Ný og víðtækari Idol-stjörnuleit 24. júní 2004 08:00 Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september Idol Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september
Idol Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira