa lækkað nær stanslaust í þrjú ár fer fasteignaverð í Danmörku loksins hækkandi á ný. Þetta sýna nýjar tölur frá hagstofu Danmerkur. Viðskipti erlent 16.11.2009 09:19 Danske Bank upplifir írska martröð Danske Bank hefur neyðst til þess að afskrifa írskar bankaeignir sínar um nokkra milljarða danskra kr., eða um 100 milljarða kr., það sem af er árinu. Danske Bank festi kaup á tveimur írskum bönkum árið 2005 þegar „Keltneski tígurinn" tók stökkið. Fyrir bankana borgaði Danske Bank sem svarar til 10,4 milljarða danskra kr. Viðskipti erlent 16.11.2009 08:52 Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og slær nýtt verðmet nær daglega þessa stundina. Í morgun var verðið komið í tæpa 1.130 dollara á únsuna og hefur aldrei verið hærra í sögunni. Viðskipti erlent 16.11.2009 08:24 Magma tapar tæplega þremur milljónum dollara Félagið Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma fyrir ári tapaði fyrirtækið rúmlega áttahundruð þúsund dollurum. Magma Energy á meðal annars hlut í HS orku á Suðurnesjum. Viðskipti erlent 15.11.2009 15:36 Uppboð á eignum Maddof skilar milljón dollurum Uppboð á eignum óheiðarlega verðbréfamiðlarans Bernie Maddoff skilaði inn milljón dollurum eða 124 milljónum króna. Maddoff var, eins og kunnugt er, dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að svíkja út 21 milljarð dollara fyrr á árinu. Viðskipti erlent 15.11.2009 13:20 Royal Unibrew tekur upp slaginn gegn Carlsberg Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur ætla að taka upp slaginn við stórabróður á markaðinum Carlsberg. Þetta kemur fram í sjónvarpsviðtali á börsen.dk við Henrik Brandt forstjóra Royal Unibrew. Viðskipti erlent 13.11.2009 13:30 Gjaldþrotakóngur Dana komst í þrot 97 sinnum á 3 árum Tíu mestu gjaldþrotakóngar/kennitöluflakkarar Danmerkur eru með dauða 271 fyrirtækja/félaga á samviskunni. Einn þeirra hefur 97 sinnum lýst yfir gjaldþroti á síðustu þremur árum. Viðskipti erlent 13.11.2009 13:00 Evrusvæðið réttir úr kútnum Vöxtur var á þriðja ársfjórðungi á evrusvæðinu samkvæmt nýjum hagtölum. Hagvöxtur hjá þeim 16 löndum sem nota evru sem gjaldmiðil mældist 0,4 prósent á tímabilinu júlí til september en samdráttur var á sama svæði á tímabilinu Apríl til júní. Hagkerfi Þýskalands og Frakklands hafa nú sýnt vöxt síðastliðna tvo fjórðunga sem þykir staðfesta að tvö stærstu hagkerfi evrusvæðisins séu laus við samdráttinn. Viðskipti erlent 13.11.2009 11:16 Kostnaður við að bjarga bönkum gerir Íra brjálaða í skapinu Hjúkrunarkonur, slökkviliðsmenn og þúsundir opinberra starfsmanna á Írlandi hóta nú verkfallsaðgerðum ef laun þeirra verða lækkuð til að mæta kostnaði hins opinbera við að bjarga bönkum landsins. Almenningur á Írlandi telur almennt að kostnaðurinn muni verulega íþyngja komandi kynslóð landsins. Viðskipti erlent 13.11.2009 10:42 Fyrrum bankastjórar að kaupa gjaldþrota banka Nokkrir fyrrverandi bankastjórar hyggjast bjóða í gjaldþrota banka sem brátt fara á uppboð hjá innistæðustryggingarsjóði Bandaríkjanna (FIDC). Bankastjórarnir eru studdir af bönkum á borð við Goldman Sachs og Deutsche Bank. Viðskipti erlent 13.11.2009 09:42 Straumur seldi rekstur Magasin en heldur fasteignunum Solstra Holding seldi Debenhams aðeins reksturinn í Magasin du Nord en heldur áfram fasteignum verslunarinnar. Þar að auki fylgdi með í kaupum Debenhams 25 ára leigusamningur á fasteignunum sem hýsa Magasin du Nord. Viðskipti erlent 12.11.2009 13:24 Forstjóri Magasin mjög ánægður með kaup Debenhams Jón Björnsson forstjóri Magasin du Nord er mjög ánægður með kaup bresku verslunarkeðjunnar Debenhams á dönsku stórversluninni. „Það er óskastaða fyrir Magasin að vera nú komið í eigu verslunarmanna," segir Jón í samtali við börsen.dk. Viðskipti erlent 12.11.2009 10:02 Actacvis býður rúma 372 milljarða í Ratiopharm Samkvæmt frétt á Reuters er Actavis í hópi tíu fyrirtækja/fjárfesta sem gert hafa tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Tilboðin liggja á bilinu 2 til 2,5 milljarðar evra eða 372 til 465 milljarða kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 09:01 Debenhams kaupir Magasin du Nord á 2,5 milljarða Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 08:40 Kolaport fyrir milljarðamæringa á netinu Milljarðamæringar hafa nú fengið sinn eigin útimarkað eða kolaport á netinu. Síðan heitir billionaireXchange.com og þar getur maður m.a. skipta á villunni sinni í Beverly Hills fyrir víngarð í Frakklandi. Viðskipti erlent 11.11.2009 15:05 Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:42 Nordea: Flensan gæti kostað Dani 225 milljarða Helge J. Petersen aðalhagfræðingur Nordea bankans hefur reiknað það út að flensufaraldurinn sem herjar á Danmörku gæti kostað þjóðarbúið 9 milljarða danskra kr. eða um 225 milljarða kr. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:15 Pólland selur Spáni loftslagskvóta fyrir 4,7 milljarða Pólland hefur selt Spáni hluta af loftslagskvóta sínum fyrir 25 milljónir evra eða um 4,7 milljarða kr. Skrifað var undir samkomulag þessa efnis nú í vikunni. Viðskipti erlent 11.11.2009 09:12 Bókhaldshneyksli hjá Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar Stjórn Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, Copenhagen Business School, glímir nú við töluvert bókhaldshneyksli sem fyrrum rektor skólans lét eftirmanni sínum í té er hann lét af störfum í ágúst s.l. Viðskipti erlent 11.11.2009 08:46 Landic Property VII tekið til gjaldþrotaskipta Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Viðskipti erlent 10.11.2009 14:38 Olíubirgðir heimsins klárast fyrr en áður var talið Olíubirgðir heimsins eru mun nær því að klárast en viðurkennt hefur verið. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu Guardian í dag, þar sem einnig kemur fram að hámarki olíuframleiðslu í heiminum sé þegar náð. Viðskipti erlent 10.11.2009 12:23 Boeing þota Donalds Trump er til sölu Boeing 727 einkaþota auðkýfingsins Donalds Trump er til sölu. Þotan er einkum þekkt fyrir að vera merkt Trump í risavöxnum stöfum á hliðinni, stöfum sem munu vera úr blaðgulli. Viðskipti erlent 10.11.2009 11:00 Hagnaður norska olíusjóðsins 70% af landsframleiðslu Noregs Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár. Viðskipti erlent 10.11.2009 10:11 Búðahnupl miðstéttarfólks vaxandi vandamál í Bretlandi Búðahnupl hefur aldrei mælst meira í Bretlandi og það er miðstéttarfólk sem stendur fyrir aukningunni. Það fer út í þessa glæpi til að reyna að halda í fyrrum lífstíl sinn. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:41 FIH meðal þeirra sem tryggja hlutafjárútboð Sjælsö Gruppen FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:16 Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:29 Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:10 Þýskaland hnyklar útflutningsvöðvana Útflutningur frá Þýskalandi jókst um 3,8% milli mánaðana ágúst og september í ár. Þetta er mun meiri aukning en sérfræðingar áttu von á og eru tölurnar túlkaðar sem ný teikn um aukinn vöxt í stærsta hagkerfi Evrópu. Viðskipti erlent 9.11.2009 15:21 AGS íhugar tryggingargjald á banka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Viðskipti erlent 9.11.2009 13:45 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Madoff eyðir útivistinni í félagskap mafíuforingja Stórsvindlarinn Bernhard Madoff afplánar lífstíðardóm sinn í breiðum hópi glæpamanna en útivistinni innan múranna eyðir hann í félagsskap mafíuforingjans Carmine John Persisco Jr. sem er núverandi höfuð Colombio-fjölskyldunnar þrátt fyrir að sitja bakvið lás og slá. Viðskipti erlent 16.11.2009 11:20
Fasteignaverð í Danmörku hækkar í fyrsta sinn í þrjú ár Eftir að hafa lækkað nær stanslaust í þrjú ár fer fasteignaverð í Danmörku loksins hækkandi á ný. Þetta sýna nýjar tölur frá hagstofu Danmerkur. Viðskipti erlent 16.11.2009 09:19
Danske Bank upplifir írska martröð Danske Bank hefur neyðst til þess að afskrifa írskar bankaeignir sínar um nokkra milljarða danskra kr., eða um 100 milljarða kr., það sem af er árinu. Danske Bank festi kaup á tveimur írskum bönkum árið 2005 þegar „Keltneski tígurinn" tók stökkið. Fyrir bankana borgaði Danske Bank sem svarar til 10,4 milljarða danskra kr. Viðskipti erlent 16.11.2009 08:52
Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og slær nýtt verðmet nær daglega þessa stundina. Í morgun var verðið komið í tæpa 1.130 dollara á únsuna og hefur aldrei verið hærra í sögunni. Viðskipti erlent 16.11.2009 08:24
Magma tapar tæplega þremur milljónum dollara Félagið Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma fyrir ári tapaði fyrirtækið rúmlega áttahundruð þúsund dollurum. Magma Energy á meðal annars hlut í HS orku á Suðurnesjum. Viðskipti erlent 15.11.2009 15:36
Uppboð á eignum Maddof skilar milljón dollurum Uppboð á eignum óheiðarlega verðbréfamiðlarans Bernie Maddoff skilaði inn milljón dollurum eða 124 milljónum króna. Maddoff var, eins og kunnugt er, dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að svíkja út 21 milljarð dollara fyrr á árinu. Viðskipti erlent 15.11.2009 13:20
Royal Unibrew tekur upp slaginn gegn Carlsberg Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur ætla að taka upp slaginn við stórabróður á markaðinum Carlsberg. Þetta kemur fram í sjónvarpsviðtali á börsen.dk við Henrik Brandt forstjóra Royal Unibrew. Viðskipti erlent 13.11.2009 13:30
Gjaldþrotakóngur Dana komst í þrot 97 sinnum á 3 árum Tíu mestu gjaldþrotakóngar/kennitöluflakkarar Danmerkur eru með dauða 271 fyrirtækja/félaga á samviskunni. Einn þeirra hefur 97 sinnum lýst yfir gjaldþroti á síðustu þremur árum. Viðskipti erlent 13.11.2009 13:00
Evrusvæðið réttir úr kútnum Vöxtur var á þriðja ársfjórðungi á evrusvæðinu samkvæmt nýjum hagtölum. Hagvöxtur hjá þeim 16 löndum sem nota evru sem gjaldmiðil mældist 0,4 prósent á tímabilinu júlí til september en samdráttur var á sama svæði á tímabilinu Apríl til júní. Hagkerfi Þýskalands og Frakklands hafa nú sýnt vöxt síðastliðna tvo fjórðunga sem þykir staðfesta að tvö stærstu hagkerfi evrusvæðisins séu laus við samdráttinn. Viðskipti erlent 13.11.2009 11:16
Kostnaður við að bjarga bönkum gerir Íra brjálaða í skapinu Hjúkrunarkonur, slökkviliðsmenn og þúsundir opinberra starfsmanna á Írlandi hóta nú verkfallsaðgerðum ef laun þeirra verða lækkuð til að mæta kostnaði hins opinbera við að bjarga bönkum landsins. Almenningur á Írlandi telur almennt að kostnaðurinn muni verulega íþyngja komandi kynslóð landsins. Viðskipti erlent 13.11.2009 10:42
Fyrrum bankastjórar að kaupa gjaldþrota banka Nokkrir fyrrverandi bankastjórar hyggjast bjóða í gjaldþrota banka sem brátt fara á uppboð hjá innistæðustryggingarsjóði Bandaríkjanna (FIDC). Bankastjórarnir eru studdir af bönkum á borð við Goldman Sachs og Deutsche Bank. Viðskipti erlent 13.11.2009 09:42
Straumur seldi rekstur Magasin en heldur fasteignunum Solstra Holding seldi Debenhams aðeins reksturinn í Magasin du Nord en heldur áfram fasteignum verslunarinnar. Þar að auki fylgdi með í kaupum Debenhams 25 ára leigusamningur á fasteignunum sem hýsa Magasin du Nord. Viðskipti erlent 12.11.2009 13:24
Forstjóri Magasin mjög ánægður með kaup Debenhams Jón Björnsson forstjóri Magasin du Nord er mjög ánægður með kaup bresku verslunarkeðjunnar Debenhams á dönsku stórversluninni. „Það er óskastaða fyrir Magasin að vera nú komið í eigu verslunarmanna," segir Jón í samtali við börsen.dk. Viðskipti erlent 12.11.2009 10:02
Actacvis býður rúma 372 milljarða í Ratiopharm Samkvæmt frétt á Reuters er Actavis í hópi tíu fyrirtækja/fjárfesta sem gert hafa tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Tilboðin liggja á bilinu 2 til 2,5 milljarðar evra eða 372 til 465 milljarða kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 09:01
Debenhams kaupir Magasin du Nord á 2,5 milljarða Breska verslunarkeðjan Debenhams hefur fest kaup á dönsku stórversluninni Magasin du Nord. Kaupverðið er 12,3 milljónir punda eða um 2,5 milljarðar kr. Viðskipti erlent 12.11.2009 08:40
Kolaport fyrir milljarðamæringa á netinu Milljarðamæringar hafa nú fengið sinn eigin útimarkað eða kolaport á netinu. Síðan heitir billionaireXchange.com og þar getur maður m.a. skipta á villunni sinni í Beverly Hills fyrir víngarð í Frakklandi. Viðskipti erlent 11.11.2009 15:05
Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:42
Nordea: Flensan gæti kostað Dani 225 milljarða Helge J. Petersen aðalhagfræðingur Nordea bankans hefur reiknað það út að flensufaraldurinn sem herjar á Danmörku gæti kostað þjóðarbúið 9 milljarða danskra kr. eða um 225 milljarða kr. Viðskipti erlent 11.11.2009 13:15
Pólland selur Spáni loftslagskvóta fyrir 4,7 milljarða Pólland hefur selt Spáni hluta af loftslagskvóta sínum fyrir 25 milljónir evra eða um 4,7 milljarða kr. Skrifað var undir samkomulag þessa efnis nú í vikunni. Viðskipti erlent 11.11.2009 09:12
Bókhaldshneyksli hjá Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar Stjórn Viðskiptaskóla Kaupmannahafnar, Copenhagen Business School, glímir nú við töluvert bókhaldshneyksli sem fyrrum rektor skólans lét eftirmanni sínum í té er hann lét af störfum í ágúst s.l. Viðskipti erlent 11.11.2009 08:46
Landic Property VII tekið til gjaldþrotaskipta Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Viðskipti erlent 10.11.2009 14:38
Olíubirgðir heimsins klárast fyrr en áður var talið Olíubirgðir heimsins eru mun nær því að klárast en viðurkennt hefur verið. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu Guardian í dag, þar sem einnig kemur fram að hámarki olíuframleiðslu í heiminum sé þegar náð. Viðskipti erlent 10.11.2009 12:23
Boeing þota Donalds Trump er til sölu Boeing 727 einkaþota auðkýfingsins Donalds Trump er til sölu. Þotan er einkum þekkt fyrir að vera merkt Trump í risavöxnum stöfum á hliðinni, stöfum sem munu vera úr blaðgulli. Viðskipti erlent 10.11.2009 11:00
Hagnaður norska olíusjóðsins 70% af landsframleiðslu Noregs Norski olíusjóðurinn skilaði mesta hagnaði sínum í sögunni á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Alls nam hagnaðurinn 325 milljörðum norskra kr. eða um 7.200 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að upphæðin nemur 70% af landsframleiðslu Noregs í ár. Viðskipti erlent 10.11.2009 10:11
Búðahnupl miðstéttarfólks vaxandi vandamál í Bretlandi Búðahnupl hefur aldrei mælst meira í Bretlandi og það er miðstéttarfólk sem stendur fyrir aukningunni. Það fer út í þessa glæpi til að reyna að halda í fyrrum lífstíl sinn. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:41
FIH meðal þeirra sem tryggja hlutafjárútboð Sjælsö Gruppen FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Viðskipti erlent 10.11.2009 09:16
Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:29
Fyrrum lögmaður SEC lék forstjóra íslensks vogunarsjóðs Robert L. Miller fyrrum lögmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í fjármálasvikum með lögmanninum Marc Dreier sem nú afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir svikin. Meðal annars lék hann forstjóra íslensks vogunarsjóðs þegar þeir félagar reyndu að selja falsað skuldabréf upp á 44,7 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr. Viðskipti erlent 10.11.2009 08:10
Þýskaland hnyklar útflutningsvöðvana Útflutningur frá Þýskalandi jókst um 3,8% milli mánaðana ágúst og september í ár. Þetta er mun meiri aukning en sérfræðingar áttu von á og eru tölurnar túlkaðar sem ný teikn um aukinn vöxt í stærsta hagkerfi Evrópu. Viðskipti erlent 9.11.2009 15:21
AGS íhugar tryggingargjald á banka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Viðskipti erlent 9.11.2009 13:45