Viðskipti innlent

Veltan helmingaðist á fimm árum

Velta Bílanausts dróst saman um helming frá 2013 fram að gjaldþroti félagsins. Uppsafnað tap nemur 600 milljónum króna. Félag í Toyota-samstæðunni keypti eignir úr búinu á 270 milljónir króna en AB varahlutir náðu til sín stórum umbo

Viðskipti innlent

Hagnast um 339 milljónir króna 

Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa, hagnaðist um 339 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 28 milljónir króna frá fyrra ári, samkvæmt nýjum ársreikningi sjóðsins.

Viðskipti innlent

Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir 

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair.

Viðskipti innlent

Álver Rio Tinto tapaði ríflega fimm milljörðum

Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með tapi upp á 42,1 milljón dala, jafnvirði um 5,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi, á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi álversins. Til samanburðar tapaði álverið 3,3 milljónum dala árið 2017.

Viðskipti innlent

Eignast helming í Íslenskum verðbréfum

Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar.

Viðskipti innlent

Selji sig niður fyrir þriðjungshlut

Fjármálaeftirlitið hefur skyldað Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og bandaríska vogunarsjóðinn Taconic Capital til þess að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupskila.

Viðskipti innlent

Beiti sér gegn loftslagsbreytingum

Sérfræðingur segir að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar. Stefnusmiðir kalli í meira mæli eftir upplýsingum um hve ábyrgar fjárfestingar séu. Fjármálastofnanir séu undir auknum þrýstingi á að haga sér með

Viðskipti innlent

Hulda Bjarna til Marels

Fjölmiðlakonan Hulda Bjarnadóttir er nýr starfsmaður á mannauðssviði Marel og mun hún formlega hefja störf fyrir fyrirtækið þann 1. júní næstkomandi

Viðskipti innlent