Viðskipti innlent

Wise kaupir Þekkingu

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna.

Viðskipti innlent

Brim gert að greiða dag­sektir

Sam­keppnis­eftir­litið hefur tekið á­kvörðun um að beita Brim hf. dag­sektum þar sem fyrir­tækið hefur ekki enn veitt mikil­vægar upp­lýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfir­standandi at­hugun Sam­keppnis­eftir­litsins á stjórnunar-og eigna­tengslum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi.

Viðskipti innlent

Einar ráðinn til Píeta

Einar Hrafn Stefánsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum.  Áður starfaði hann sem markaðsstjóri Íslenska dansflokksins frá 2020. Fyrir það var hann markaðsfulltrúi og viðburðarstjóri hjá Ölgerðinni. 

Viðskipti innlent

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent

Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka

Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar.

Viðskipti innlent

Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air

Sjó­böðin við Hvamms­vík eru eins árs og verður boðið upp á dag­skrá um helgina í til­efni af því. Eig­andi þeirra Skúli Mogen­sen segist mæla með úti­vist og líkam­legri vinnu fyrir alla sem upp­lifi hvers­kyns á­föll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvamms­víkinni eftir fram­kvæmdir þar.

Viðskipti innlent

Fabrikkunni á Höfða­torgi lokað í dag

Rekstrar­aðilar Ham­borgara­fabrikkunnar hafa á­kveðið að loka veitinga­stað sínum á Höfða­torgi í dag og grípa til sótt­varnar­ráð­stafana vegna mögu­legrar nóró­veiru­sýkingar á staðnum. Þetta stað­festir fram­kvæmda­stjóri Fabrikkunnar í sam­tali við Vísi.

Viðskipti innlent

Fabrikkan í Kringlunni opin á ný

Ham­borgara­fabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað til­kynningar bárust heil­brigðis­eftir­liti vegna mögu­legrar nóró­veiru­smita. Fram­kvæmda­stjóri segir sóla­hrings­vinnu hafa falist í því að sótt­hreinsa staðinn og henda mat­vælum. Heil­brigðis­eftir­litið segir rann­sókn á upp­runa veikindanna enn standa yfir.

Viðskipti innlent

Festi undir­ritaði samning um kaup á Lyfju

Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Viðskipti innlent

„Endaði þannig að Davíð Odds­son borgaði bara skipið“

Her­mann Guð­munds­son, for­stjóri Kemi og fyrr­verandi for­stjóri N1, segist aldrei hafa litið Norð­menn sömu augum eftir að Ís­land varð næstum því olíu­laust í nokkrar vikur skömmu eftir banka­hrun á Ís­landi árið 2008 þegar norska olíu­fyrir­tækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslu­frest.

Viðskipti innlent

Sam­komu­lag um á­fram­haldandi upp­byggingu Arctic Fish á Vest­fjörðum

Arctic Fish ehf. hefur undir­ritað sam­komu­lag um 25 milljarða króna endur­fjár­mögnun á fé­laginu með sam­banka­láni DNB, Danske Bank, Nor­dea og Ra­bobank. Um er að ræða lána­samning til þriggja ára með mögu­leika á fram­lengingu. Fjár­magnið verður notað til upp­greiðslu nú­verandi lána og fjár­mögnunar á­fram­haldandi vexti fé­lagsins.

Viðskipti innlent

Biðjast af­­sökunar á aug­­lýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu

Aug­lýsingar á vegum Olís hafa vakið tölu­verða at­hygli á sam­fé­lags­miðlum í dag en ein­hverjir telja að lesa megi ó­heppi­legt mynd­mál úr þeim sem minni á hryðju­verka­á­rásir í New York þann 11. septem­ber árið 2001 þar sem flug­vélum var flogið inn í tví­bura­turnana í World Tra­de Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu.

Viðskipti innlent

Fá sekt vegna dulinna auglýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Viðskipti innlent