Að kaupa fyrstu íbúðina 22. júní 2004 00:01 Í augum margra eru íbúðarkaup stórmál. Pappírsvinnan og formsatriðin virðast flókin í fyrstu og ekki vita allir hvert á að leita til að taka fyrstu skrefin. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að ferlið er auðveldara en það virðist. Í upphafi er skynsamlegast að renna yfir heimilisbókhaldið og kanna fjárhagsstöðuna. Áætla hversu há innkoma og útgjöld verða næsta árið og hvað er raunhæft að geta borgað mikið á mánuði til íbúðarkaupa. Eftir slíka sjálfskoðun er maður betur í stakk búinn að vinda sér í næsta skref. Greiðslumat: Hafðu samband við þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka og óskaðu eftir greiðslumati. Bankinn gerir þá úttekt á hvað þú átt af fé og hvað þú ræður við mikla greiðslubyrði. Þar með er ramminn kominn að því hvað þú getur leyft þér að kaupa dýra íbúð. Finna íbúðina: Nú reynir á þolinmæði og skynsemi. Kynntu þér íbúðarverð og gerðu samanburð. Forgangsraðaðu helstu óskum þínum um íbúð og skoðaðu þær sem uppfylla þau skilyrði. Ekki skoða íbúðir sem þú hefur ekki efni á að kaupa. Ósjaldan færðu nýrri eða stærri eign ef þú kaupir í úthverfi. Að sögn Remax fasteignasölu er verðmunur á hverfum sívaxandi og miðbærinn er ekki endilega hagstæður kostur. Fjármögnun: Draumaíbúðin er fundin og verðið er viðráðanlegt miðað við þitt greiðslumat. Komið er á það stig að útbúa tilboðið. Hægt er að fá ráð hjá fasteignasölum hvort hagstæðara er að taka við þeim lánum sem fyrir hvíla á fasteigninni eða taka upp ný lán hjá Íbúðalánasjóði. Hvort svo sem verður útvegar fasteignasalinn nauðsynleg gögn og útbýr verðtilboðið sem fer næst til íbúðareiganda. Ef samkomulag næst um kaupverð fer tilboðið sem umsókn til Íbúðalánasjóðs. Teljir þú þig auk þess þurfa viðbótarlán er sótt um samþykki hjá Félagsþjónustunni. Uppfylla þarf skilyrði um tekju- og eignamörk fyrir veitingu lánsins. Þumalputtaregla um fjármögnun íbúða er að Íbúðalánasjóður veitir yfirleitt lán fyrir um það bil 70% af fasteignarverði en viðbótarlánin eru um 20%. Lokafrágangur: Ef viðbótarlán og/eða lán Íbúðalánasjóðs eru samþykkt er gerður kaupsamningur. Þá fær söluaðili sína greiðslu fyrir fasteignina og samkomulag er gert um að samningar muni standast. Samningurinn er þá þinglýstur en næsta skref er afsalið, sem er lokauppgjör og endanleg staðfesting á að kaupandinn hafi eignast íbúðina. Oftast líður einhver tími frá því að kaupsamningur er þinglýstur þar til lokauppgjörið fer fram. Í millitíðinni tekur yfirleitt hinn nýi eigandi við íbúðinni og borgar fyrstu afborgun af lánum. Innflutningspartí: Nauðsynlegt er að fagna sinni fyrstu íbúð með ærlegu innflutningspartíi. Ekki þarf að sækja um sérstök leyfi til þess en reikna þarf með töluverðum kostnaði. Fjármál Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í augum margra eru íbúðarkaup stórmál. Pappírsvinnan og formsatriðin virðast flókin í fyrstu og ekki vita allir hvert á að leita til að taka fyrstu skrefin. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að ferlið er auðveldara en það virðist. Í upphafi er skynsamlegast að renna yfir heimilisbókhaldið og kanna fjárhagsstöðuna. Áætla hversu há innkoma og útgjöld verða næsta árið og hvað er raunhæft að geta borgað mikið á mánuði til íbúðarkaupa. Eftir slíka sjálfskoðun er maður betur í stakk búinn að vinda sér í næsta skref. Greiðslumat: Hafðu samband við þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka og óskaðu eftir greiðslumati. Bankinn gerir þá úttekt á hvað þú átt af fé og hvað þú ræður við mikla greiðslubyrði. Þar með er ramminn kominn að því hvað þú getur leyft þér að kaupa dýra íbúð. Finna íbúðina: Nú reynir á þolinmæði og skynsemi. Kynntu þér íbúðarverð og gerðu samanburð. Forgangsraðaðu helstu óskum þínum um íbúð og skoðaðu þær sem uppfylla þau skilyrði. Ekki skoða íbúðir sem þú hefur ekki efni á að kaupa. Ósjaldan færðu nýrri eða stærri eign ef þú kaupir í úthverfi. Að sögn Remax fasteignasölu er verðmunur á hverfum sívaxandi og miðbærinn er ekki endilega hagstæður kostur. Fjármögnun: Draumaíbúðin er fundin og verðið er viðráðanlegt miðað við þitt greiðslumat. Komið er á það stig að útbúa tilboðið. Hægt er að fá ráð hjá fasteignasölum hvort hagstæðara er að taka við þeim lánum sem fyrir hvíla á fasteigninni eða taka upp ný lán hjá Íbúðalánasjóði. Hvort svo sem verður útvegar fasteignasalinn nauðsynleg gögn og útbýr verðtilboðið sem fer næst til íbúðareiganda. Ef samkomulag næst um kaupverð fer tilboðið sem umsókn til Íbúðalánasjóðs. Teljir þú þig auk þess þurfa viðbótarlán er sótt um samþykki hjá Félagsþjónustunni. Uppfylla þarf skilyrði um tekju- og eignamörk fyrir veitingu lánsins. Þumalputtaregla um fjármögnun íbúða er að Íbúðalánasjóður veitir yfirleitt lán fyrir um það bil 70% af fasteignarverði en viðbótarlánin eru um 20%. Lokafrágangur: Ef viðbótarlán og/eða lán Íbúðalánasjóðs eru samþykkt er gerður kaupsamningur. Þá fær söluaðili sína greiðslu fyrir fasteignina og samkomulag er gert um að samningar muni standast. Samningurinn er þá þinglýstur en næsta skref er afsalið, sem er lokauppgjör og endanleg staðfesting á að kaupandinn hafi eignast íbúðina. Oftast líður einhver tími frá því að kaupsamningur er þinglýstur þar til lokauppgjörið fer fram. Í millitíðinni tekur yfirleitt hinn nýi eigandi við íbúðinni og borgar fyrstu afborgun af lánum. Innflutningspartí: Nauðsynlegt er að fagna sinni fyrstu íbúð með ærlegu innflutningspartíi. Ekki þarf að sækja um sérstök leyfi til þess en reikna þarf með töluverðum kostnaði.
Fjármál Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira