Enska biskupakirkjan tapar stórt á fasteignabraski í New York 26. janúar 2010 08:43 Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi". Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi".
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent