Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:05 Kristján Ingi Mikaelsson segir sniðugt fyrir Íslendinga að eiga smá rafmynt. Vísir/Vilhelm Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku digital assets, segir rafmyntir eins og Bitcoin komnar til að vera. Það sé jafnvel jólagjöf ársins í ár. Bitcoin hefur hækkað töluvert síðasta daga og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið verðmætari. Sigur Donalds Trump hefur þar nokkuð að segja en hann hefur lýst því að gjaldmiðillinn fái meira vægi í efnahagskerfi Bandaríkjanna undir hans stjórn. Kristján Ingi fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján Ingi segir margt hafa breyst fyrir rafmyntir á þessu ári. Það hafi til dæmis verið afar stórt skref þegar stofnaðir voru kauphallarsjóðir í upphafi árs fyrir Bitcoin. „Það í raun bjó til fjármálavöru á markaði sem lífeyrissjóðir, stofnanafjárfestar og aðrir stórir fjárfestar gátu loks farið að taka á Bitcoin og eiga það í eignasöfnunum sínum. Það breytti leiknum og er búið að vera upptakturinn á árinu og ástæðan fyrir því að Bitcoin fór í 90 þúsund dollara í nótt,“ segir Kristján Ingi. Mikil eftirspurn eftir Bitcoin Hann segir að í síðustu bylgju, þegar Bitcoin hækkaði, hafi það farið upp í 69 þúsund dollara og sé að sigla umtalsvert fram úr því. Þá séu væntingar um að það haldi áfram að gera það. „Það eru aðilar sem eru búnir að gefa það út að þeir ætli að eiga meira Bitcoin og eru ekki komnir með það sem þeir ætla að eiga. Það er eftirspurn,“ segir Kristján Ingi. Þetta eigi til dæmis við um stofnanafjárfesta sem hafi lýst því að þeir vilji eiga 1-2 prósent Bitcoin og það sé ekki verjandi að eiga það ekki. Kristján Ingi segir margt styðja það. Sem dæmi séu rannsóknir sem sýni að Bitcoin bæti eignasöfn og sé gott til að dreifa áhættu í söfnum hjá einstaklingum og söfnum. „Þeir sem hafa til langs tíma horft á þetta sem sparnað hafa komið mjög vel út úr því,“ segir Kristján Ingi. Það séu sveiflur á markaði en þær séu að minnka. Fáránlegt að eiga ekki Bitcoin á Íslandi „Ef að maður býr hérna á Íslandi er í raun fáránlegt að eiga ekki smá Bitcoin. Við erum í einu eina minnsta gjaldmiðlakerfi heimsins og erum með hús fast á eyju sem er eldfjalla. Við þurfum að eiga erlendar eignir til að verja okkur og vera í áhættudreifingu,“ segir Kristján Ingi. Það geti þó verið erfitt fyrir fólk því ekki sé endalaust til af Bitcoin, en á sama tíma sé það einmitt það sem geri gjaldmiðilinn svona verðmætan. „Það er ekkert fágætt lengur og allt fjöldaframleitt og búið til í miklu magni. Nema Bitcoin. Það er bara fast að það er 21 milljón Bitcoin í heiminum og verður ekki meira,“ segir Kristján Ingi og að margir fjárfestar séu að horfa til þess núna. Kristján Ingi segir að hægt sé að kaupa Bitcoin í gegnum kauphallarsjóðina sem hann nefndi að ofan. Það sé hægt að gera það í heimabanka ef fólk er með vörslusafn. Hann mælir því fyrir venjulegt fólk sem ekki eru fjárfestar að fjárfesta hægt og rólega með svipuðum fjárhæðum í hvert skipti. Þá fái fólk gott meðalverð yfir góðan tíma. Kristján Ingi segir Bitcoin þó ekki einu rafmyntina. Bitcoin sé fyrst en aðrir hafi nýtt sér sömu tækni síðan. Þá bendir hann á að sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafi einnig mikið áhrif. Trump gaf það út í kosningabaráttu sinni að hann ætli að koma upp varabirgðum af Bitcoin í Bandaríkjunum og að hann ætli að gera Bandaríkin að „rafmyntahöfuðborg heimsins“. Samhliða sigri hans og sigri Repúblikana í bandaríska þinginu hefur verðmæti gjaldmiðilsins því aukið mikið því með sigri í þinginu er ljóst að hann getur komið flestum sínum áformum um það í framkvæmd. „Kjarninn í því er að ríkisstjórn Bandaríkjanna undi Biden hafa verið neikvæð í garð tækninnar og hafa reynt að sækja rafmyntafyrirtæki til saka fyrir eitthvað sem er ekki lagabókstafur fyrir,“ segir Kristján Ingi. Í frétt BBC um málið kemur líka fram að Trump hafi gefið það út að hann muni reka framkvæmdastjóra Fjármálaeftirlitsins, Gary Gensler, en hann hefur leitt herferð á vegum stjórnvalda síðustu fjögur árin gegn rafmyntum. Fjármálaeftirlitið Bandaríkjanna hafi reynt að sækja fyrirtækin til saka en dómstólar hafi vísað málunum frá eða unnið þau. Kristján Ingi segir tilgangslaust að lemja á svona tækni. Bitcoin sé eins og gervigreindin komin til að vera. Rafmyntir Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Efnahagsmál Bítið Tengdar fréttir CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Verðlaunaféð á Rogue Invitational mótinu hækkaði talsvert við sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2024 07:32 „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland 6. nóvember 2024 12:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Sigur Donalds Trump hefur þar nokkuð að segja en hann hefur lýst því að gjaldmiðillinn fái meira vægi í efnahagskerfi Bandaríkjanna undir hans stjórn. Kristján Ingi fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján Ingi segir margt hafa breyst fyrir rafmyntir á þessu ári. Það hafi til dæmis verið afar stórt skref þegar stofnaðir voru kauphallarsjóðir í upphafi árs fyrir Bitcoin. „Það í raun bjó til fjármálavöru á markaði sem lífeyrissjóðir, stofnanafjárfestar og aðrir stórir fjárfestar gátu loks farið að taka á Bitcoin og eiga það í eignasöfnunum sínum. Það breytti leiknum og er búið að vera upptakturinn á árinu og ástæðan fyrir því að Bitcoin fór í 90 þúsund dollara í nótt,“ segir Kristján Ingi. Mikil eftirspurn eftir Bitcoin Hann segir að í síðustu bylgju, þegar Bitcoin hækkaði, hafi það farið upp í 69 þúsund dollara og sé að sigla umtalsvert fram úr því. Þá séu væntingar um að það haldi áfram að gera það. „Það eru aðilar sem eru búnir að gefa það út að þeir ætli að eiga meira Bitcoin og eru ekki komnir með það sem þeir ætla að eiga. Það er eftirspurn,“ segir Kristján Ingi. Þetta eigi til dæmis við um stofnanafjárfesta sem hafi lýst því að þeir vilji eiga 1-2 prósent Bitcoin og það sé ekki verjandi að eiga það ekki. Kristján Ingi segir margt styðja það. Sem dæmi séu rannsóknir sem sýni að Bitcoin bæti eignasöfn og sé gott til að dreifa áhættu í söfnum hjá einstaklingum og söfnum. „Þeir sem hafa til langs tíma horft á þetta sem sparnað hafa komið mjög vel út úr því,“ segir Kristján Ingi. Það séu sveiflur á markaði en þær séu að minnka. Fáránlegt að eiga ekki Bitcoin á Íslandi „Ef að maður býr hérna á Íslandi er í raun fáránlegt að eiga ekki smá Bitcoin. Við erum í einu eina minnsta gjaldmiðlakerfi heimsins og erum með hús fast á eyju sem er eldfjalla. Við þurfum að eiga erlendar eignir til að verja okkur og vera í áhættudreifingu,“ segir Kristján Ingi. Það geti þó verið erfitt fyrir fólk því ekki sé endalaust til af Bitcoin, en á sama tíma sé það einmitt það sem geri gjaldmiðilinn svona verðmætan. „Það er ekkert fágætt lengur og allt fjöldaframleitt og búið til í miklu magni. Nema Bitcoin. Það er bara fast að það er 21 milljón Bitcoin í heiminum og verður ekki meira,“ segir Kristján Ingi og að margir fjárfestar séu að horfa til þess núna. Kristján Ingi segir að hægt sé að kaupa Bitcoin í gegnum kauphallarsjóðina sem hann nefndi að ofan. Það sé hægt að gera það í heimabanka ef fólk er með vörslusafn. Hann mælir því fyrir venjulegt fólk sem ekki eru fjárfestar að fjárfesta hægt og rólega með svipuðum fjárhæðum í hvert skipti. Þá fái fólk gott meðalverð yfir góðan tíma. Kristján Ingi segir Bitcoin þó ekki einu rafmyntina. Bitcoin sé fyrst en aðrir hafi nýtt sér sömu tækni síðan. Þá bendir hann á að sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafi einnig mikið áhrif. Trump gaf það út í kosningabaráttu sinni að hann ætli að koma upp varabirgðum af Bitcoin í Bandaríkjunum og að hann ætli að gera Bandaríkin að „rafmyntahöfuðborg heimsins“. Samhliða sigri hans og sigri Repúblikana í bandaríska þinginu hefur verðmæti gjaldmiðilsins því aukið mikið því með sigri í þinginu er ljóst að hann getur komið flestum sínum áformum um það í framkvæmd. „Kjarninn í því er að ríkisstjórn Bandaríkjanna undi Biden hafa verið neikvæð í garð tækninnar og hafa reynt að sækja rafmyntafyrirtæki til saka fyrir eitthvað sem er ekki lagabókstafur fyrir,“ segir Kristján Ingi. Í frétt BBC um málið kemur líka fram að Trump hafi gefið það út að hann muni reka framkvæmdastjóra Fjármálaeftirlitsins, Gary Gensler, en hann hefur leitt herferð á vegum stjórnvalda síðustu fjögur árin gegn rafmyntum. Fjármálaeftirlitið Bandaríkjanna hafi reynt að sækja fyrirtækin til saka en dómstólar hafi vísað málunum frá eða unnið þau. Kristján Ingi segir tilgangslaust að lemja á svona tækni. Bitcoin sé eins og gervigreindin komin til að vera.
Rafmyntir Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Efnahagsmál Bítið Tengdar fréttir CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Verðlaunaféð á Rogue Invitational mótinu hækkaði talsvert við sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2024 07:32 „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland 6. nóvember 2024 12:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Verðlaunaféð á Rogue Invitational mótinu hækkaði talsvert við sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2024 07:32
„Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland 6. nóvember 2024 12:01