Ferðast aftur í tímann í Cambridge 23. júní 2004 00:01 Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira