Menning

Liggur í loftinu í fjármálum

100 ár eru nú liðin frá því að Íslandsbanki eldri opnaði. Í tilefni af því opnaði sögusýning í öllum útibúum Íslandsbanka í gær. Á sögusýningu minnast starfsmenn Íslandsbanka ásamt þjóðinni allri fjármálasögu bankans. Erlend verðbréfakaup hafa dregist nokkuð saman að undanförnu. Samkvæmt tölum Seðlabankans námu erlend verðbréfakaup samtals 1.800 milljónum króna í apríl sem eru mun minni kaup en verið hefur síðastliðna þrjá mánuði. Þó hafa erlend verðbréfakaup verið mjög mikil það sem af er ári eða að meðaltali 8.261 milljón króna á mánuði. Þó að kaupin hafi minnkað miðað við fyrri mánuði ársins eru þau samt sem áður meiri en í sama mánuði á síðasta ári þegar kaupin námu um 1.316 milljónum króna. Í Einkabanka Landsbankans er nú hægt að sækja um námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þetta er liður í því að gera umsóknarferlið sem einfaldast og einnig til að halda fjölbreytni í þeirri þjónustu sem Landsbankinn býður námsmönnum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þjónustufulltrúum Landsbankans eða hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Seðlabanki Íslands hefur nú hækkað stýrivexti sína um 0,25 prósent og verða þeir 5,75 prósent eftir hækkun. Hefur það verið gefið sterklega til kynna að stutt sé í næstu vaxtahækkun. Í skýrslu Seðlabankans er birt ný þjóðhagsspá þar sem gert er ráð fyrir 4,25 prósenta hagvexti á þessu ári og 4,5 prósenta hagvexti á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×