Latir svanir í sólinni 15. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá. Tónlist Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá.
Tónlist Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira