Leið út úr stöðnuðum hugmyndaheimi 22. júní 2004 00:01 Nú eru 2.512 ár liðin frá því maður að nafni Kleisthenes knúði fram breytingar á stjórnskipun í Aþenu. Ekki er vitað hvað Kleisthenes kallaði hið nýja stjórnarform en nafnið lýðræði festist við það. Eðli þessa stjórnarforms hefur komið til tals á Íslandi síðustu vikur í tilefni af ákvörðun forseta landsins um að almenningur fái að ráða því hvort tiltekin lög samin af ríkisstjórn og samþykkt af Alþingi öðlist gildi. Fáir af spekingum Grikkja voru hrifnir af lýðræðinu sem lifði heldur ekki mjög lengi. Lýðræði var líka almennt fyrirlitið stjórnarform í langt yfir tvö þúsund ár eða þar til nokkuð nýverið. Áratugum eftir að lýðveldi var stofnað í Bandaríkjunum hafði hugtakið lýðræði til að mynda neikvæða merkingu og var oftar notað af þeim sem vöruðu við því að lýðurinn fengi að ráða en þeim sem mæltu með slíku. Margir þeirra evrópsku hugsjónamanna sem nú eru taldir á meðal feðra lýðræðisins voru líka miklir efasemdamenn um þetta stjórnarform. Þeir börðust fyrir frelsi, ekki lýðræði, en töldu hins vegar að frelsið yrði best tryggt með því að fulltrúar eignamanna mynduðu þing sem gætu sett valdhöfum stólinn fyrir dyrnar. Þannig urðu til þing og smám saman þróaðist þingræði sem fólst í því að valdamenn urðu að hafa meirihluta þingmanna með sér. Það lýðræði sem festi rætur á Vesturlöndum var alls ekki sama fyrirbærið og lýðræðið sem Kleisthenes og eftirmenn hans komu á í Aþenu. Lýðræði Grikkja snerist um beina þátttöku frjálsra karlmanna í stjórn ríkisins. Lýðræði á Vesturlöndum hefur ekki snúist um stjórn fólksins heldur um að fólkið velji þingmenn sem velja síðan stjórnendur. Mér duttu þeir Kleisthenes og Ólafur Ragnar samtímis í hug um daginn þegar ég sat í leigubíl í einu af ríkjunum sem nýverið gengu í Evrópusambandið. Það hagar þannig til um austanverða álfuna, eins og margir íslenskir ferðamenn kannast við, að stór hluti leigubílstjóra leggur metnað sinn í að svindla sem mest á ferðamönnum enda eru taxtarnir lágir og ferðamenn yfirleitt stöndugri en heimamenn. Þetta er því frekar saklaus íþrótt og yfirleitt er hægt að semja um sanngjarna niðurstöðu leiksins. Einn af ósvífnustu bílstjórunum sem keyrði mig í þessari ferð reyndi hins vegar að vinna fyrir sínu svikna kaupi með því að fræða mig um pólitíkina í landi sínu á meðan hann fitlaði við gjaldmælinn. "Það hefur ekkert breyst síðan kommúnisminn hrundi," sagði hann, "nema nú fáum við að velja valdamennina". Mér þóttu þetta nokkuð merkilegar breytingar en hann var á annarri skoðun. "Við fáum að velja", sagði hann, "en þeir fá að ráða." Það er líklegt að Kleisthenes hafi verið meiri stjórnmálamaður en hugsuður en margir samtímamenn hans og eftirkomendur í Aþenu hefðu tekið undir með leigubílstjóranum og sagt að lýðræði snerist um stjórn fólksins en ekki val á stjórnendum. Fáir í þeim hundrað kynslóðum sem síðan hafa gengið í heiminum hefðu hins vegar sýnt þessari röksemd nokkra samúð. Orðið lýðræði varð ekki vinsælt í heiminum fyrr en búið var að breyta merkingu þess. Heimspekingar Grikkja ræddu oft um lýðræði útfrá tveimur hugtökum; frelsi og jafnrétti. Útfrá nútímaskilningi á þessum hugtökum réði jafnrétti í Aþenu, þ.e.a.s. jafnrétti á meðal frjálsra karlmanna, en frelsið var víkjandi. Allir fengu tækifæri til að stjórna öllum en frelsi hvers og eins var ekki að fullu varið. Í lýðræði samtímans hefur frelsið orðið ofaná en jafnrétti hins beina lýðræðis hefur horfið. Fyrir þessu eru auðvitað gildar sögulegar ástæður. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Í þróaðri samfélögum ætti ótti manna við óábyrgar ákvarðanir fátækra og illa upplýstra manna að hafa þokað. Áhugi manna á beinu lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum hefur líka víða farið vaxandi á síðustu árum enda sjá menn að hvorki frelsi einstaklinga né góðum siðum er ógnað með aukinni þátttöku almennings í stjórn samfélagsins. Það sem stendur í vegi aukins lýðræðis í þróuðu og upplýstu samfélagi eins og því íslenska er hvorki áhugaleysi né ábyrgðarleysi almennings heldur staðnaður hugmyndaheimur stjórnmálanna. Lýðræði er hin háleitasta hugsjón, rétt eins og frelsi og jafnrétti. Þingbundin stjórn er hins vegar ekki hugsjón heldur tæknileg aðferð við að leysa úr þeirri spennu sem ríkir á milli frelsis, jafnréttis og lýðræðis. Upplýst og velmegandi þjóð getur stundum leyst betur úr þeirri spennu milliliðalaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Nú eru 2.512 ár liðin frá því maður að nafni Kleisthenes knúði fram breytingar á stjórnskipun í Aþenu. Ekki er vitað hvað Kleisthenes kallaði hið nýja stjórnarform en nafnið lýðræði festist við það. Eðli þessa stjórnarforms hefur komið til tals á Íslandi síðustu vikur í tilefni af ákvörðun forseta landsins um að almenningur fái að ráða því hvort tiltekin lög samin af ríkisstjórn og samþykkt af Alþingi öðlist gildi. Fáir af spekingum Grikkja voru hrifnir af lýðræðinu sem lifði heldur ekki mjög lengi. Lýðræði var líka almennt fyrirlitið stjórnarform í langt yfir tvö þúsund ár eða þar til nokkuð nýverið. Áratugum eftir að lýðveldi var stofnað í Bandaríkjunum hafði hugtakið lýðræði til að mynda neikvæða merkingu og var oftar notað af þeim sem vöruðu við því að lýðurinn fengi að ráða en þeim sem mæltu með slíku. Margir þeirra evrópsku hugsjónamanna sem nú eru taldir á meðal feðra lýðræðisins voru líka miklir efasemdamenn um þetta stjórnarform. Þeir börðust fyrir frelsi, ekki lýðræði, en töldu hins vegar að frelsið yrði best tryggt með því að fulltrúar eignamanna mynduðu þing sem gætu sett valdhöfum stólinn fyrir dyrnar. Þannig urðu til þing og smám saman þróaðist þingræði sem fólst í því að valdamenn urðu að hafa meirihluta þingmanna með sér. Það lýðræði sem festi rætur á Vesturlöndum var alls ekki sama fyrirbærið og lýðræðið sem Kleisthenes og eftirmenn hans komu á í Aþenu. Lýðræði Grikkja snerist um beina þátttöku frjálsra karlmanna í stjórn ríkisins. Lýðræði á Vesturlöndum hefur ekki snúist um stjórn fólksins heldur um að fólkið velji þingmenn sem velja síðan stjórnendur. Mér duttu þeir Kleisthenes og Ólafur Ragnar samtímis í hug um daginn þegar ég sat í leigubíl í einu af ríkjunum sem nýverið gengu í Evrópusambandið. Það hagar þannig til um austanverða álfuna, eins og margir íslenskir ferðamenn kannast við, að stór hluti leigubílstjóra leggur metnað sinn í að svindla sem mest á ferðamönnum enda eru taxtarnir lágir og ferðamenn yfirleitt stöndugri en heimamenn. Þetta er því frekar saklaus íþrótt og yfirleitt er hægt að semja um sanngjarna niðurstöðu leiksins. Einn af ósvífnustu bílstjórunum sem keyrði mig í þessari ferð reyndi hins vegar að vinna fyrir sínu svikna kaupi með því að fræða mig um pólitíkina í landi sínu á meðan hann fitlaði við gjaldmælinn. "Það hefur ekkert breyst síðan kommúnisminn hrundi," sagði hann, "nema nú fáum við að velja valdamennina". Mér þóttu þetta nokkuð merkilegar breytingar en hann var á annarri skoðun. "Við fáum að velja", sagði hann, "en þeir fá að ráða." Það er líklegt að Kleisthenes hafi verið meiri stjórnmálamaður en hugsuður en margir samtímamenn hans og eftirkomendur í Aþenu hefðu tekið undir með leigubílstjóranum og sagt að lýðræði snerist um stjórn fólksins en ekki val á stjórnendum. Fáir í þeim hundrað kynslóðum sem síðan hafa gengið í heiminum hefðu hins vegar sýnt þessari röksemd nokkra samúð. Orðið lýðræði varð ekki vinsælt í heiminum fyrr en búið var að breyta merkingu þess. Heimspekingar Grikkja ræddu oft um lýðræði útfrá tveimur hugtökum; frelsi og jafnrétti. Útfrá nútímaskilningi á þessum hugtökum réði jafnrétti í Aþenu, þ.e.a.s. jafnrétti á meðal frjálsra karlmanna, en frelsið var víkjandi. Allir fengu tækifæri til að stjórna öllum en frelsi hvers og eins var ekki að fullu varið. Í lýðræði samtímans hefur frelsið orðið ofaná en jafnrétti hins beina lýðræðis hefur horfið. Fyrir þessu eru auðvitað gildar sögulegar ástæður. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Í þróaðri samfélögum ætti ótti manna við óábyrgar ákvarðanir fátækra og illa upplýstra manna að hafa þokað. Áhugi manna á beinu lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum hefur líka víða farið vaxandi á síðustu árum enda sjá menn að hvorki frelsi einstaklinga né góðum siðum er ógnað með aukinni þátttöku almennings í stjórn samfélagsins. Það sem stendur í vegi aukins lýðræðis í þróuðu og upplýstu samfélagi eins og því íslenska er hvorki áhugaleysi né ábyrgðarleysi almennings heldur staðnaður hugmyndaheimur stjórnmálanna. Lýðræði er hin háleitasta hugsjón, rétt eins og frelsi og jafnrétti. Þingbundin stjórn er hins vegar ekki hugsjón heldur tæknileg aðferð við að leysa úr þeirri spennu sem ríkir á milli frelsis, jafnréttis og lýðræðis. Upplýst og velmegandi þjóð getur stundum leyst betur úr þeirri spennu milliliðalaust.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun