Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 09:15 Icelandair Group reynir nú að koma sér í gegnum mesta mótvindinn. Vísir/vilhelm Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52
Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01
Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20