Fyndnasti dávaldur heims 14. júní 2004 00:01 Grín-dávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. september. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur sýningunni hans verið hælt á hvert reipi af fjölmiðlum í Bandaríkjunum sem nýrri tegund af skemmtun. Sýningin, sem stendur yfir í tvo og hálfan tíma, er uppfull af ótrúlegum uppákomum þar sem áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu. Plötusnúðurinn Greg Kusiak er hluti af sýningunni og spilar dúndurtónlist á réttu stöðunum og flytur þar með brandarana á næsta stig. Krafturinn og stemmningin meðal áhorfenda er slík að margir hafa líkt sýningunni við magnaða rokktónleika. Það kemur því ekki á óvart að Sailesh er að verða vinsælasti og eftirsóttasti dávaldurinn í Kanada og Bandaríkjunum. Hefur tónlistarstöðin MTV til dæmis kallað hann "fyndnasta óritskoðaða dávald jarðar." Sailesh fæddist á eyjunni Fiji en ólst upp í Kanada. Fyrir um tíu árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Sailesh hafði mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Hann skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í tvö ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Fyrir nokkrum árum lágu leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency síðan saman og þróuðu þeir núverandi sýningu. Þeir vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og hefur þetta framtak þeirra slegið í gegn. Sailesh býr nú í Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um Bandaríkin og víða veröld, er hann með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð. Sýningin hans á Broadway er bönnuð innan 18 ára og aðeins um 1000 miðar verða í boði. Menning Sailesh Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Grín-dávaldurinn Sailesh kemur hingað til lands í haust og heldur sýningu á Broadway, 24. september. Sailesh er meðal annars frægur fyrir að geta látið fólk fá fullnægingu með því einu að taka í höndina á því. Hefur sýningunni hans verið hælt á hvert reipi af fjölmiðlum í Bandaríkjunum sem nýrri tegund af skemmtun. Sýningin, sem stendur yfir í tvo og hálfan tíma, er uppfull af ótrúlegum uppákomum þar sem áhorfendur verða að stjörnum sýningarinnar fyrir framan vini og vandamenn sem gráta af hlátri við að sjá félaga sína fara á kostum á sviðinu. Plötusnúðurinn Greg Kusiak er hluti af sýningunni og spilar dúndurtónlist á réttu stöðunum og flytur þar með brandarana á næsta stig. Krafturinn og stemmningin meðal áhorfenda er slík að margir hafa líkt sýningunni við magnaða rokktónleika. Það kemur því ekki á óvart að Sailesh er að verða vinsælasti og eftirsóttasti dávaldurinn í Kanada og Bandaríkjunum. Hefur tónlistarstöðin MTV til dæmis kallað hann "fyndnasta óritskoðaða dávald jarðar." Sailesh fæddist á eyjunni Fiji en ólst upp í Kanada. Fyrir um tíu árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Sailesh hafði mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Hann skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í tvö ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Fyrir nokkrum árum lágu leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency síðan saman og þróuðu þeir núverandi sýningu. Þeir vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og hefur þetta framtak þeirra slegið í gegn. Sailesh býr nú í Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um Bandaríkin og víða veröld, er hann með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð. Sýningin hans á Broadway er bönnuð innan 18 ára og aðeins um 1000 miðar verða í boði.
Menning Sailesh Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira