Enduruppgötvaðir matargaldrar 24. júní 2004 00:01 Erna Kaaber er óbilandi ástríðufullur matarunnandi og hefur grúskað mikið í venjum og siðum þjóðarinnar í þeim efnum. "Íslendingar skammast sín stundum fyrir að eiga ekki matarhefðir í samanbærilegar við aðrar Evrópuþjóðir. Þetta er algengur misskilningur því hér hafa ríkt margar skemmtilegar hefðir sem eru jafn héraðsbundnar og t.d. í Frakklandi," segir Erna, sem situr nú við bókaskriftir um skilgreiningu á íslenskri matargerð. "Nú eru matarhefðir Íslands að enduruppgötvast. Landið okkar er ríkt eins og opinn náttúrulegur lyfjaskápur með fjallagrösum og jurtum sem nýttar hafa verið allt frá tímum seiðmanna og galdra. Vatnið okkar er svo gott og ég tala nú ekki um lambakjötið." Erna hefur mikið dálæti á eldamennsku og er upptekin af því að nota aðeins óspillt hráefni í pottana. "Við erum það sem við borðum og við getum ekki endalaust nærst á verksmiðjuframleiddum matvælum. Svo er lífrænt og náttúrulegt hráefni miklu bragðbetra. Lambakjötið er eins og villibráð. Bragðið er svo gott að ég ráðlegg öllum að skemma það ekki t.d. með því að setja hvítlauk í kjötið sjálft. Ég á það til að nota hvítlauk í allan mat en best er að setja hann í meðlætið svo bragðið af lambakjötinu varðveitist sem best." Erna hefur skoðun á öllu matartengdu og þjóðlegur matur er ósjaldan á hennar borðum. "Af einhverjum ástæðum dettur mér alltaf fyrst í hug að kaupa fisk og ég elda hann mjög oft. Þorskur er sérstaklega í uppáhaldi hjá mér." Þegar Erna fær til sín góða gesti lagar hún rótsterkt kaffi og býður upp á dökkt súkkulaði með. "Kaffi er líka sterk hefð á Íslandi og alltaf á boðstólum í góðum heimsóknum. Ég vildi óska þess að ég væri betri gestgjafi og byði fólki oftar til mín í mat. Ég var duglegri við það áður fyrr. Nú er fólk alltaf á þani og gefur sér varla tíma til að fara í heimsóknir lengur. En Íslendingar eru gestrisin þjóð, sem á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann frá því svörnum óvinum var skylt að opna dyrnar hver fyrir öðrum í neyð." Fyrir jólin sendi Erna frá sér bókina Öndvegiseldhús Reykjavíkur þar sem gestrisnissaga þjóðarinnar frá upphafi landnáms er rakin og fjallar bókin um hátíðarmatreiðslu á veitingastöðum borgarinnar. Matur Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Erna Kaaber er óbilandi ástríðufullur matarunnandi og hefur grúskað mikið í venjum og siðum þjóðarinnar í þeim efnum. "Íslendingar skammast sín stundum fyrir að eiga ekki matarhefðir í samanbærilegar við aðrar Evrópuþjóðir. Þetta er algengur misskilningur því hér hafa ríkt margar skemmtilegar hefðir sem eru jafn héraðsbundnar og t.d. í Frakklandi," segir Erna, sem situr nú við bókaskriftir um skilgreiningu á íslenskri matargerð. "Nú eru matarhefðir Íslands að enduruppgötvast. Landið okkar er ríkt eins og opinn náttúrulegur lyfjaskápur með fjallagrösum og jurtum sem nýttar hafa verið allt frá tímum seiðmanna og galdra. Vatnið okkar er svo gott og ég tala nú ekki um lambakjötið." Erna hefur mikið dálæti á eldamennsku og er upptekin af því að nota aðeins óspillt hráefni í pottana. "Við erum það sem við borðum og við getum ekki endalaust nærst á verksmiðjuframleiddum matvælum. Svo er lífrænt og náttúrulegt hráefni miklu bragðbetra. Lambakjötið er eins og villibráð. Bragðið er svo gott að ég ráðlegg öllum að skemma það ekki t.d. með því að setja hvítlauk í kjötið sjálft. Ég á það til að nota hvítlauk í allan mat en best er að setja hann í meðlætið svo bragðið af lambakjötinu varðveitist sem best." Erna hefur skoðun á öllu matartengdu og þjóðlegur matur er ósjaldan á hennar borðum. "Af einhverjum ástæðum dettur mér alltaf fyrst í hug að kaupa fisk og ég elda hann mjög oft. Þorskur er sérstaklega í uppáhaldi hjá mér." Þegar Erna fær til sín góða gesti lagar hún rótsterkt kaffi og býður upp á dökkt súkkulaði með. "Kaffi er líka sterk hefð á Íslandi og alltaf á boðstólum í góðum heimsóknum. Ég vildi óska þess að ég væri betri gestgjafi og byði fólki oftar til mín í mat. Ég var duglegri við það áður fyrr. Nú er fólk alltaf á þani og gefur sér varla tíma til að fara í heimsóknir lengur. En Íslendingar eru gestrisin þjóð, sem á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann frá því svörnum óvinum var skylt að opna dyrnar hver fyrir öðrum í neyð." Fyrir jólin sendi Erna frá sér bókina Öndvegiseldhús Reykjavíkur þar sem gestrisnissaga þjóðarinnar frá upphafi landnáms er rakin og fjallar bókin um hátíðarmatreiðslu á veitingastöðum borgarinnar.
Matur Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira