Lækning við ástarsorg? 21. júní 2004 00:01 Sambandsslit og skilnaðir geta verið farið ansi illa með fólk og það eru þá ekki síst minningarnar um þá eða þann fyrrverandi sem valda hugarangri og éta þá sem engjast í ástarsorg upp að innan. Í Eternal Sunshine of the Spotless Mind kemst Jim Carrey að því að það er til skemmtileg og ódýr lausn á þessu hvimleiða vandamáli; maður fer bara til læknis sem hreinsar burt allar minningar hans um fyrrverandi kærustuna sína. Aðgerðin tekur eina nótt og þegar hann vaknar mun hann ekki sakna elskunnar sinnar sem Kate Winslet leikur einfaldlega vegna þess að fyrir honum hefur hún aldrei verið til. Það borgar sig að segja sem minnst um innihald myndarinnar en atburðarásin á sér að mestu stað í huga aðalpersónunnar á meðan hún sefur og horfir á minningar sínar hverfa. Sagan er í eðli sínu flókin og það hefði hæglega verið hægt að klúðra henni en framsetningin er pottþétt, áferðin smart og leikararnir svo góðir að það klikkar ekkert. Myndin vekur upp margar spurningar um ástina, hugsanir, minningar og samskipti kynjanna. Hún svarar ef til vill engu en minnir á hið fornkveðna að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og að minningarnar eru það dýrmætasta sem við eigum þó þær geti verið sárar. Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd. Eternal Sunshine of the Spotless Mind Leikstjóri: Michel Gondry Aðalhlutverk: Jim Carrey, Kate Winslet, Elijah Wood, Mark Ruffalo Þórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Sambandsslit og skilnaðir geta verið farið ansi illa með fólk og það eru þá ekki síst minningarnar um þá eða þann fyrrverandi sem valda hugarangri og éta þá sem engjast í ástarsorg upp að innan. Í Eternal Sunshine of the Spotless Mind kemst Jim Carrey að því að það er til skemmtileg og ódýr lausn á þessu hvimleiða vandamáli; maður fer bara til læknis sem hreinsar burt allar minningar hans um fyrrverandi kærustuna sína. Aðgerðin tekur eina nótt og þegar hann vaknar mun hann ekki sakna elskunnar sinnar sem Kate Winslet leikur einfaldlega vegna þess að fyrir honum hefur hún aldrei verið til. Það borgar sig að segja sem minnst um innihald myndarinnar en atburðarásin á sér að mestu stað í huga aðalpersónunnar á meðan hún sefur og horfir á minningar sínar hverfa. Sagan er í eðli sínu flókin og það hefði hæglega verið hægt að klúðra henni en framsetningin er pottþétt, áferðin smart og leikararnir svo góðir að það klikkar ekkert. Myndin vekur upp margar spurningar um ástina, hugsanir, minningar og samskipti kynjanna. Hún svarar ef til vill engu en minnir á hið fornkveðna að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og að minningarnar eru það dýrmætasta sem við eigum þó þær geti verið sárar. Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd. Eternal Sunshine of the Spotless Mind Leikstjóri: Michel Gondry Aðalhlutverk: Jim Carrey, Kate Winslet, Elijah Wood, Mark Ruffalo Þórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira